Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Blaðsíða 13
Erling'. Hallur. Þrír framsýnir fœreyzkir brœður Hér er Stella Kristina. Að ofan sjáum við vinnuþilfarið. Árið 1960 stofnuðu bræðurnir Erlingur, Hallur og Trygvi Laksafoss fyrirtækið P. F. Stella Company í Klakksvík. Þeir hófu útgerð á línuveiðaranum Stella Maria og árið eftir á Stella Krist,- ina. Þeir veiddu þorsk við Græn land og söltuðu um borð fyrir Spánar- og Italíumarkað. 1968 eignuðust þeir Stella Karina, línuveiðara með frystiútbúnaði, sérstaklega útbúinn fyrir há- karlaveiðar við Grænland fyrir Norður-ltalíumarkað. Árið 1966 var bæði Maríu og Kristínu breytt í hringnótabáta og seinna seldir til Nýfundnalands. Síðar sama ár seldu þeir Karinu öðru fyrirtæki í Færeyjum. í millitíðinni hafði Stella Company samið við Söviknes Verft í Noregi um smíSi 3ja frysti- og skuttogara. Sá fyrsti, núverandi Stella Kristina hefur þegar verið afhentur, sá næsti verður afhentur núna í marz, og sá þriðji um áramótin. Árið 1967 eignuðust Laksafoss- bræður meirihluta í P. F. Vestur- von í Sörvág og pöntuðu á þess vegum enn einn frystitogara. Verður hann nokkuð öðruvísi en hinir þrír,sem smíðaðir eru eftir sömu teikningu. Nægur Markaður. Þessi fjögur skip eiga að fram- leiða fryst þorskflök í neytenda- umbúðum fyrir Bandaríkjamark- að þar sem þau verða seld undir eigin vörumerki: P. F. Stella. Samningur hefur veri'ö geröur til 12 ára og rennur út 1980. Flökin verða flutt til austur- strandar Bandaríkjanna í banda- rísk-skráðum frystiskipum til dreifingar um öll Bandaríkin á vegum 9 smásöludreifingarfyrir- tækja. Síðasta skrefið í útþenslu Stella Company er bygging nýrra kæligeymslna í Klakksvík, 850.- 000 rúmfet, og fá þeir til hennar 90% lán frá dönsku stjórninni. VÍKINGUR 57

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.