Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 33
Ævintýri frá hafsbotninnm Hansa „kuggur“ — hugmynd teiknara. Það eru fleiri merkilegir hlutir á hafsbotninum en víkingaskipin í Hróarskeldufirði. Einnig eru fleiri gátur í hinni yfirgripsmiklu sögu skipanna, sem lausn gæti fengizt á botni hafsins. Með fundi skipa frá elztu tím- um, úr mýrarflákum og af hafs- botni hafa menn getað rakið þró- unina alla vegu til víkingaskip- anna. Með samsetningu flakanna af þessum skipagerðum við sam- anburð á fundum slíkra skipa í Noregi og í Svíþjóð, hafa fengist upplýsingar um hvernig þau hafa litið út og á hvern hátt þau voru smíðuð, um notagildi þeirra og siglingahæfni. En eftir tímabil víkingaskipanna virðist koma eyða í hina sögulegu vitneskju um norræn skip. Það hefir bókstaflega myndast harla einkennileg eyða í vitneskju um norrænar siglingar. Við lok víkingatímabilsins og frá miðöld- um glata hinar norrænu þjóðir sögulegum þræði siglingatímabils, sem hafði borið hátt hjá þeim um aldaraðir. Siglingar og verzlun færist yf- ir í hendur norður-þýzkra borga; til Hansastaðanna. Þeirkomasigl- andi inn á svið sögunnar á nýj- um skipagerðum, sem fullnægðu betur kröfum þeirra tíma. Þetta voru einskonar barkskip, en um þau liggja fyrir óljósar upplýs- ingar, og hér hefur komið eyða í hina sögulegu þróun. Um þessa „kugga“ er lítið vitað, nema af óljósum upplýsingum og mjög ó- nákvæmum kirkjumálverkum. Það var ekki fyrr en upp úr 1500, að við öðlumst á ný nokkra vitneskju um norrænar skipa- gerðir, og um 1600 náum við fyrst „á þurrt“ því frá þeim tím- um liggja fyrir útlitsteikningar af dönskum skipum. Hansaskipin gömlu voru ger- ólík víkingaskipunum og höfðu meiri sjóhæfni. Svo virðist, að hinar norrænu þjóðir hafi haldið sig alltof lengi við hinar gömlu skipategundir frá víkingatímabil- inu, eins og súðbyrðingurinn, sem nú hefir fundist í Hróarskeldu- firði ber með sér. VÍKINGUR Hann hefir verið allgott sjó- skip, en burðarmagnið var lítið og hann dugði ekki til þyngri flutninga. Til þess þurfti sterk- byggðari og rúmbetri skip. Verzl- unin yfir hafið jókst og í lok mið- aldanna kom í vaxandi mæli flutningur á korni, síld í tunn- um, málmur og aðrir rúmfrekir þungaflutningar. Hansaskipin voru vel hæf til þeirra verkefna og með þessum skipum sínum lögðu Hansakaup- menn undir sig verzlunarflutn- ingana. Fleiri atriði hafa eflaust komið til greina við að Hansa- kaupmenn sigruðu svo gersam- lega í samkeppninni um flutn- inga á sjó, en byggðarlag skipa þeirra hefir þar átt sinn megin- þátt. Það gefur einnig auga leið að smíði hinna stærri og traustari skipa þeirra útheimti stærri og kostnaðarsamari byggingastöðva, en við smíði súðbyrðinga.Til þess þurfti mikið fjármagn, en það höfðu Hansakaupmenn í ríkum mæli. Hansaskipin áttu sér aðra þróunarsögu en hinar norrænu langskipagerðir. Þau voru eins- konar framhald hinnar gömlu frísnesku skipa, sem stækkuðu og breyttust um alda skeið og sam- hæfðust þörfinni til þungaflutn- inga. Það voru því rúmgóð skar- súðuð skip með virkisbyggingum á skut og í stefni, fyrst með einu mastri, en síðan með tveim. Þessi tvö virki reyndust mjög sterk vörn gegn sjóræningjaskipum, sem mikið var af, eða öðrum ó- vinum Hansakaupmanna. Munurinn á verzlunarskipun- um og herskipum var ekki mikill og þetta byggingarlag varð hinna raunverulegu herskipa með fall- byssum, eins og við þekkjumfrá sköpun danska flotans á dögum Hans konungs. Eyðan í vitneskju okkar um Hansa-„kugginn“ nær sem sagt í stórum dráttum yfir þær aldir þegar hinar norrænu þjóðir lágu í skugganum frá Hansastöðvun- um, einnig stjórnmálalega. Á landi er varla hægt að vita frekari deili á þessum Hansa- 173

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.