Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Side 6
SéS yfir hluta
af framleiSslu
aSalkeppinaula
okkar —
Perúmanna.
arflutningana og jafnframt lýst
sig reiðubúna til að rökstyðja
skoðanir sínar. Er því hér með
farið fram á, að einhver eða ein-
hverjir þeirra manna, sem um
þessi mál hafa ritað og rætt af
austfirzkri hálfu birti þær áætl-
anir, studdar tölulegum gögnum,
sem skoðanir þeirra byggjast á.
Væri æskilegt, að í slíkum rök-
stuðningi yrði tekin afstaða til
þeirrar gagnrýni, sem sett hefur >
verið fram í grein þessari. Málið
myndi áreiðanlega skýrast mjög,
t.d. ef unnt yrði að fá fram svör
við eftirfarandi spurningum: *
1) Hvort þarf að fórna meiri
verðmætum (og hve miklum) við
að flytja þá síld, sem veiðist út
af Austfjörðum til vinnslu á
Norðurlandi (t.d. Siglufirði) og
er umfram núverandi afkasta-
getu og geymslurými síldar-
vinnslustöðva á Austurlandi eða
byggja nýjar síldarvinnslustöðv-
ar á Austurlandi til hagnýtingar
aukins veiðimagns?
2) TeljaAustfirðingaralmennt
eða málsmetandi menn á Aust-
fjörðum, að síldarflutningur af
Austfjarðamiðum til annarra
landshluta séu einskonar siðferði-
legt landhelgisbrot gagnvart
Austfirðingum, og myndu Aust-
firðingar telja það gráan leik við
Norðlendinga að flytja síld af
Norðurlandsmiðum til Aust-
fjarðahafna, — ef svo kynni að
fara að síld tæki að veiðast fyrir
norðan en ekki austan, — í því
skyni að nýta þegar byggðar
vinnslustöðvar austanlands ?
Hætt er við, að erfitt reynist
að fá fram nákvæm og óhrekjan-
leg svör við framangreindum
spurningum, en meginatriði ættu
að skýrast. Ef til vill verður ein-
hverjum ljóst, er hann hugleiðir
spurningar þessar, hve flókið mál
hér er um að ræða. Hugsanlegt
er að skipulag síldarflutninga og
ákvarðanir varðandi þá séu svo
flókið vandamál, að færustu sér-
fræðingar og vísindamenn ættu
að fjalla um það með aðstoð raf-
eindaheila.
En hvað sem flóknum útreikn-
VÍKINGUR
210