Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 13
ViS vitum ekki hvaða menn þa8 eru, sem sjást hér á myndinni. Biðjurn við þá, sem þaS geta upplýst aS hafa tal af okkur eSa skrífa. verið á aflabrögðum, þegar þú byrjaðir og þá er þú hættir? — 0, maður lifandi. Það var sama hvar trollinu var dyfið í fyrstu árin, kjaftfullt troll eftir kortér eða tuttugu mínútur, en síðustu árin var hvergi nema reytingur og sarg. Botnvarpan skemmir gróðurinn á sjávarbotn- inum og snurrvoðin þó enn meira. Það er alröng kenning, að ekki sé gróður á sjávarbotni eftir að kemur niður á 35 faðma dýpi. Fyrst, þegar maður var að toga á Halanum, kom margskonar gróð- ur í trollið, og þá var botninn á Halanum ósléttur og við hengil- rifum í sífellu, en síðustu árin gat maður togað þar klukkustundum saman án þess að rífa nokkurn tímann — þannig var búið að hefla botninn. Á fyrstu árunum, sem ég var með að toga á Halan- um, var nægur karfi, að vísu smár, uppi á 84 föðmum, en síð- ustu árin fannst ekki karfi á minna en 170 til 200 föðmum. __ * __ Það var svo árið 1944, að Ingv- ar fór út til að kynna sér síld- veiðar við vesturströnd Banda- ríkjanna og kom uppúr þeim leið- angri með Fanneyju,fyrsta fram- byggða bátinn hérlendis ogfyrsta íslenzka skipið, sem sigldi undir íslenzkum fána um Panamaskurð. Ingvar var þarna við veiðar í marga mánuði og stundaði þær frá San Fransisco. Úti fyrir vesturströnd Bandaríkjannaveið- ist allskonar fiskur og eru fisk- veiðarnar stundaðar þar fráfjöl- mörgum bæjum alla leiðina sunn- an frá San Diego til nyrzta odda Alaska. Yfirleitt eru notaðir bát- ar á stærð við Fanneyju, rúm- lega hundrað tonn, en þó voru þarna bæði stærri og smærri bát- ar. Þarna sáust ekki annað en frambyggðir bátar og Norðmenn- irnir, sem þarna voru, sögðu Ingvari, að það þýddi ekki að bjóða mönnum að fara um borð í afturbyggða báta, eins og hér gerist. Þarna veiðist túnfiskur, síld, makríll, karfi og þorskur, en ýsu sá Ingvar þarna ekki. Geysi- VÍKINGUR legt magn er þarna oft af síld, einskonar millisíld, og var Ingvar með að fá rúmlega hundrað tonna kast, en hann heyrði sagt að fengjust hefðu þarna 600 tonna köst og hefur þá nótin sjálfsagt staðið botn, því að þarna er grunnsævi, sem síldin er veidd á, tuttugu, þrjátíu faðmar og voru næturnar af þeirri dýpt, en 200 faðma langar. Ekki þótti Ingvari menn sækja þarna fast sjóinn, en duglegir verkmenn voru þama innan um og það vakti athygli Ingvars, að enda þótt þeir sæktu frá hinni frægu gleðiborg San Fransisco, sá hann aldrei sjó- mennina víndrukkna við land og voru þetta hinir mestu reglumenn í öllu sínu atferli, og ágætir fé- lagar. Kostulegar og spennandi þóttu Ingvari túnfisksveiðamar. Túnfiskurinn veður ofansjávar í torfum og getur orðið að lengd á við meðalmann, en algengast er að hann sé uppundir metra á lengd. Túnfiskurinn er yfirleitt veidd- ur með stöngum og agnhaldslaus- um önglum. Egnt er fyrir hann með lifandi smásíld, sem geymd er í sjótönkum í bátunum. Veiði- mennirnir raða sér í smálaupa utan á síðu eða lunningu bátsins, og þegar túnfiskurinn hefur hnappast í torfu í smásíldinni, sem egnt er fyrir hann, er hann húkkaður og svift inn á dekk. Eins og alþjóð veit, stundaði Ingvar ýmiskonar veiðitilraunir á Fanneyju á árunum 1945 til 1948, en þá fór hann að sækja Hæring og var með hann þar sem það fræga skip gekk. Þegar frægðarsaga Hærings var öll, var Ingvar við síldarleit á sumrum, en þegar hann var byrjaður sjö- unda áratug ævi sinnar, fór hann á skóla að kynna sér fiskimat og vann síðan hjá Sölumiðstöðinni um níu ára skeið, en þá var kom- ið að endapunktinum í starfiskip- stj órans, vaktmannsstarfinu. — Laun hins íslenzka ríkis til þess- ara þegna sinna, fiskiskipstjór- anna, sem hafa átt strangasta ævi allra íslenzkra þegna og afkastað mestu til hagsbóta þjóðinni eru engin, en hins vegar haf a góðhj art- aðir menn hjálpað öldungunum, þegar þeir koma í land útslitnir og af sér gengir og útvegað þeim vaktmannsstöðu á nóttum. Hver Framh. á bls. 172 153

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.