Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Síða 10
Hlynntu þeir að okkur eftir beztu föngum. Var
nú komin hvöss sunnanátt með regni, en nú gat
hún ekki grandað okkur. Gekk ferðin til Reykja-
víkur að óskum, og komum við í Skerjafjörð um
morguninn.
Þegar lagst var að bryggju kom hópur brezkra
sjóliða til móts við okkur, voru þeir með alvæpni.
Héldu þeir að við værum þýzkir kafbátsmenn og
ætluðu að koma í veg fyrir það að við gengjum á
land. Þessi misskilningur leiðréttist þó von bráðar.
Komu svo vinir og kunningjar að sækja okkur, og
dreifðist hópurinn út um borgina. Gísli Sveinsson
sat þá á Alþingi. Gerði hann tilraun til þess að ná
okkur öllum saman á Hótel Borg, en það hafðist
ekki uppi á öllum, og urðu því sumir ekki aðnjót-
andi rausnar hans. Tími var og naumur, því að
ákveðið var að halda af stað austur um kvöldið.
Brandur Stefánsson, bílstjóri í Vík, tók að sér að
flytja okkur austur. Vorum við alla nóttina á ferð
í stormi og rigningu.
Þegar við komum austur að Garðsvika, var
Þverá að brjóta af sér ísinn og allt í óvissu um
það, hvort við kæmumst yfir hana. Á löngum kafla
vestanvið Þverárbrúna var samfelldur vatns- og
jaka-elgur, og ekki bætti það úr að ekki sá út úr
augunum fyrir náttmyrkri. En Brandur hafði for-
ustuna og allt gekk vel þótt harðsótt væri.
Undir morguninn náðum við svo í Mýrdalinn
heilu og höldnu. Voru þá liðnir þrír sólarhringar
frá því að við fórum að heiman. Þóttumst við úr
helju heimtir, það skyggði þó á gleði heimkomunn-
ar, að í Vík hafði hvolft bát, sem freistaði að
lenda, daginn sem við lögðum frá. Drukknuðu þar
6 menn, en formaðurinn, Jón Pálsson, bjargaðist
einn á sundi. Annar bátur úr Vílt hafði lent í
Reynishöfn um þær mundir sem við héldum inn-
undir, svo brimaði sjóinn skjótt. Formaður á þeim
báti var Ámi Einarsson í Vík. Bróðir Finnboga á
stóra „Svan.“ í þetta sinn var það munur fyrir
fólkið heima, að það vissi nokkurnveginn um okk-
ur, þótt fjarveran væri löng. Það gerði síminn.
* *
Síðan þessi atburður gerðist, hefir margt breytzt
í atvinnuháttum Mýrdæla, svo sem víða annars-
staðar. Sjósókn er nú með öllu niður lögð þar í
sveit.
En þú, vegfarandi góður, sem leggur leið þína
til Dyrhólaeyjar og Mávadrangs, taktu eftir að
þar sogar og sýður hafaldan enn í dag, eins og hún
gerði forðum, þegar 26 menn höfðust þar við heila
nótt í myrkri og foráttubrimi með uppgangsveður
af hafi yfir sér, og biðu björgunar Slysavarna-
félags íslands.
STÖÐUGT ER UNNIÐ AÐ ÞVÍ
að betrum-bæta björgunarbáta
Bristol Aeroplane Plastics Ltd.
aafa búið til einangrun, sem
heppileg er talin til einangrunar
björgunarbáta fyrir björgun
gegnum brennandi oiíuhaf á yf-
irborði sjávar.
Ágæti einangrunarinnar hefur
verið sýnt mörgum sérfræðingum
ýmissa landa. Einnig hafa Lloyd’s
Register of Shipping og Ministry
of Transport kynnt sér þetta.
Sýningaraðferðin og reynslan
var framkvæmd á þann hátt, að
sérstakur 20 manna björgunar-
bátur með loftkældum dieselmót-
or var látinn sigla með 6 mílna
hraða gegnum mikið eldhaf í 10
mínútur. — Eldurinn var gerður
þannig, að kveikt var í 27000 lítr-
um af steinolíu.
Hið mikla vandamál að geta
smíðað björgunarbát hæfan til
björgunar mannslífa gegnum olíu-
eld, hefur fengið marga til að
koma með ýmsar tillögur. Þar á
meðal hefur sú hugmynd verið
uppi um bát með vatnsúðunar-
kerfi, en slíkir bátar verða að
vera talsvert stórir, svo að þeir
geti rúmað slíkan útbúnað.
— o —
Sú gerð, sem hér hefur verið
reynd og kostar um 80.000 ís-
lenzkra króna, er lokaður stál-
bátur með plasteinangrun utan á
bátnum og þunnri asbest ein-
angrun inni í honum.
Plasteinangrunin er 6 mm
þykk og er gerð úr sérstaklega
styrktu plastefni, sem búið er til
úr gerfiharpiksasbesti. — Hefur
fyrirtækið gert margskonar til-
raunir á efninu við hitastig hærra
en 2000° C. Efnið hefur verið
notað í útblástursrör eldflauga
og eins og til að klæða með
trjónur skotflauga, sem snúa aft-
ur inn í andrúmsloft jarðar.
Þótt Bristol Aeroplane Plastics
smíði einnig plastbáta, álíta þeir
ekki mögulegt að nota slíka báta
til björgunar við þessi skilyrði.
Sama er að segja um aluminium-
báta. Bræðslumark beggja þess-
ara efna er svo lágt.
öryggisnefndin samþykkti ár-
ið 1960 að mæla með því, að til-
raunir væru gerðar með báta til
björgunar á yfirborði sjávar. —
Þessi sýning sýndi að hæfurbát-
ur með réttri einangrun geti far-
ið gegnum eld á sjónum með
hitastig allt að 1000° C og gæti
dvalið í eldinum 5 til 10 mínútur,
eða nægjanlega lengi til að kom-
ast gegnum olíuhaf á bátnum
með 5—6 mílna hraða frá brenn-
andi olíuskipi.
Tilraunabáturinn var venjuleg-
Vf KINGUR
214