Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Síða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Síða 27
alltaf verið, og verður alltaf það sem þjóðin verður að treysta á. Saga þjóðarinnar hefur verið tengt hetjulegri baráttu, sem forfeður okkar háðu, bar- áttu gegn hafís og eldgosum, einnig hefur sagan greint okkur frá harðindum vegna slíkra vágesta, sem oft hafa haft í för með sér hungur og sjúk- dóm, og valdið oft á tíðum dauða alltof margra manna. Með aukinni tækni hefur skapast meira öryggi, og um leið minnkandi ótti við áðurnefnda vágesti, og væri ekki úr vegi að benda á, að áður fyrr fylltust menn ótta og kvíða, þegar eldurinn í iðrum lands okkar setti sinn kraft fram. En þegar Hekla gaus 1947, og nú þegar ný eyja rís úr sjó, að þá, í stað þess að fyllast ótta og skelfingu, fara menn í hundraða, ef ekki þúsunda tali í skemmti- ferð, til þess að sjá áðumefnda vágesti. Eins og ég gat áðan, hafa siglingar ætíð verið það sem Islenzka þjóðin hefur getað treyst á, varð- andi flutninga til og frá landinu. Sagan hefur greint okkur frá ferðum manna eins og Naddoðar, Garðars Svavarssonar, Hrafnaflóka, Ingólfs, Hjör- leifs o.fl. Þessir menn fundu landið, og sumir þeirra numu bólfestu í landinu. Landnámasaga íslands er það stórbrotin, að ekki er nokkur leið að rekja hana hér, þó ég hafi talið rétt að minnast hennar lítið eitt. En sagan heldur áfram. Ég nefndi áðan siglingar, og væri ekki úr vegi að við stöldruðum nokkuð við, og athuguðum hvað siglingasaga þjóðarinnar hefur við okkur að tala. Það mun hafa verið árið 1778 sem fyrstu reglulegu póstferðir milli Islands og Kaupmanna- hafnar hófust. Allur póstflutningur til og frá ís- landi hafði áður verið fluttur með verzlunarskip- um einokunarkaupmanna, en þau komu ekki venju- lega til Kaupmannahafnar fyrr en í ágústmánuði, en landsstjórninni þótti óþægilegt að fá ekki frétt- ir eða embættisskjöl fyrr en svo seint á árinu. Um skeið voru notuð seglskip til þessara póstferða, og síðasta seglskipið sem var í póstferðum til íslands hét „Sölöven" 108 smálestir að stærð. Það fór þrjár ferðir á ári milli Kaupmannahafnar og Reykjavíkur og Liverpools, og til baka. Þessar ferðir voru farnar að vetrarlagi. Sölöven fórst í ofsaveðri við Lóndranga í Snæfellsnesi árið 1857. Árið 1858 gerði landsstjórnin samning við Hið almenna danska gufuskipafélag, um að það félag héldi uppi föstum gufuskipaferðum milli Kaup- mannahafnar og Reykjavíkur með viðkomu á Eski- firði, og varð það fyrsta áætlun um gufuskipa- ferðir á íslandi, og voru famar 6 ferðir á ári til og frá landinu á þennan hátt og var notað skip er Arcturus hét, það gat flutt vörur, sem svöruðu til 120 lestum, og pláss fyrir farþega voru 30. Þeg- ar skipið kom til Reykjavíkur 27. apríl 1858, var því fagnað mjög, enda var hér um þátíma nýsköp- un á samgöngumálum þjóðarinnar að ræða. VÍKINGUR Nú skulum við snúa okkur frá árinu 1858 til ársins 1914. Þegar Eimskipafélag íslands var stofnað 17. janúar 1914, hófst nýtt tímabil í samgöngumálum þjóðarinnar, og átti sú félagsstofnun rætur sínar að rekja til langrar þrár þjóðarinnar til að eignast sín eigin skip með sinni eigin skipshöfn. Það mun hafa verið ætlunin með stofnun Eim- skipafélagsins, að það myndi bæta úr flutninga- þörf þjóðarinnar, og eru fólksflutningar að sjálf- sögðu þar meðtaldir. Fljótt eftir fyrri heimsstyrjöld, og allt til þeirr- ar síðustu, hélt félagið uppi fastri áætlun allt árið með tvö skip milli Kaupmannahafnar og Reykja- víkur, með viðkomu í brezkri höfn og Vestmanna- eyjum, og síðasta áratuginn fyrir síðustu heims- styrjöld, einnig með tvö skip milli Hamborgar og Reykjavíkur, einnig með viðkomu í brezkri höfn og Vestmannaeyjum, og fóru öll þessi skip síðan vestur og norður á land. Á þessum tíma hélt félagið einnig uppi föstum áætlunarferðum með einu skipi milli Kaupmannahafnar og Djúpavogs, með viðkomu í brezkri höfn. Það skip fór svo frá Djúpavogi um Austfirði, norður fyrir land til Skagafjarðar- og Húnaflóahafna. Skipaútgerð ríkisins er stofnuð 27. desember 1929, og hefur frá þeim tíma haft með strandferðir við ísland að gera. Þetta yfirlit lýsir, svo ekki verður um villzt, þeirri öru þróun siglingamála íslendinga. Þessi þró- un kallar á aukin viðskipti m.a. á því að byggja upp skipastól þjóðarinnar. Inn á þá sögu ætla ég ekki að fara, nema ræða þann þátt, sem Álaborg á í þeirri þróun. Skipasmíðastöðin Aalborg værft A/S hefur byggt fyrir Islendinga 7 skip, og eru tvö skip í smíðum hjá skipasmíðastöðinni. Skipin, sem smíð- uð hafa verið eru þessi: Laxfoss, byggður 1935, Esja, byggð 1939, Ilekla, byggð 1948, Þór, varð- skip, byggt 1951, Selfoss, byggður 1958, Óðinn, varðskip, byggt 1959 og Brúarfoss, byggður 1960. Um þessar mundir er eitt þessara skipa í flokk- unaraðgerð hér í Álaborg. Það er Esja, sem 17. september s.l. átti 25 ára afmæli. Virðulegir gestir. Hér að framan hef ég leitast við að rekja siglingasögu íslenzku þjóðarinnar í stórum dráttum. Inn í þá sögu tvinnast mikilvæg viðskipti milli íslendinga og Álaborgar, viðskipti, sem eiga eftir að eflast mikið í náinni framtíð. Vegna þessara auknu viðskipta er nauðsynlegt, að þeir Islendingar, sem búa hér í Álaborg, eða dvelja um lengri eða skemmri tíma, haldi hópinn sín á milli, og einnig með þeim, sem starfað er með, en þó á vissan hátt. Éitt mál, sem vinna þarf að, er að takast mætti vinabæjatengsl milli Álaborgar og einhvers bæjar á Islandi. Að vísu er einkennilegt að slík tengsl 231

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.