Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 11
— Það var fiskur alls staðar, hvar sem borið var niður á þess- um árum. __ * __ Ingvar var síðan áfi'am á Marz- inum með Þórarni Olgeirssyni og þar næst Þorsteini í Bakkabúð. __ * __ — Hvernig féll þér við Þor- stein ? — Þetta var einstakur öðling- ur. Hann var aflamaður, sótti fast, en var manna ósérhlífnast- ur við sjálfan sig, en einstakt prúðmenni við mannskapinn. — Hann heilsaði okkur blókunum með handarbandi á götu og tók ofan fyrir okkur, og var það ó- líkt öðrum skipstjóra, sem ég hafði verið með, sem mæltist til þess, að við heilsuðum honum ekki og hann lézt ekki þekkja okk- ur. Þorsteinn var bæði höfðingi og öðlingur. __ * __ Ingvar var síðan áfram á Marz- inum, eftir að Þorsteinn sleppti honum og þá með nafna sínum Ingvari Benediktssyni og þar byrjaði liann stýrimannsferil sinn, leysti af Aðalstein Pálsson. Ingvar tók próf frá Stýri- mannaskólanum um vorið 1915 og var síðan bátsmaður á Marzinum. Þessir tveir elztu togaraskipstjór- ar núlifandi, sem hér segir frá, þeir Ingvar og Guðmundur Guð- jónsson, ásamt Steingrími, síð- ar bónda í Flekkuvík efndu til fyrsta sjómannaverkfalls, en þar sem það var nánast einkaverkfall þessara manna og aðrir af skips- höfninni skárust úr leik, þegar á hólminn var komið, hefur þetta verkfall ekki komizt á bækur, en líkast til er það fyrsta „verkfall- ið,“ sem sögur fara af, og þó fremur tilraun til verkfalls. — Þetta var í fyrra stríðinu og skip- ið átti að sigla með ísfisk til Eng- lands. Þessir þrír komu sér sam- an um að heimta áhættuþóknun eða stríðstryggingu. Þegar þeir höfðu vakið máls á þessu, vildu aðrir af skipshöfninni vera með. Allir skipverjar voru nú kallaðir VÍKINGUR Ingvar Einarsson. fyrir og leiddir fyrir útgerðar- stjórann einn og einn í senn og gugnuðu allir utan þessir þrír forgöngumenn. __ * ___ — Voruð þið ekki reknir af ? — Nei, en það var ákveðið að við fengjum aldrei pláss á öðru skipi en Marzinum. Ekki reynd- ist þó hald í þessu, því að mér var boðin stýrimannsstaða mánuði síðar, og fór ég þá á Þorstein Ing- ólfsson til Guðlaugs Ulugasonar. Þorsteinn Ingólfsson hafði verið keyptur í Hollandi 1916 um leið og Þór, sem Jóel Jónsson var með og komu þeir upp samskipa. — Hvað kanntu að segja mér um Guðlaug Illugason? — Guðlaugur hafði verið á tog- urum í Bretlandi áður en hann tók Þorstein. Hann fór síðan til Ameríku, Boston, og svo heyrði ég að hann hefði flutzt til Los Angeles. Synir hans fóru út með honum. __ * ___ Þegar Þorsteinn Ingólfsson var seldur 1927 fór Ingvar á danska skonnortu og var í siglingum til Spánar í rúmt ár. Þar næst var hann stýrimaður og nótabassi hjá Birni Jónssyni í Ánanaustum á kútter Sigríði. Haustið 1919 réð- ist Ingvar stýrimaður til Sigur- jóns Mýrdals á Ými frá Hafnar- firði, en í september 1921 fór hann til Gísla Oddssonar á Leifi heppna. __ * ___ — Var Gísli eins mikill afreks- maður og af er látið? — Já, Gísli Oddsson var af- reksmaður í allan máta. Hann var afburða fiskimaður, sjómaður góður og ágætis drengur. Það má nefna sem dæmi um það, hvað Gísli var drenglundaður, að aldrei greip hann inní að toga, ef ég var að því og vel aflaðist. Hann tók ekki við fyrr en hann byrjaði að tregast. Hann lagði sig líka fram um að kenna manni, en hann var allra manna kunnugastur veiði- slóðum. — Var hann ekki harðjaxl við mannskapinn ? — Ekki fannst mér það. Hann skipti sér til dæmis ekki af mannaráðningum meðan ég var hjá honum, heldur lét mig um það. Einu sinni var það, að með okkur var fátækur maður, en lið- ónýtur. Þegar við vorum á leið inn úr túrnum, sagði Gísli við mig: — Ég veit þú vilt reka þennan mann. Hann er bláfátækur. Held- urðu að þú lofir honum ekki að vera með annan túr, svo að hann nái að vinna fyrir hlífunum sín- um, þó ekki sé meira. __ * ___ Mér var sama. Það voru vík- ingar þarna um borð á Leifi, og það skipti ekki máli, þó að eitt rúm væri ekki velskipað. — Hélt Gísli lengi til? — Ekki lengur en aðrir ýmsir og það var það eina, sem hann hlutaðist til um við mig, það var einmitt það, að honum þótti ég halda of lengi til, ef hann skellti á og ég var á vakt. Einu sinni vorum við að bæta á minni vakt og fengum á okkur sjó og það flutu út tveir menn, annar á bak- borða, en hinn á stjómborða. — Sigurjón Einarsson náði í annan, en ég í hinn. Þessi sem Sigurjón náði í, var mágur minn, mikill 151

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.