Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1965, Síða 9
OslófjörSurinn er þakinn eyjum.
tonna þunga, og eru þeir ein-
göngu notaðir til þungavöruflutn-
inga.
í viðbót við allt þetta eru tveir
þrýstilofts-kornblásarar, til upp-
skipunar á komi, og einnig er
þar sérstakur afhleðsluútbúnaður
fyrir banana.
Áætlun um stækkun núverandi
hafnar hefur verið gerð, og er
þar reiknað með miklum breyt-
ingum, og stærra athafnasvæði,
og miklum viðbótarútbúnaði til
hleðslu og afhleðslu skipa. —• í
þeirri áætlun er reiknað með
nýrri bryggju við Filipstad-garð-
inn, og þar á að verða 36 feta
dýpi. Nýjan garð á að byggja á
strandlengjunni á austurhlið
Sjursöya, með útbúnaði til stór-
kostlegra olíuflutninga.
Björvika hefur einnig verið
stækkuð samkvæmt þessari áætl-
un, og nokkrir garðar, er hafa
mikið dýpi, hafa verið byggðir
þar til að bæta úr bryggjuþörf-
inni, vegna ört váxandi viðskipta
við útlönd.
Ákveðið hefur verið að byggja
ný vöruhús til viðbótar, og þar
af eitt með hraðfrysti-útbúnaði
fyrir frystar vörur og kæli-
geymslur, og á hús þetta að vera
upp á sex hæðir.
Flutningatæki verða einnig auk-
in, og pantaðir hafa verið 15
nýir rafmagnsdrifnir sporkranar.
Þegar þessar framkvæmdir og
aðrar, er í ráði eru, verða komn-
ar til framkvæmda, má reikna
með að þörfunum verði fullnægt
í bili.
Kostnaði við þessar og aðrar
framkvæmdir hafnarstjórnar, er
mætt með ýmsum gjöldum af
skipum og flutningi er um höfn-
ina fer. Skip er væri 5.000 brútto-
tonn og losaði 1.000 tonn af vör-
um og tæki 500 tonn, borgaði 28
dollara í hafnargjöld, þar af inni-
falið bryggju- og rúmlestargjald,
sem er reiknað 6 dollarar á dag
fyrir fyrstu 10 dagana. Landaðar
vörur eru geymdar gjaldlaust í
vöruskemmu hafnarinnar 48
klukkustundir, helgidagar ekki
með reiknaðir, ekkert aukagjald
er sett á umskipaðar vörur utan
af landi fyrstu 6 dagana og ekki
heldur á umskipaðar vörur utan-
lands frá fyrsta mánuðinn eftir
umskipun.
Höfnin í Osló lofar sig sjálf
hvað snertir eindæma góða sam-
vinnu allra þeirra er sjá um ferm-
ingu og affermingu skipa, og
annarra starfsmanna hafnarinn-
innar, verkföll og vinnustöðvanir
eru þar alls óþekkt, og vinnuaf-
köst eru þar mjög góð, vegna
góðs skipulags og kaups, er mið-
ast við afköst, ýmis fríðindi eru
þar meðtalin, svo sem eftirlaun,
slysatryggingar, þægilegir og vel
reknir matsölustaðir, bókasafn o.
fl. o. fl., sem gert er með það fyrir
augum að gera starfið aðlaðandi
og eftirsótt.
Við samtök verkamanna er
Frh. á bls. 204
í
Osló ncer nokkra kílómetra upp frá ströndinni.
VÍKINGUR
179