Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Síða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Síða 20
Frívaktin r*/s /V /f/./?/;& 2 Kæra frú. Með skynsamlegri lifn- aðarháttum getið þér orðið 20 ár- um eldri. — Eruð þér bandvitlaus læknir, ég sem er alltaf að reyna að verða 20 árum yngri. * Hann: Ég kem beint frá spákonu og hún sagði mér að þú elskaðir mig ekki. Hún, þurrlega: Þú þurftir ekki að eyða peningunum þínum í spá- konu, þetta gat ég sagt þér ókeypis. * Björnstjeme Björnsson skáldjöf- ur Norðmanna ferðaðist stundum erlendis. Eitt sinn er hann skyldi fara til Parísar var Karólína kona hans áhyggjufull, ef nú hann lenti í ævintýri. — Og það skal ég segja þér Björnstjeme, að ef þú verður mér ótrúr í Parísarferðinni, þá hoppa ég niður af svölunum! Björnstjeme lofaði öllu fögm. Þegar Björnstjerne kom til baka að hálfum mánuði liðnum, stóð frú Karólína á svölum hússins. Björn- stjerne veifaði henni með gleiðu brosi og hrópaði: — Hoppaðu Karó- lína mín, hoppaðu! Blaðamaður var eitt sinn að yfir- heyra háttsettan stjórnmálamann: — Og hvaða tvær bækur hefir yður þótt vænst um í lífi yðar? — Matreiðslubók móður minnar, og ávísanabók föður míns, svaraði hinn um hæl. * — Þér hugsið alltof mikið um peninga, sagði sálfræðingurinn við taugaóstyrkan sjúkling. Hættið að hugsa um þá og þér skuluð sjá að allt lagast. Fyrir skömmu hafði ég hér annan sjúkling, sem gat ekki sofið fyrir áhyggjum út af skuld sinni við kaupmanninn. Ég gat fengið hann til að gleyma skuldinni og nú sefur hann ágætlega. — Já, ég þykist vita það, and- varpaði sá taugaóstyrki. Ég er nefnilega kaupmaðurinn. * Brúðarmarsar, sem leiknir eru við hjónavígslur minna mig ávallt á hergöngulögin, sem leikin voru til þess að herða hermennina, áður en lagt var til orustu. Heine. * Laumuf arþeginn er plága um borð í skipinu. Á sama hátt og ófélags- bundinn sjómaður er það fyrir fé- lagssamtökin. * Ræðusnillingurinn móðgar ekki með orðum sínum, hinn vitri leið- togi flytur mál sitt af varúð og lægni. * Varaðu þig á geithafumum framan frá, hestinum aftan frá — og mönnunum frá öllum hliðum. * 224 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.