Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1965, Qupperneq 15
Mynd aj elzta dieselmótornum í þýzku safni.
hitagildis eldsneytisins. Hafði
Diesel mikinn hug á að finna
upp mótor, sem væri hagnýtari.
Dag og nótt hugsaði hann um
þann mótor, sem hann ætlaði að
finna upp og yrði bezti mótor
heimsins. Svo ákveðinn og ákaf-
ur var þessi uppfinningamaður,
að heili hans vann dag og nótt
af fullum krafti með þúsundir
reikningsfræðilegar og eðlis-
fræðilegar formúlur og vélfræði-
lega uppdrætti. Diesel komst að
þeirri niðurstöðu, að loftiðskyldi
notað sem verkandi meðal í mót-
orstrokknum. Þriðja desember
1892 sótti hann um einkaleyfi
fyrir mótor,, sem aðeins var til á
millimetra-pappír, og átti að
vinna eftir hugmynd hans.
Nokkrum mánuðum seinna
auglýsir hann fræðikenningu
sína og smíði á mótor, sem
hann gerir sér vonir um, að sér
muni takast að gera hagnýtari
en fyrri mótora, þar sem sá mót-
or átti að sjúga hreint loft inn
í strokkinn og kæmi til með að
þjappa loftinu fjórum til átta
sinnum meir en Ottó-mótorinn,
eða upp í um 30-40 loftþyngda
þrýsting. — Hugmynd hans var
aldrei sú að finna upp mótor,
sem kveikti í eldsneytinu án
kveikitækis. Diesel leitaði fyrst
og fremst aðferðar til að hag-
nýta betur hitagildi eldsneytis-
ins, og það atvikaðist ósjálfrátt
þannig, að sjálfsíkveikjan varð
mjög eðlileg afleiðing, þar sem
hið samþjappaða loft í strokkn-
um hitnaði mikið meira við
þjöppunina, — en brunamarki
brennsluolíunnar nam.
í júlí 1^93 var fyrsti diesel-
mótorinn tílbúinn til ræsingar.
Viðstaddir biðu eftirvæntingar
eftir árangri. Það kom einn
heljarmikill hvellur á við fall-
byssuskot, og brot úr vélinni
þutu um höfuð viðstaddra. Þykkt
reykský lagði úr vélinni um sal-
inn, og aflmælirinn eyðilagðist
við þessa fyrstu tilraun. Frek-
ari ræsingar voru gerðar, en það
lánaðist aldrei að fá þennan
fyrsta dieselmótor til að ganga
sjálfkrafa.
VÍKINGUR
í Sjómannadagsblaðinu 1962
er þess getið í grein um M.S.
„SELANDIA," að Danir hafi
minnst 50 ára afmælis í iðnað-
ar- og atvinnusögu sinni 17.
febrúar 1962. Er þar sagt frá,
að þá hafi verið liðin 50 ár frá
því er dieselvélarnar í M.S.
„SELANDIA" voru prufukeyrð-
ar. Einmitt sama dag 1894 geklc
fyrsta dieselvélin í fyrsta skipti
sjálfkrafa sem vél, en aðeins
skamma stund. Var það mótor-
inn, sem byggður var í Augs-
burg 1894. Veturinn 1896-7
byggði Rudolf Diesel mótor í
Mótorfabrikken Augsburg, sem
almennt var kallaður „mótor
framtíðarinnar.“
Maschinenfabrik Augsburg-
Niimberg A.G. byggði árið 1902
dieselvélar upp að 8 ha. með
þrýstiloftssýrunni(?). — Fyrstu
Vélarnar frá Burmeister & Wain
komu 1903.
Rudolf Diesel varð mjög auð-
ugur maður, en þá sleppti ham-
ingjan við honum hendinni. —
Vegna fjárglæfra missti hann.
mest allar eigur sínar. Rudolf
Diesel uppskar litla hamingju
vegna uppfinningar sinnar, en
sá þó nokkuð af þeim þjóna
manninum í iðjuverum, járn-
brautum og mótorbátum. Rudolf
Diesel varð aðeins 55 ára gam-
all. Þann 29. september 1913 tók
hann sér far með skipi frá Ant-
werpen til Harwish í Englandi.
Morguninn eftir var hafin leit
að honum, þar sem hann fannst
ekki meðal farþeganna. Var á-
litið, að hann hefði fallið fyrir
borð og drukknað. Nokkru seinna
fannst lík hans.
1 Þýzka safninu í Miinchen
stendur í miðjum sal mótor
hans, sem hann byggði 1896-7.
Vél þessi er um tvær mannhæð-
ir á hæð frá gólfi, svinghjólið
er um 2 metrar í þvermál, —
strokkvídd 250 mm„ slaglengd
400 mm„ snúningar 172 á mín-
útu og hestorkan 20 ha. Minnir
þessi vél á sorgleg örlög mikils
uppfinningamanns nítjándu ald-
arinnar.
Á þessu ári eru því 50 ár lið-
in frá því Rudolf Diesel lézt. —
Þegar farið var að framleiða
dieselmótorinn, varð Diesel sjálf-
ur fyrir vonbrigðum og óánægð-
ur. Vildu þá aðrir taka þar upp
hanzkann, einkum stærri verk-
smiðjur utan Þýzkalands, sem
brátt tryggðu sér rétt til að
framleiða dieselmótorinn. Eink-
um hafa þar orðið ötulastir Dan-
ir, sem eiga sína minningu um
MS „SELANDIA," og Svisslend-
185