Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Blaðsíða 34
Nokkrar athugasemdir við sannleikann í hátadeilunni Örn Steinsson ritar í síðasta tölublað Víkingsins um sannleik- ann í síðustu kjaradeilu yfir- manna innan F. F. S. í. á fiski- skipaflotanum. Þar kemur hann fram með rangfærslur er ég því miður kemst ekki hjá að leiðrétta. Örn gerir að aðalmáli óform- legar viðræður sem fram fóru á milli Hr. Jónasar Haralz og full- trúa sjómanna í Verðlagsráði er rætt var um ákvörðun fiskverðs. En þar sem þá lágu fyrir óskir sjómanna um frítt fæði spanst inn í þessar umræður Jónasar hvernig hann gæti fundið leiðir til að brúa útgjaldaliðinn varð- andi fæðiskostnaðinn, en í því máli taldi hann ekki hægt að ganga til móts við óskir sjómanna nema að vissu marki. Utreikningar Efnahagsstofnun- arinnar lágu þá fyrir varðandi heildar fæðiskostnað á fiskiskip- um yfir 12 tonn er nam 136 millj- ónum króna miðað við kr. 4000.OO fæðiskostnað á mánuði. Þar sem Jónas taldi sig ekki geta gengið frá verðákvörðun á bolfiski næstu vetrarvertíðar fyrr en kostnaður við fæðisspursmálið lægi ljósar fyrir var því ákveðið að fresta verðákvörðuninni um fiskverðið. I áframhaldi af þessum viðræð- um ræddi Jónas um hvað hugsan- legt væri að gera til þess að flýta fyrir því að samningar tækjust. Jónas kom aldrei fram með nein- ar formlegar tillögur, enda ekki lagður fram neinn prentaður staf- ur í þessum viðræðum. Mér til minnis ritaði ég á blað hjá mér hugleiðingar Jónasar og var þá fyrst uppi fæðispeningarnir og taldi Jónas það spursmál ekki leysanlegt nema með löggjöf er ríkisstjórnin beitti sér fyrir. Það sem kom fram var eftirfarandi: 1. Að ríkisstjórnin beiti sér fyrir löggjöf, sem feli það í sér, að útflutningsgjald, er greiðist til afiatryggingarsjóðs, verði hækk- að um X %, er sé varið til greiðslu á fæðiskostnaði á fiski- bátum með ákveðinni upphæð á mann og úthaldsdag. Jafnframt sé þess farið á leit við ríkis- 78 Guðm. H. Oddssorr. stjórnina, að hún beiti sér fyrir því, að skattafrádráttur vegna fæðiskostnaðar haldist óbreyttur frá því, sem nú er (64 kr. á dag). 2. Að samningsaðilar séu sam- mála um að koma á lífeyrissjóði í áföngum, er taki gildi (byrji að taka gildi) um áramót 1969/70, að öðru leyti eftir samkomulagi. 3. Aðilar væru sammála um að vinna á yfirstandandi ári að end- urskoðun á grundvelli núgildandi kjarasamninga þannig, að í stað hlutaskipta komi föst laun, (frítt fæði), og aflaverðlaun. 4. Með þessu samkomulagi fram- lengist kjarasamningar, er gilt hafa, óbreyttir til ársloka 1969. Með þessa punkta fór ég strax til framkvæmdastjóra sambands- ins og tjáði honum frá þessum viðræðum. Ég bað hann að íhuga málið og reifa það við samninga- nefndina. Þetta voru reyndar eng- in nýmæli sem þarna voru á ferðinni, því við umræður um sjálf lögin á Alþingi komu fram og spunnust umræður um fæðis- peninga og lífeyrissjóð til handa sjómönnum og er ótrúlegt að Örn hafi ekki vitað um það. Örn Steinsson var fundarstjóri á sameiginlegumfundi skipstjóra, stýrimanna og vélstjóra er hald- inn var á Hótel Sögu og voru kjaramálin þar rædd og samn- inganefndir kosnar. Upp úr þeim fundi tóku samninganefndirnar til starfa og unnu félagslega að samningamálunum. 1 hita verkfalls koma alltaf fram misjafnar skoðanir og mat manna er misjafnt á því' hvernig eigi að standa að afgreiðslu mála. En að víta menn eftir á fyrir eitt eða annað eins og örn gerir er ekki viðeigandi, því Örn ætti jafnframt að líta í eigin barm varðandi þá hluti. Örn ætti líka að vita alveg eins vel og ég og samninganefndin, að þótt fast til- boð hefði legið fyrir um lífeyris- sjóðinn eins og hann var lögfest- ur og einhvern vissan hluta upp í fæðiskostnað áður en til verkfalls kom, hefði um það aldrei náðst alhliða samkomulag samninga- nefndanna svo að það gæti leyst deiluna. Þá var líka óumsamið um mörg önnur atriði, svo sem (4 hlut 2. stýrimanns á síldveiðum, söltunarlaunin, löndunarkostnað í erlendri höfn, hækkun á trygg- ingabótum ásamt ýmsum túlk- unaratriðum og orðalagsbreyting- um samninganna. í 9.—10. tölu- blaði Víkingsins kom ég nokkuð albliða inn á hvað sjómenn væru afskiptir með sinn hlut og fer ég því ekki nánar út í það hér. Það er vitað að það sem verið er að skifta er ekki annað en það sjófang sem úr sjónum kemur, og sjómennirnir sjálfir afla. En hinar gífurlegu sveiflur, sem undanfarið hafa verið til lækkunar á útfluttum sjávarafla Islendinga ásamt minnkandi afla- magni, hafa komið hart niður á þeim er að sjávarútveginum starfa. Fáhnkend uppbygging og fjárfesting í verksmiðjum og vinnslustöðvum hafa líka haft sitt að segja ásamt óeðlilegri aukn- ingu í allskonar milliliðakostnaði varðandi sjávarútveginn. — Allir þurfa að fá snúð af kökunni, einnig verksmiðjur og vinnslu- stöðvar sem engan grundvöll hafa til reksturs, vegna skorts á hrá- efni. Síðastliðið haust var ljóst að þjóðin stóð frammi fyrir gífur- legum efnahagsörðugleikum, sem talið var að ekki væri hægt að VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.