Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Side 13
Varizt óhekhta „vini“
í erlendum hafnarborgum
íslenzk kaupskip sigla nú víða
um heim, bæði austur og vestur
um haf og lengra suður á bóg-
inn en nokkru sinni fyrr.
íslenzkir farmenn kanna því
oft nýjar og áður óþekktar slóðir
og sigla til nýrra hafnarborga,
en þar eru fyrir margir sauðir
og harla misjafnir, sem hætta
getur stafað af, sérstaklega fyr-
ir unga og óreynda sjómenn, og
er þá aldrei of varlega farið.
Fyrir skömmu birtist í sænska
tímaritinu Sjömannen frásögn af
einu slíku „ævintýri," sem 17 ára
viðvaningur á sænska skipinu
Industria lenti í.
Skipið lá í höfninni í borginni
Agadir í Marokkó, en í þessari
borg urðu miklir jarðskjálftar
fyrir nokkrum árum, sem lögðu í
rúst hluta hennar.
Uppi á f jallstindi uppfrá miðri
borginni stóð gömul kastalabygg-
ing, sem freistaði hinna sænsku
sjómanna, sem langaði mjög til
að sjá hana að innanverðu.
Hinn ungi Svíi, Börje Grenfelt
að nafni, var á gangi meðfram
höfninni þegar einkabifreið ók
upp að hlið hans. Ökumaðurinn,
velbúinn og kurteis Marokkóbúi,
gaf sig á tal við piltinn og spurði
hvort hann langaði ekki til að
skoða kastalann og bauðst til að
aka honum þangað. Grenfelt tók
þessu ágæta boði fegins hendi,
þakkaði hinum kurteisa manni og
settist við hlið hans í bifreiðina.
ökumaður var hinn skraf-
hreifnasti við farþega sinn og
tjáði honum meðal annars að
hann starfaði við lögregluna í
borginni. Þegar komið var um
miðja vegu upp fjallshlíðina
stöðvaði hann bifreiðina skyndi-
lega og á fáförnum stað. Skipti
þá engum togum að Marokkóbú-
inn gerðist nærgöngull við pilt-
VÍKINGUR
Hinn ungi sjómaSur í reifum eftir heljar-
stökkið.
inn, sem skyldi þegar að hér var
kynvillingur á ferðinni.
Greip hann þá ofsahræðsla, og
reif hann upp bílhurðina, henti
sér út með þeim afleiðingum að
hann féll átta metra niður fjalls-
hlíðina. Þegar Grenfelt kom til
sjálfs síns eftir fallið var bifreið-
in horfin.
Hann náði við illan leik um
borð í skip sitt og kom þá í ljós
að hann hafði meiðst illa á fæti
og hálsi, þá hafði hann rifbeins-
brotnað og vinstri handleggur
var einnig brotinn.
Sænska velferðarráðið hefir
sent út viðvörun vegna atburðar
þessa og sem hið sænska blað
undirstrikar sérstaklega:
Ferðizt aldrei einsamlir með út-
lendum og óþekktum persónum.
Trúið ekki að þeir séu það, sem
þeir látast vera, jafnvel lög-
reglufulltrúar.
Leggið aldrei trúnað á hvað ó-
þekktir menn í erlendum höfnum
reyna að fá ykkur til að halda
um þá. í mörgum tilfellum getur
einfeldni og trúgirni kostað ykk-
ur lífið sjálft. G. J.
ENGIN KEÐJA
ER STERKARI
EN VEIKASTI
HLEKKURINN
TRYGGING ER
NAUÐSYN
ALMENNAR
TRYGGINGAR
PÓSTHÚSSTRÆTI
Sími 17700
217
XIL 0)