Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Blaðsíða 30
Minning: Þorkels Sigurðssonar, vélstjóra Fœddur 18. febrúar 1898 — Dáinn 1. marz 1969. Síðdegis 1. marz sl. barst mér andlátsfregn starfsfélaga míns, Þorkels Sigurðssonar. Hafði hann um morguninn verið á ferð í bif- reið sinni niðri í miðbæ Reykja- víkurborgar, en er hann hugðist leggja bifreiðinni á bílastæðið, leið hann skyndilega út af og var þegar allur. Slíkar fregnir af andláti manna setja jafnan að manni einkenni- legar hugsanir og minna á hverf- ulleik lífsins. Við sem þekktum Þorkel, viss- um reyndar, að hann gekk ekki heill til skógar og að endalok hans yrðu fyrr en varir með skyndi- legum hætti. Þó kom fráfall hans óvænt, þar eð Þorkell virtist með hressara bragði síðustu vikur og hinn áhugasamasti í öllum störfum sínum. Nokkrum dögum áður áttum við saman langar og alvarlegar umræður um bátakjörin og deilu bátasjómanna og útgerðarmanna, en Þorkell var mjög áhugasamur um málefni stéttar sinnar og þá ekki sízt sjómanna, sem hann þekkti sjálfur eftir langtoggiftu- drjúgt starf á sjónum. Ég minnist Þorkels fyrst af fé- lagsfundum vélstjóra fyrir rúm- um 20 árum. Þótti mér hann strax all athyglisverður, myndarlegur á velli og mikill málafylgjumaður togaramanna. Átti það jafnt við á félagsfundum sem á ritvelli. Að vísu var Þorkell ekki í hópi beztu ræðumanna, en tókst samt að fá menn til að hlusta á sig og vekja áhuga þeirra á margvíslegum á- hugamálum. í einkaviðræðum átti hann auðvelt með að sannfæra Þorkell Sigurðssoh. menn og fá þá til fylgis við góð- an málstað. Á ritvellinum var Þorkell af- burða penni, og liggja eftir hann tugir greina um margs konar málefni og þá helzt þau, er snerta sjómenn og sjávarútveg. Merkt rit, að vísu ekki stórt í sniðum, en mjög glöggt, liggur eftir hann. Er það Saga land- helgismáls Islands og auðæfi ís- lenzka landgrunnsins. Var hann ákafur talsmaður útfærslu land- helginnar og skynsamlegrar nýt- ingar hennar jafnt fyrir togskip sem önnur fiskiskip. — Margar skýringa- og áeggjunargreinar liggja eftir hann í þessu merka máli. Á yngri árum var Þorkell mik- ill íþróttamaður, einkum lagði hann stund á hlaup, sund og róðra. Vann hann mörg afrek á því sviði. Átj án ára gamall hóf hann nám í vélsmíði og lauk iðnskólanámi. Eftir það fór hann í Vélskólann og útskrifaðist þaðan með vél- stjóraprófi árið 1921. Verða þá þáttaskil í lífi Þorkels og hann gerist vélstjóri á togurum, sem hann starfar á í 32 ár. Þar með lauk íþróttaferli hans. Hefur sú stund áreiðanlega verið trega um vafin. Þrjátíu ára starfsferill á tog- ara er langur og lýjandi tími. Lengst af starfaði hann á hinu kunna skipi, „Tryggva gamla,“ sem var í eigu útgerðarfélagsins Alliance. En árið 1946 réðist hann til Bæjarútgerðar Reykja- víkur og hafði eftirlit með niður- setningu véla í fyrsta nýsköp- unartogarann, „Ingólf Arnarson.“ Dvaldist hann á Englandi við þetta verk 1946-1947. Kom hann þá heim á skipinu og var þar vél- stjóri til ársins 1953. Með komu nýsköpunartogar- anna urðu umskipti í starfi ís- lenzkra vélstjóra. Ný tæki komu í togarana. Gufuvélin var þó enn aðalvél skipanna, en allar hj álpar- vélar gj örbreyttust frá því er ver- ið hafði. Uppistaðan í hjálparvéla- kerfinu voru dieselvélar ásamt flóknu rafvélakerfi. Þorkeli tókst fljótt að ná tökum á þessum nýja vélaheimi og varð frumkvöðull ís- lenzkra vélstjóra á sviði nýsköp- unartogaranna. Árið 1953 var Þorkell orðinn þreyttur á sjónum. Bauðst hon- um þá vélstjórastaða hjá Hita- veitu Reykjavíkur. Starfaði hann þar fullan vinnudag til síðustu áramóta, en þá átti hann að hætta vegna aldurs. Þorkell gat ekki hugsað sér að setjast í helgan stein og fékk því að gegna hálfu starfi áfram um sinn. Eftir komu sína í land hóf Þor- kell viðamikil félagsmálastörf og var afkastamikill á því sviði. Hef- ur dugnaði hans þar oft verið líkt við afköst jarðýtu. Hann átti um tíma sæti í stj órn Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands. Var í ritnefnd Sjó- mannablaðsins Víkings um ára- 74 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.