Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 35
Tcikningin, sem fannst af Sancte Sophie. láta byggja tvö stór herskip og önnur tvö minni til styrktar sænska flotanum. Þetta hafði þau áhrif 1 Dan- mörku að Kristján fjórði pantaði umsvifalaust tvö stór herskip í sama tilgangi og Svíakonungur. Annað hinna nýju sænsku skipa var „Vasa,“ en hið danska var „Sancte Sophie,“ sem oft gekk undir nafninu „Store Sophie.“ En sá varð munurinn á þessum tveim fleytum að VaSa hlaut skjót og óvænt örlög vegna smíðagalla, sem gerði það algerlega ósjóhæft, en „Sancte Sophie“ reyndist hið ágætasta skip á þeirra tíma vísu og varð mikill styrkur danska flotanum í 20 ár. — Hitt skip Kristjáns fjórða hét „Tre Kron- er.“ Smíði þess var hafin í Hol- steinsborg, en henni varð aldrei lokið vegna þess að hersveitir Wallensteins eyðilögðu skipa- smíðastöðina í Keisarastríðinu.— Þetta breytti flotahlutföllunum mjög í óhag fyrir Danmörku, en Kristján fjórði fékk þó nokkra huggun við hin hörmulegu örlög „Vasa,“ sem jafnaði hlutföllin að miklum mun. Enda þótt „Sancte Sophie“ sé ekki af sömu gerð og hin gömlu dönsku herskip, sem líkön eru til af, bæði á Holmensafninu og hjá flotanum, þá vita menn hvernig skipið leit út. 1 safni danska flot- ans eru til útlits-teikningar af skipinu. Á síðustu öld fundust nokkrar skipa-teikningar uppi á háalofti í Rosenborgarhöll, og við VÍKINGUR konunglega tilskipun 1832 voru þær rannsakaðar mjög nákvæm- lega. En menn komust þá ekki að nánari niðurstöðum, en að þær væru frá tíma Kristjáns fjórða. Síðar hefur flotasérfræðingum tekist að sanna að ein þeirra er af „Sancte Sophie,“ en þær eru hinar elztu, sem til eru í landinu. (Sjá meðf. mynd). 1 bréfum, sem geymst hafa frá tímum Kristjáns fjórða, ásamt ýmsum reikningum og öðru, sem gefa góða hugmynd um hvernig skipið var smíðað og um útbúnað þess. Þá er til skrifuð lýsing á skipinu eftir franska sendiherr- ann Carl Ogier, eftir heimsókn hans um borð árið 1643. „Sancte Sophie“ er smíðað á Hallareyjunni í Nakskovfirði þar sem Hans konungur reisti fyrstu herskipasmíðastöð sína, og sem segja má að danski flotinn hafi verið staðsettur í seinni tíð. Smíði þess var stjórnað af hin- um konunglega byggingarmeist- ara Daniel Sinklar, sem var skozkur aðalsmaður í danskri þjónustu. Þegar á þeim tímum skipa- bygginga höfðu menn tekið upp þá tækni að gera teikningar. Þá var „þumalfingursreglan“ úr sög- unni, en fastar reglur komnar varðandi lestatal, stöðugleika, seglbúnað og fallbyssu-fyrir- komulag. Eftir þessum teikningum var svo efniviðurinn sniðinn og unn- inn. Vitað er að timbrið, sem fór í „Sancte Sophie,“ var tekið úr skóginum við Halsted og Maribo klaustrin. Þetta var traust og gott skip. Efniviðurinn var af óygnju sver- leika og styrkleikinn eftir því. Enda kom í ljós að það reyndist afburða sjóskip og góður siglari. Lengdin var rúmar 56 danskar álnir og mælikvarðinn 1:48. Kjöl- lengd 35,2 metrar og breidd 10,7 metrar. Sennilega hefir „Sancte Sophie“ verið eitt af fyrstu skip- unum með þrjú þilför. Það voru tvö fallbyssu-þilför og rúmaði hvert 18 fallbyssur, en á neðsta dekki mátti koma fyrir 16. Hvað vopnabúnað snerti var „Sancte Sophia“ ekki jafnoki „Vasa,“ sem hafði 64 fallbyssur, stærri og þyngri en þessi mikli yfirþungi mun þó hafa átt sinn þátt í því að skipinu hvolfdi. Smíði Sancte Sophie“ tókþrjú ár. Var það þegar afhent á Brimarholm og innritað á flota- listann. Það tók þátt í flestum sjóorustum, sem háðar voru í stjórnartíð Kristjáns fjórða og var við mörg tilfelli forustuskip. Einhverjar breytingar munu hafa verið gerðar á skipinu, en sjálft byggingarlagið hélst alltaf ó- breytt. Það er mögulegt að í sum- um tilfellum hafi fallbyssum ver- ið f j ölgað í 64, en þegar það fórst, voru þær 54. Vissulega hefir herskip eins og „Sancte Sophie“ haft sína sögu- legu þýðingu í sjóhernaðarsögu danska einveldisins. Þetta trausta herskip hefir verið búið að fá margar eldskírnir á löngum tíma þegar það hlaut sín dapurlegu ör- lög fyrir utan Gautaborg. Þýtt úr Ingeniören. G. Jensson. 175

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.