Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 14
Morgunstund í Vélskólanum Skólastjóri Vélskólans í skrifstofu sinni. SjómannablaSiö Víkingur fór fyrir nokkrum dögum upp í Vél- slcóla til aö kynnast lítiUega nokkrum mönnum, sem stunda nám á 2. stigi. Það sem merkilegt er við þenn- an hóp manna er þaö, að þeir setj- ast á skólabekk nú all rosknir. Aldur þeirra er 35—59 ár. Hafa þeir starfað sem vélstjórar á fiskibátaflotanum um langt ára- bil, sumir 20—30 ár, en svo langt er síðan þeir luku vélstjóraprófi frá Fiskifélagi íslands, sem þá hafði vélfræðikennslu 1. stigs á sínum vegum. Með stækkun véla og flóknari úbúnaði urðu réftindi þessara manna takmörkuð, þar sem al- geng vélarstærð i fiskiskipum er nú 800—1000 hestöfl. En með nú- gildandi lögum gefur 1. stigið 500 hesta rétfindi. Að vísu hafa þessir menn unn- ið á undanþágu við stærri vélar um lengri tíma með góðum ár- angri, en þeir vildu ekki lála sér það nægja, heldur hópuðu sig og fóru fram á að stunda nám við Vélskólann á 2. stigi, sem nú veit- ir 1000 hestafla réttindi. Með tilliti til þeirrar miklu reynslu, sem þessir menn hafa, er námstími þeirra nolclcuð skemmri en skólareglugerðin segir til um, eða 3 mánuðir, þá er sérstölc á- herzla lögð á námsgreinar, sem ætla má að komi að gagni öðrum fremur, þar sem reynslan er svo löng. Effir að hafa heilsað upp á „öldungana“ i vélfræðitíma hjá Guðmundi Péturssyni, vélfræði- lcennara, skruppum við inn til skólastjóra, Gunnars Bjarnason- ar, og ræddum við hann smá stund. Sagði hann áhuga þessara manrui mjög mikinn á námsefn- inu. Þeir væru 33 að tölu og störf- uðu við nám í skólanum U6—U8 stundir á viku. Aðal áherzla er lögð á vélfræði og rafmagnsfræði, bæði bóklega og verklega, þá er og lcennd kælitækni og mikil á- herzla lögð á smíðar, og þá eink- um rafsuðu og logsuðu, en slík tælci eru nú um borð í flestum skipum og algjörlega ómissandi við ýmsa vinnu, sem framkvæma þarf um borð. Skólasfjórinn kvað skólann nú ráða fyrir sæmilegum útbúnaði við smíðakennslu, en hana ætti að auka að verulegu leyti, því að það væri trú sín að miklu betri árangri mætti ná í smíðum með verklegri smíðakennslu innan skólans, en áður hefði verið með gamla laginu í smiðjunum, og til þess þyrfti miklu skemmri tíma. Þá kvaðsf skólastjórinn vera að fá kennslutæki, sem skólinn hefði keypt í sjálfvirknibúnaði véla. Verða tækin almenningi til sýnis á sjávarútvegsmálasýningunni í Laugardalnum, sem opin verður 28. maí til 11. júni n.k. Kosta slik kennslutæki 225 þús. krónur, en mjög mikil nauðsyn er að skól- inn fái slikan útbúnað til umráða. Skólastjórinn, sem áhugasamur er að fylgjasf með nýjungum, vinnur nú við að þýða erlendar bækur um sjálfstýritæki. Hyggst hann gera þýðinguna að kennslu- bók fyrir Vélskólann i þessari grein. Mun bókin verða tilbúin á næsta hausti og hefst þá kennsl- an. * Ég verð að segja, að það var mikil ánægjustund að ganga um salarkynni Vélskólans og sjá þá grósku, sem á sér stað innan veggja skólans og lcynnast hinum mikla áhuga skólastjórans á að 154 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.