Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Side 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Side 4
SÍLDARFLUTNINGARNIR AF AUSTFJÖRÐUM Að undanförnu hafa átt sér sér stað allmiklar umræður um fyrirhugaða síldarflutninga af Austfjarðarmiðum og vinnslu þeirra miklu verðmæta, sem ætla má að fenginni reynslu undanfar- inna ára, að veiðast muni fyrir Austurlandi. Austfirðingar hafa látið að sér kveða í blöðum og út- varpi og verið all ómyrkir í máli og fordæmt fyrirhugaða síldar- flutninga harðlega. Virðist mörg- um og þar á meðal þeim, er þetta ritar, að Austfirðíngar hafi með skoðunum sínum gert sig seka um nokkra þröngsýni og „hreppapóli- tík.“ Þeir Austfirðingar, sem átt hafa hlut að umræðum þessum virðast hafa bjargfasta skoðun á, að stórauka eigi fjárfestingu í síldarvinnsluvirkjun á Austur- landi. Virðist mega álykta af um- mælum þeirra, að þeir telji vís- indalegar líkur fyrir því, að síld muni í nánustu framtíð, — og jafnvel um alla framtíð — fyrst og fremst veiðast út af Aust- fjörðum. — Austfirðingar ræða þetta mál af miklum sannfæring- arkrafti og nota sterk orð. Um- mæli eins og þessi: „Ég hef bjargfasta trú á, að stórauka afkastagetu síldarverksmiðja á Austurlandi og vinna Austfjarða- síldina eingöngu þar“ eða: „Ég tel algjöra fjarstæðu að efna til stórfelldra síldarflutninga af Austfjarðamiðum,“ setja svip á málflutning Austfirðinga. Kemur glöggt fram í ummælum þeirra, að þeir telji síldarflutninga af Austfjarðamiðum hið mesta rang- læti gagnvart Austfirðingum. Meginatriði þessa máls er, að við stundum síldveiðar sem at- vinnuveg, sem ætlast er til, að skili þjóðarheildinni sem mestum arði, ekki einstökum landshlutum eingöngu. Menn geta ekki talizt færir að dæma um hvernig upp- byggingu síldariðnaðar á Austur- og Norðurlandi skuli hagað fyrr en þeir hafa kynnt sér, hvað það kostar að ná síld úr sjó og breyta henni í söluvöru. Með öðrum orð- um: Hversu miklum verðmætum þarf að fórna til þess að fram- leiða síldarafurðir okkar án til- lits til hvar þær eru veiddar og unnar. Austfirðingar ættu að hafa í huga, að fyrir hendi eru á Norð- urlandi mannvirki, sem risið hafa upp í sambandi við síldariðnað og eru hundrað milljóna kr. að verðmæti við núverandi verðlagi. Þessi atvinnutæki eru fastur kostnaður eigenda þeirra, þ.e. til- vist þeirra veldur eigendunum kostnaði (fyrningu, vöxtum, við- haldi og eftirliti), sem fellur jafnt á, hvort sem framleitt er eða ekki. Vandamál eigenda at- vinnutækja og annarra mann- virkja í norðlenzku síldarbæjun- um væru leyst, ef einhverjir, t.d. Austfirðingar, fengjust til að kaupa þessi mannvirki við því verði, sem þau myndu kosta, ef byggð yrðu nú að frádregnum hæfilegum afskiptum vegna slits og aldurs. Vart má gera ráð fyr- ir, að Austfirðingar né aðrir reyndust ginnkeyptir fyrir að kaupa norðlenzk síldarvinnslu- mannvirki við slíku verði. En fram hjá þeirri staðreynd geta Austfirðingar eða skoðana- bræður þeirra ekki gengið, að síldarvinnsluvirkin á Norður- landi hafa staðið að mestu ónot- uð um áraraðir, og þar hafa vinnufúsar hendur ekki fengið að njóta sín. Sú spurning vaknar, hvort það sé hagur landsmanna, — og þá um leið Austfirðinga, að síldarvinnsluvirki og vinnuafl sé látið ónotað áfram vegna þeirra duttlunga síldarinnar að flytja sig burt af Norðurlands- miðum. Einn skeleggasti forsvarsmað- ur Austfirðinga hefur látið svo um mælt í útvarpi, að kostnaður við flutninga síldar af Aust- fjarðamiðum og vinnslu annars staðar (fyrst og fremst á Norð- urlandi) verði þeim mun óhag- kvæmari, sem svarar reksturs- kostnaði flutningaskipanna. Sami maður viðurkennir reyndar síðan í sama útvarpsþætti, að skyn- samlegt geti veriðaðflytja„topp- inn“ af veiðinni. Er þar sennilega átt við það ástand sem skapast myndi, þegar aflamagn á Aust- fjarðamiðum yrði langt umfram afkastagetu síldarvinnslustöðva á Austfjörðum. Hins vegar liggur ekki fyrir, hversu hár sá „topp- ur“ þyrfti að vera til þess að við komandi teldi hagkvæmtaðflytja síldina burtu. Það er hinsvegar mergur þessa máls, að til síldar- flutninganna er fyrst og fremst vIkingue 208

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.