Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Blaðsíða 22
Bátar og formenn í Vestmannaeyjum „GlaSur“ 16.00 tonn. SmíðaSur í Noregi 1925. „Gúlla“ 15.57 tonn. Smíðuð í Noregi 1924. „Gunnar Hámundarson“ 17.00 tonn. SmíSaSur í Noregi 1924. Sigurður Þorsteinsson, Nýja- bæ, er fæddur 2. febr. 1888 á ísa- firði. Foreldrar: Þorsteinn Þor- steinsson og Elísabet Jakobsdótt- ir. Sigurður byrjaði ungur sjó- mennsku á ísafirði. 17 ára er hann orðinn formaður í Þorgeirs- firði og upp frá því er Sigurður formaður víðsvegar við Eyja- fjörð í fjölda sumur, en á vetr- um er hann á Isafjarðarbátum. Sigurður fór alfarinn til Vest- mannaeyja 1922 og er þá véla- maður á bát þar í einn vetur. 1925 byrjar Sigurður formennsku á „Kára I,“ síðar er Sigurður með eftirtalda báta: „Glað,“ „Hjálpara," „Auði“ allt fram til 1938. Sigurður var mesti dugnað- arformaður og er hann löngu þekktur maður um Norðurland og Vestfirði fyrir dugnað. Hann var alla tíð góður aflamaður. 226 Benóný Friðriksson, Gröf, er fæddur að Gröf í Vestmannaeyj- um 7. jan. 1904. Foreldrar: Frið- rik Benónýsson og Oddný Bene- diktsdóttir. Benóný byrjaði sjómennsku um fermingu á opnum bát og varð fljótlega formaður og aflasæll. Á vertíð réri Benóný fyrst á „Nan- sen“ með Jóhanni á Brekku allt til 1926, þá byrjar Benóný for- mennsku á m.b. „Gúllu.“ Eftir það er Benóný með eftirtalda báta: „Gottu,“ „Heklu,“ sem var enskur bátur, „Gulltopp," „Sæv- ar,“ „Þór,“ „Andvara,“ allt til 1954, þá tók hann við „Gullborgu“ og var aflakóngur á henni allt til 1959 að báðum árum meðtöldum og aftur 1961. Benóný hefur alla tíð verið í toppnum sína löngu formannstíð og er fyrir löngu Framh. á bls. 235 Vigfús Sigurðsson, Pétursborg, er fæddur á Seyðisfirði 24. júlí 1893. Foreldrar: Sigurður Vig- fússon og Ingibjörg Bjömsdótt- ir. Vigfús flutti með foreldrum sínum alfarið til Vestmannaeyja 1908. Vigfús byrjaði ungur sjó- mennsku í Eyjum á ýmsum bát- um allt til 1920. Þá byrjar hann formennsku á m.b. Blíður. Eftir það er hann með eftirtalda báta: „Gústaf,“ „Kap,“ „Gunnar Há- mundarson," sem hann átti á- samt fleiri mönnum og hafði for- mennsku á honum fram yfir 1930 og síðast er Vigfús með m.b. „Snig.“ Eftir það hætti Vigfús formennsku og stundaði útgerð í nokkur ár. Vigfús var þrekmaður við sjó- inn og aflamaður góður. * * VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.