Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1965, Síða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1965, Síða 12
katlanna. Jafnframt var skipið málað og hreinsað í vatnslínunni. Allt var kyrrt á þessum stað, því að enn var mönnum þar ekki kunnugt um heimsstyrjöldina. „Emden“ fékk nýjar kola- birgðir og hélt út í sjó á ný 11. okt. Auk kolaskipsins, sem fylgdi „Emden“ var annað gi’ískt skip, „Pontoporos“ með í fylgdinni. — Bæði þssi skip voru hægfara og því nokkur hætta fyrir „Em- den“ að vera í fylgd með þeim. Von Miiller sendi því skipin austur á við og ákvað að hitta skipin síðar á ákveðnum stað. En þangað ætlaði Miiller að koma eftir að hafa gert árásir á skip á leiðinni Ceylon—Aden. 16. okt. duttu Bretar loks í lukkupottinn, en þá tókst brezka herskipinu „Jarmouth“ að ná á sitt vald „Markomanniu" og nokkru síðar „Pontoporos,” sem sigldi í höfn Bandamanna með 5000 tonn af kolum innanborðs. Um sömu mundir hafði „Em- den“ mikið að gera. Fi’á 15. okt. og í fjóra næstu daga sökkti „Emden“fimm brezkum eimskip- um og einum fiskibát. í liónagryffunni. Eftir þessar árásir fréttu Bandamenn ekkert af „Emden“ í fimm daga. Von Múller hitti ekk- ert skin, og hélt því í áttina til „Buresk,“ sem nú var birgðaskip hans. Þegar allar birgðageymslur í „Emden“ voru fullar, tók skipið 950 tonn kola. — En katlamir brenndu mörgum tonnum kola á hverjum sólarhring. Það urðu því mikil vonbrigði, er hvorugt birgðaskipanna fannst á fyrr- greindum ákvörðunarstað. Múller taldi skipin af og hét hefndum. Stefnan var sett á Penang, sem var þýðingarmikill staður fvrir Bandamenn. Höfnin var ekki vel hervömum búin, hins- vegar bjóst Múller við hörðum átökum við herskip, sem voru á staðnum. Fölskum reykháf var komið 182 upp á „Emden.“ Reyndi Múller að láta skipið líkjast sem mest brezka herskipinu „Jarmouth,“ svo að Bandamenn létu fremur blekkjast. Kl. 5.oo um morguninn 28. okt. fór „Emden“ fraihhjá franska tundurspillinum „Mousquet,“ sem var á varðstöðu rétt utan við Penang. Móðan dró úr skýrum linum „Emdens“ og héldu Frakk- amir eins og við var búizt — þetta vera brezkt skip. Von Múller hélt skipi sínu ó- hikað áfram inn og stefndi á bauju „Jarmouths“ í höfninni. — Sá hann þá rússneska herskipið „Schemtschug" liggja þar skammt frá, en Rússamir héldu „Emden“ vera „Jarmouth“ og voru hinir rólegustu. Von Muller hefst handa. í aðeins 500 metra fjarlægð skaut „Emden“ þrem skotum að rússneska skipinu. Óttaslegnir hlupu Rússamiraðfallbyssunum, og áður en þeim tókst að skjóta, hæfði tundurskeyti frá „Emden“ skip þeirra, sem þegar tók að hallast. „Emden sigldi áfram inn. Þjóðverjamir komu auga á franska tundurspillinn „d’ Tber- ville,“ — einnig tundurspillana „Fronde“ og „Pistolet," sem lágu í viðgerðarstöðinni til aðgerðar. Á þessum skipum vora engiryf- irmenn um borð — allir í landi. Engu að síðurhóf „Fronde" skot- hríð á „Emden,“ hið sama gerðu Rússamir, sem búnir voru að ná sér eftir hina óvæntu komu „Em- dens.“ Skipin hittu bó ekki mark sitt og gerðu mikinn usla á eigin kaunskipum, sem lágu í höfninni. „Emden“ snéri út á ný, og er haldið var framhjá Rússanum, var honum sent tundurskeyti er hæfði skotfæragevmsluna. Sökk hann á svipstundu, en tundur- spillirinn „Pistolet" bjargaði mörgum af áhöfninni. Af 356 manna áhöfn drápust 85 menn og 114 særðust. Utan við höfnina mætti „Em- den“ brezka kaupskipinu „Glen- turret.“ Á merkjamáli tilkynntu Þjóðverjar, að þeir hefðu ekki viljað sprengja í loft upp frönsku tundurspillana í hlífðarskyni við borgina, sem hefði þá lagst í rúst. Ennfremur hörmuðu Þjóð- verjamir, að þeir skyldu hafa skotið á varðskip, sem ekki var vopnað. En nú kom „Mousquet,“ og skutu Frakkamir tveim tundur- skeytum, sem ekki hittu. Eftir harða baráttu skaut „Emden“ tundurspillinn í kaf. Von Múller lét setja út báta til að bjarga 36 Frökkum, sem voru lifandi í sjónum og þetta gerði hann þrátt fyrir að „Pistolet“ væri að koma til að skjótatund- urskeytum að þeim. Kveðja fró Muller. Þegar Þjóðverjarnir höfðu bjargað þessum 36 mönnum, settu þeir stefnu í vesturátt — eltir af tundurspillum Banda- manna, sem brátt misstu af „Emden.“ Næsta dag kom eimskip inn til Penang með kveðju frá Múller. Skipið hafði líka meðferðis þá 36 menn, sem „Emden“ bjargaði. En nú var Bandamönnum nóg boðið og þeir voru ákveðnir að hefna ófaranna. 23 skipa herfloti var sendur út tilhöfuðs „Emden.“ Meðan á þessu stóð sigldi „Emden“ að kolabirgðaskipi sínu „Buresk“ og fyllti kolageymslur sínar. Múller ákvað síðan að fara til Kokoseyja og eyðileggja loft- skeytastöðina þar ásamt símalín- um til Singapore, Ástralíu og Suður-Afríku. Herskipið var enn með falska reykháfinn. Á syðstu Kokoseyj- unni urðu menn 9. nóv. varir við hið dularfulla skip „Emden.“ Kallað var í skyndi á hjálp gegn- um loftskeytastöðina, en skipið hafði engan fána uppi, sem heimamönnum þótti kvnlegt. Rétt á eftir sökkti „Emden“ þrem skipum. 42 menn undir stjórn næstráðanda skipsins fóru VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.