Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Qupperneq 8
Úr Mýrdal hefir verið sóttur sjór á opnum ára-
bátum frá fymsku, þó að sú íþrótt sé nú niðurlögð
fyrir tímans rás og atburði. Fyrr á öldum var til
dæmis róið „austan Heiðar.“ Það er Víkur- og
Amarstakksheiðar. í Höfðabrekkuhálsi er hellir
einn stór, sem Skipshellir heitir, þaðan var útræði
til foma. Þar um liggur nú þjóðvegur austur um
Mýrdalssand, og öllu umturnað af Kötluhlaupum,
sem hafa fært ströndina fram um marga kíló-
metra. Síðar fluttist útræðið vestur að Reynis-
fjalli, þar sem laust fyrir síðustu aldamót reis upp
Víkurkauptún.
Frá Dyrhólaey var litræði alla tíð sem sögur ná
frá að greina. Þar urðu á síðustu öld mannskaðar
miklir við fiskróðra.
Útræði mun hafa verið bæði austan og vestan
við eyna. Austurhluti hennar heita Garðar og eru
þar enn í dag sýnileg merki þess að þar hafi verið
útræði.
Sennilegt má telja að það hafi verið róið frá
Kirkjufjöru, sem er sunnan undir Dyrhólaey, og
allbreytileg eftir atvikum. Út-Mýrdælir voru lengi
með sína verstöð við Jökulsá á Sólheimasandi, var
þar allbreytilegt til útræðis, eftir því sem eyrar
lágu og áin féll til sjávar. Þar heitir enn í dag
Máríuhlíð, og þótti þar þrautalending fyrrum. Það
var ekki fyrr en á fyrri hluta átjándu aldar, að
farið var að stunda útræði úr Reynishöfn, og mun
þar fyrstur hafa byrjað formennsku séra Jón
Steingrímsson, þá er hann bjó að Hellum í Reynis-
hverfi, svo sem hann getur í ævisögu sinni. Þá
segir séra Jón frá því, er fimm skip með 90 manns
hröktu í austan stórviðri til Vestmannaeyja. Voru
skipshafnimar þar tepptar í 11 daga. Þeir voru
allir taldir af eystra, og lýsir séra Jón þeirri sorg
og vonleysi er heltók fólkið, og svo aftur gleðinni,
er hver heimti sinn heilan heim aftur.
í kvæði eftir séra Jón Hjaltalín, sem Andvari
nefnist og er nokkurskonar aldarfarslýsing er þessa
atburðar og getið af snilld. En þetta átti nú ekki
að vera frásögn af þessum atburðum, heldur að
segja frá sögulegum róðri úr Reynishöfn 1941,
sem við nefndum okkar á milli Langaróðurinn.
* *
*
Það var hinn 7. marz 1941. Veður var gott og
fórum við til sjávar. Sjólag var þannig, að brim-
laust mátti teljast, en nokkuð holur sjór. Ég réri
á „Svan,“ sem afi minn, Finnbogi Einarsson í Prest-
húsum smíðaði 1882. Formaður var Finnbogi Ein-
arsson í Presthúsum, og var ég bitamaður hjá hon-
um. Vér rérum allsnemma um morguninn og gekk
vel að komast úr landi og fram á mið. Úr Reynis-
höfn er stutt á miðin þegar fiskur er á grunni.
En nú varð ekki fisks vart, fyrr en komið var
fram á „Bunka.“ Ber þá Bunkann á Mávadrang í
söðulinn á Lundadrang. Formanni þótti þar ekki
nægur fiskur, svo að við kipptum fram á Rifu.
Er það mið, þá er Mávadrangur er kominn fram
fyrir Lundadrang, og er þar um þrítugt dýpi.
Þarna fórum við til og frá og var allsæmilegur
dráttur. Annar bátur var þama líka úr Reynis-
höfn, sem einnig hét „Svanur.“ Hann var minni,
sexæringur, og var formaður á honum Sveinn Ein-
arsson á Reyni. Var skammt á milli skipanna. Þeir
á „litla Svan“ höfðu hlaðið á undan okkur og fóru í
land og köstuðu farmi, réru síðan út aftur. Voru
þeir þá nokkru austar en við, en á svipuðu dýpi.
^ö^ufeaur
ró)(\ur
driÉ 1941
Um það bil er við höfðum hlaðið „Svan“ tók haf-
alda skyndilega að aukast. Mun klukkan þá hafa
verið um 2. Við höfðum þegar uppi og rérum til
lands, eins og þeir gerðu á litla „Svan.“ Það tók
okkur um hálfa klukkustund og komu þá á okkur
ólög með alllöngu millibili. En þá er við komum inn
undir legu bláhryggaði á sjónum og lá við að þeir
féllu, sáum við að með öllu var ólendandi. Lögðum
við þá frá og rérum til hafs. Þegar við komum
fram á skipaslóð, sáum við að bátur kom að vest-
an. Rérum við í veg fyrir hann. Þegar þeir sáu,
að við vildum hafa tal af þeim, komu þeir til okk-
ar. Þetta var vélbáturinn „Leó“ frá Vestmanna-
eyjum, skipstjóri Þorvaldur Guðjónsson. Voru þeir
á leið til Hornafjarðar með fisk í færeyzkar skútur
til útflutnings. Við sögðum þeim, hvernig komið
væri fyrir okkur. Bauðst Þorvaldur þá til þess að
taka af okkur aflann og koma honum í verð. Var
það þegið. Ennfremur léði hann okkur ljósker
(rafmagnslukt) til þess að nota um nóttina. Við
rérum nú á báðum skipunum til Dyrhóladranga og
lögðumst norðan við Mávadrang. Ræddum við nú
um það okkar á meðal, hvað gert yrði í landi okk-
ur til bjargar. Töldum við víst, að hringt yrði til
Vestmannaeyja og beðið um bát til að sækja okk-
VÍKINGUR
212