Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1965, Page 22
Upphafsár vélvæðingar í Vestmannaeyjum
Gunnar lngimundarsson.
Sigurjón Jónsson.
Jón Bergur Jónsson.
„Laxfoss“ 38,00 tonn.
SmíSaSur í Noregi 1916.
,JSoffí“ 38,88 tonn.
SmíSuS í Danmörku 1924.
„Sísí“ 31,17 tonn.
SmíSuS í Danmörku 1924.
Jón Bergur Jónsson, Ólafshús-
um, var fæddur að Ólafshúsum
í Vestmannaeyjum 15. júní 1900.
Foreldrar: Jón Jónsson og Elín
Sigurðardóttir, búandi þar. Jón
missti móður sína 5 ára gamall og
ólst upp hjá föður sínum og
stjúpu, Jórunni Erlendsdóttur.
Jón byrjaði ungur sjómennsku
á útveg föður síns. 16 ára gam-
all fór hann á m/b Svan hjá Jóni
Ingileifssyni og er á honum til
1919, að hann fór í Stýrimanna-
skóla íslands og þaðan lauk hann
prófi eftir lýa vetur með I. eink-
unn, enda greindur maður, og var
hann þriðji í röðinni, sem það
próf tók frá Eyjum. Eftir það er
Jón ýmist á varðskipum eða tog-
urum. 1925 byrjar Jón for-
mennsku í Eyjum með m/b „Lax-
foss“ og var hann stærsti bátur
Frh. á bls. 199
Gunnar Ingimundarson, Hellu-
koti, var fæddur að Hellukoti á
Stokkseyri 31. júlí 1887. Foreldr-
ar: Ingimundur Gunnarsson og
Guðrún Andrésdóttir, búandi þar
og hjá þeim ólst hann upp.
Gunnar byrjaði ungur sjó-
mennsku á vélbátum á Stokks-
eyri og síðar formaður þar. Öðru
hvoru reri Gunnar frá Vest-
mannaeyjum og byrjaði for-
mennsku á m/b „Enok“ 1924 og
síðar á „Soffí“, sem þá var nýr
bátur í eigu Gísla J. Johnsen og
svo „Sverrir", sem hann átti
ásamt fleiri mönnum. Eftir það
hætti Gunnar formennsku í Eyj-
um og stundaði sjó á Stokkseyri.
Gunnar var heppnisformaður
þær vertíðir sem hann var í Eyj-
um. Hann var talinn með allra
beztu sjómönnum Stokkseyringa.
Gunnar lézt 23. júní 1964.
Sigurjón Jónsson, Háagarði, er
fæddur í Holti í Álftaveri 18. jan.
1906. Foreldrar: Jón Sverrisson
og Sólveig Magnúsdóttir. Sigur-
jón fór alfarinn til Vestmanna-
eyja með foreldrum sínum 1910
og byrjaði sjómennsku á „Mín-
ervu, sem faðir hans keypti hið
sama ár og er síðar sjómaður
á ýmsum bátum. 1928 kaupir
Sigurjón „Rapp“ með Sigurði
Bjarnasyni , Hlaðbæ 0 g síðar
„Fylki“ með Sigurði og var há-
seti það tímabil. Formennsku
byrjar Sigurjón 1931 á „Gull-
fossi“ og síðar „Maí“ og loks
„Sísí“. Þá hætti Sigurjón sjó-
mennsku og flutti úr Eyjum. Sig-
urjón var góður sjómaður og
fiskimaður í bezta lagi.
192
VÍKINGUR