Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1965, Side 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1965, Side 28
að og traust. Bilun einhvers þess- ara hluta á alvörustund, gat kost- að mikil verðmæti, og jafnvel líf margra manna. Nú hvílir þessi vandi á ykkur sem gætið vélanna í skipunum". Ég var í þjónustu þessa manns, og þessi orð voru við mig sögð hálfgert í ögrunar- skyni, í sambandi við mál sem við vorum að ræða. Ég man að ég kunni þessari ögrun vel fyrir hönd starfsfélaga minna, ekki laust við að ég miklaðist af. — Og nú flyt ég þessi orð — þessa ögrun hins lífsreynda manns, til ykkar verðandi vélstjórar sem hér eru staddir. Þið munuð að vísu ekki kynnast mikið þeim hugsunarhætti, sem á bak við liggur, þegar þið komið út á skip- in, hann hefur ekki enn fest hér rætur, en sannleikur er það samt, — sannleikur reynslunnar. Fyrir rúmum 20 árum var ég á ferð uppi í Borgarfirði að sumri til í laxastússi. Kom ég þá á bæ einn í Þverárhlíðinni. Myndar- býli var það og fólkið ágætt heim að sækja. Þegar ég gekk heim túnið tók ég eftir því að stór skák af nýrækt var í túnjaðrin- um, hálfunnin, en töluvert gró- in. 1 flaginu var vél, sem vakti athygli mína, svo að ég gekk þangað. Reyndist þetta vera diskaherfi svo til nýtt. Hafði ver- ið unnið með því haustið áður, að því er virtist, og skilið eftir í flaginu. Nú voru diskarnir sokknir upp að öxli í jarðveginn og vitanlega skemmdir af ryði. Mér varð starsýnt á þetta og hafði orð á því við þann sem með mér var. Því miður hefur þetta ekki verið neitt einstakt dæmi um vanhirðu á vinnutækjum í sveitinni. En þetta vakti svo at- hygli mína, að ég fór að hugsa þessi mál. Þarna var þá einnig langt uppi í sveit sama skiln- ingsleysið á þeim verðmætum sem í vélunum liggja, endingu þeirra og afköstum. Landbændur voru hér nokkuð á eftir sjávarbændum um notkun véla við atvinnu sína, og aflvél- ar við ræktunarstörf komu eitt- hvað um 20 árum seinna en í Dieselvélarnar fara sístœkkandi og hafa lengri gangtíma en áSur milli hreinsana. A myndinni sést 21000 hestafla Burmeislervél. fiskibátana. Augljóst er að van- rækslusyndir hafa verið ekki síð- ur áleitnar í sveitinni en við sjóinn, og ef til vill þeim mun þungbærari sem eftirtekja og arðsvonin er stórum minni þar en við sjávarsíðuna. Þó mun þetta nú standa til bóta. Fræðslunám- skeið hafa verið upp tekin á nokkrum stöðum. Reynslan hefur smám saman opnað augu manna fyrir nauðsyn fræðslu á þessu sviði sem ég hef hér rætt um. En guð minn góð- ur, — hvað þessi reynsla hefur orðið dýr! Vélskólinn er nú kominn á fimmtugasta árið, mikil reynsla er fengin í sambandi við starf hans. Hann var í húsnæðishraki um 30 ára skeið, og skammtur hans af almannafé ærið naumur. Starfað var í svo ófullkomnum húsakynnum, að ekki var um verklegar æfingar að ræða, enda voru nálega engin tæki til þeirra hluta. Síðan skólinn kom í eigið hús- næði fyrir 20 árum, hefur þó mikið úr rætzt í þeim efnum, einkum nú síðustu árin. Fyrir dyrum standa nú nokkr- ar skipulagsbreytingar á kennslu > og skilzt mér að þær eigi að verða all róttækar. Hin öra þróun vél- tækninnar kallar að sjálfsögðu á breyttar aðferðir. Gömul fræði falla úr gildi, og nýtt kemur í staðinn. Við stöndum hér í straumi tímans og verðum að horfa til beggja landa til þess að vel farnist. Ég get hins vegar ekki fellt mig við tilslakanir á hæfni eða námsefni, sem hlýtur frekar að verða að auka en minnka, eins og í öðrum kennslustofnunum landsins. Bætt aðstaða og betri tæki gera að vísu kleift að nema meira á jafn löngum tíma og áð- VÍKINGUR 198

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.