Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 28
Hann dró hægri fótinn á eftir sér, en del Tevere hopaði skref fyrir skref. „Á burt með þig, ellegar þú ert dauður.“ Allt í einu heyrði hann ein- hvern hrópa upp og koma hlaup- andi. Honum heyrðist það vera rödd d’ Aquila. Aftur heyrðist hinn óhugnanlegi hvellur frá skógarþykkninu. „Gerðir þú.. ..“ Síðasta orðið sat fast í hálsi hans, því að hræði- legt högg hitti hann á brjóstið. Hann féll á hnén og augun urðu stór af undrun. Del Tevere hafði ekki hitt hann. Nei, þarna lá del Tevere á jörðinni, meðvitundar- laus af blóðmissi. Og nú skildi hann allt saman. Skjögrandi á hnjánum setti að honum hlátur. Fyrst hló hann hátt og grimmilega, en brátt dró af honum. „Ha, ha. Blekkingin. Ég vissi þetta. Þið getið ekki barizt undan- bragðalaust, án svika. Þið getið ekki klárað ykkur gegn manni, sem virkilega þorir og vill berj- ast. Þið þurftuð byssukúlu til að ganga af mér dauðum. Ha, ha. Haldið bara áfram og gangið af mér dauðum, — en ég hefi á réttu að standa. Þið hafið hvorki kjama eða kraft í ykkur. Þið dugið ekki til neins, þið eruð bún- ir að vera... 1“ Hann lá enn þá á hnjánum og starði inn í skógarþykknið þaðan sem skothvellimir heyrðust, þeg- ar d’ Aquila náði til hans og hróp- aði hátt: „Corpo di Dio!“ Nei! Nei! Þessir bölvuðu bandittar og launmorðingjar! Þeir hafaaldrei verið Italir!“ Hann fleygði sér niður fyrir framan Hiram. Þá heyrðist enn eitt riffilskot. Greifinn sagði hljóðlega. „Ó, ó, og hné niður á jörðina við fætur Hirams, sem starði á hann og sá hann gefa upp öndina. En nú heyrðust skothvellir að aftur. Hershöfðinginn di Cav- azz og Ara-Pesca komu allir hlaupandi með skammbyssur í höndum sér. Hann sveið í augun undan skothvellunum úr þeim. Þeir ruddust inn í skógarþykknið. Það dró óðum af Hiram. Hann gat aðeins strokið laust um and- lit d’ Aquila. „Þar varst þú sak- laus minn gamli vinur,“ sagði hann þreytulega. „Við höfum enn- þá einu sinni ekki verið nógu for- sjálir. Hver getur nú borið um, hvort ég lét lífið af sverðshöggi, eða af by‘ssukúlu?“ Þeir hinir komu aftur út úr skógarþykkninu og drógu eitt- hvað á eftir sér. Hiram starði á þá og forvitnin ein hélt honum uppi gegn hinu vaxandi magn- leysi. Hinn hvíthærði di Brabazon hershöfðingi féll á kné við hlið Hirams og hrópaði með tárin í augunum: „Sjáið, sjáið. Ó, guð gefi yður kraft til að skilja það. Sjáið! Hann er enginn ítali. — Hann er nazisti. Sjáið! Við höf- um drepið hann. Riffillinn hans er þýzkur. Ég sver að hann er ekki einn af okkur. Það sver ég. Hann var huglaus fantur, útsendur til að myrða heiðarlegan mann. Sjáið, hér við fætur hans liggur sá sem lét lífið fyrir yður og fyrir heið- ur Italíu. Heldur vildi ég kjósa dauða, en að vita að þér trúið mér ekki.. . Di Cavazzo, sýnið honum skjölin, sem við fundum á þess- um leiguhundi, sem við drápum. Hrausti maður, sjáið þér þetta?" Hægt og rólega, því nú var sársaukinn tekinn að dofna, sagði Hiram Holliday: „Ég. .. . ég er sannarlega mjög glaður yfir að hafa sannfærst um að — ennþá — finnast heiðursmenn.“ Síðan hné hann hljóðlega áfram yfir líkið af þeim vini sínum, sem dáið hafði fyrir hann og fyrir heiðurinn. Sögulok. Það liðu tveir mánuðir þar til Hiram Holliday hafði náð sér svo vel að hann treystist til að takast á hendur ferð heim til New York. Beauheld hafði kallað hann heim. Fyrstu dagana eftir hið sögu- lega einvígi var hann talinn af; læknar töldu vonlaust að hann mundi halda lífi. Þeir skildu bók- staflega ekkert í því hvernig hann hjarði. Stundum var lífsneysti hans svo daufur, að þeir töldu hann dauðann. En einhver óskilj- anlegur innri lífskraftur fékk lífsneistan til að kvikna á ný, og þeir tilkynntu: „Hann lifir.“ Hann lá meðvitundarlaus í níu daga og hann grunaði ekki hver það var, sem vakti óþreytandi við sjúkrabeð hans, nætur og daga. * Og sólbjartan heitan dag í júní- mánuði sigldi hann frá Napoli með hinu stóra hafskipi „Rex.“ Hann var orðinn magur og föl- ur í andliti og gekk við staf. Hann gekk veikum skrefum upp á efra dekk, settist í dekkstól til að kveðja hina gömlu Evrópu. Skínandi bjarta sólhlíf Verúvíus- ar leið framhjá á vinstri hlið. Skipið hafði stefnu í norðurátt og leið framhjá hinni bláu strönd með ótal deplum, sem voru smáu þorpin á ströndinni. Hiram andvarpaði og muldraði: „Finis,“ en heim mun ég komast að lokum. Hann tók upp vindlingaveski sitt og starði á innskriftina á hinu slétta hvítagulli að innanverðu. Þar stóð skráð skrautstöfum: SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA Bárugötu 11 Sími 16593 Pósthólf 425 * Annast öll venjuleg spari- sjóðsviðskipti. Opið daglega kl. 13.80—17.30 föstud. kl. 13.30—18.30 laugardaga lokað. 168 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.