Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1965, Page 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1965, Page 26
Dýrkeypt reynsla Eftir Hallgr. Jónsson Erindi flutt á Skrúfudaginn 1965 í Vélskólanum. Dálítið breytt. Ýmsuni farast svo orð í ræð- um og ritum, að nýtt landnám hafi byrjað á íslandi með tuttug- ustu öldinni. Má þetta vinsam- lega til sanns vegar færast. Það var véltæknin sem komin var til scgunnar, á henni byggðist hið nýja landnám. Á fyrstu árum aldarinnar fóru Islendingar að taka vélarnar í þjónustu atvinnu- veganna, fyrst á sjónum og síðar við iðnaðar- og landbúnaðarstörf. Engum getur nú dulist hve stór- fengleg áhrifin urðu á allt menn- ingarlíf í landinu. Þá fór fyrst að marka fyrir steininum í efna- hagsmálunum svo um munaði. Strit einstaklinganna varð arð- meira, og þegar frá leið lærðu menn að beita vélunum, ólíkt létt- ara. Verðmæti fóru að safnast fyrir í landinu, og landsmenn urðu svolítið meira en matvinn- ungar, svona almennt talað. Framkvæmdahugur færðist al- rnennt í aukana. Það er ekkert á huldu um þetta landnám. Hið stjórnmálalega sjálfstæði, eða sá áfangi sem vannst á því sviði upp úr aldamótunum, var að sjálf- sögðu mikils virði, og glæddi framfarahug manna, en hætt er við að margt hefði orðið á ann- an veg en varð, framfarirnar torsóttari og sjálfstæðið ris- minna, hefði sjósóknin t. d. verið bundin við árar og segl, eins og áður var. Það sem ég hef einkum í huga með þessu rabbi hér, er að minn- ast á vélbátaflotann sem varð til hér á Suður- og Vesturlandi fyrstu 10—15 ár aldarinnar. Hér 196 SKRÚFU Fyrir nokkrum árum var tek- inn upp sú nýbreytni í Vélskól- anum í Reykjavík, að kennarar og nemendur gera sér dagamun einu sinni á ári hverju í febrúar- mánuði. Hafa nemendur sýni- kennslu í vélasal, á þann veg að eldri nemendur leiðbeina þeim sem yngri eru. Fólk sem áhuga hefur fyrir starfi skólans er vel- komið, og þeir sem þess óska fá vitneskju um það sem þar fer fram. Nefnd manna, nemendur ungir og gamlir, skrúfuráð, ásamt forstöðumanni skólans, hafa stjórn dagsins með höndum. Eftir kennslu og fræðslu í véla- sal, er safnast saman í hátíða- sal skólans til ræðuhalda. Þar eru flutt ávörp og ræður og sagt frá ýmsu í starfsemi skólans. Er leit- að eftir því að gamlir nemendur var um hreina byltingu að ræða, engu minni er. t. d. við tilkomu togaranna, sem svo mikið hefur verið ritað um. Ég var þá nokkur ár við nám í vélvirkjun og gæzlu véla í fiski- og flutningabátum, áður en ég fór að starfa á tog- urum og kynntist þessum málum af eigin raun. Ekkert nám er haldbetra en nám reynzlunnar, og þeir voru margir sem þannig kynntust vél- unum í fyrstu fiskibátunum okk- ar, og einnig í togurunum á þess- um árum. Sumir þessara manna stóðu að stofnun Vélstjórafélags- ins á sínum tíma, og í framhaldi af því var unnið að því að hér væri tekin upp kennsla í vélfræði að erlendri fyrirmynd. Flestir þeirra vélstjórnar- manna sem störfuðu á skipunum um þær mundir er kennsla í vél- fræði hófst, höfðu verið með frá byrjun vélaaldar hér á landi. Sumir starfað t. d. á norskum skipum og kynnzt viðhorfum þar á þessu sviði. Þessir menn gerðu sér meira eða minna grein fyrir því ófremdarástandi sem verið DAGUR komi þar fram og segi frá reynslu sinni, ef verða mætti hinum yngri til nokkurs fróðleiks. Eitt atriðið á dagskránni er það að nemend- ur hylla kennara sína og færa einum þeirra verðlaun fyrir dugn- að og vinsældir, er það málm- skrúfa, haglega gerð. Fleira er jafnan á dagskrá og meðal ann- ars kosið í skrúfuráð fyrir næsta ár. Þá er opið hús í matsal skól- ans, og eiga gestir og nemendur þess kost að kaupa sér þar kaffi með vægu verði, og spjalla um landsins gagn og nauðsynjar. Hefur nýbreytni þessi farið vel af stað, og er líklegt að Skrúfu- dagurinn verði fastur liður í starfi skólans til kynningar á starfi hans. hafði og var á vélbátaflotanum vegna vangæzlu vélanna þar. Ákveðinn umbótavilji var fyrir hendi hjá þessum mönnum, sem ýtti undir þær framkvæmdir, er ég nefndi hér að framan. Þeir munu margir á mínum aldri sem á árunum kringum 1910 og lengur fram eftir, veittu at- hygli vélaræksnunum, sem lágu hér á flestum fjörum veiðistöðv- anna. Þar sem útgerð var mikil, lágu þau í sjávarmálinu, á sjáv- arkambinum, í geymsluhúsum út- vegsmanna, en þó einkum í kring- um viðgerðarverkstæðin, þar mynduðust smám saman stórir haugar af þeim. Þetta var á þeim tíma, þegar bullur duttu niður úr vélum af því að slitið í sveifarlegunum var komið yfir centimeter, og legu- boltarnir þoldu ekki meira skrölt. Þegar báturinn komst aðeins hálfa leið út á fiskimiðin, sökum þess að eldsneytisforðinn var þá búinn, svo að dæmi séu nefnd um aðgát og fyrirhyggju á fyrstu árum vélaaldar hér á landi. Nú er það svo, að erlendir vél- VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.