Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Síða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Síða 7
ingum líður væri mjög æskilegt að fá fram nánari rökstuðning fyrir austfirzka sjónarmiðinuþar sem fram kæmu meiri málefna- leg rök, studd tölulegum gögn- um, en minni stóryrði en hingað til. Sá héraðarígur, sem komið hefur fram í ræðu og riti sumra Austfirðinga varðandi mál þetta er vansæmandi og lágkúrulegur, en því verður vart trúað, að skoð- anir þeirra túlki álit Austfirð- inga almennt. Jafn fámenn þjóð og við Islend- ingar hefur vart efni á ríg og tog- streitu milli landshluta um mestu auðæfi sín, sjávaraflann. Aust- firðingar ættu að láta af hinni þröngsýnu stefnu sinni varðandi síldarflutningana eða rökstyðja hana frekari gögnum ella. Ekki er mjög langt síöan þetta var algeng sjón á síldveiöum hér heima. Sjálfsagt má lengi um það deila, að hve miklu leyti síldar- flutningar af Austfjarðamiðum séu hagkvæmir og æskilegir, og var ekki ætlunin að gefa skýlaus svör við þeirri spurningu í grein þessari, enda telur höfundur hennar það vandamál sér ofviða. En það verður að teljast mikil þröngsýni að hafna slíkum flutn- ingum algjörlega, sérstaklega þegar ný tækni, sem auðveldar flutningana stórlega er að koma til sögunnar. Vísindi og tækni taka stöðug- um og hröðum framförum og stuðla að bættum lífskjörum manna. Mikilsvert er að rökhugs- un og víðsýni málsmetandi manna þjóðfélagsins taki einnig framförum. Þá aðeins verða vís- indi og tækni notfærð fullkom- lega til aukinnar verðmætasköp- unar og velferðar þj óðarheildar- innar. Fuglager umhverfis fiskimenn frá Perú. Er nokku'ö líkt meö þessum suSræna fiskimanni og okkar fiskimönnum? VÍKINGUR 211

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.