Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Blaðsíða 39
SALLY
NIÐURLAG FRAMHALOSSOGUNNAR
Eftir Mary H. Hooker.
Þýðandi Magnús Jensson.
— Skil ég þig rétt, Ted? Viltu
skilja við mig?
Hún undraðist hvað rödd henn-
ar var róleg og eðlileg, um leið
og hún kreisti glasið í hendi sér,
svo að merkilegt mátti heita að
það skyldi ekki brotna.
— Já, ég skil vel hversu ósann-
gjarnt þér hlýtur að finnast
þetta. Það er heldur ekki með
mínum góða vilja að svo er kom-
ið. Ég var svo einmana — og þá
er það sem slíkt getur skeð. Ég
gat ekki hugsað mér að skrifa
þér það. Ég varð að bíða með það,
þar til ég hitti þig og gat sagt
þér allt eins og það er. Ég verð
að segja þér að ég er farinn að
elska aðra konu.
— Hvað ertu að segja, Ted?
Hún tæmdi glasið. Nú var um
að gera að leggja eyrun við. Lofa
honum bara að tala og útskýra
þetta allt, að eigin geðþótta. Auð-
vitað bjóst hann við að hún
myndi flóa í tárum og sýna mikla
sorg. Og ekkert fyrirleit hann
meir en grátandi kvenfólk. Hún
minntist hve fyrirlitlega hann
talaði um slík tilfelli er þau komu
»-------------------------------»
þeim frá því þeim var lagt. —
Sólborg og Brimnes, og ennþá er-
um við með útlend skip í fasta-
leigu og ennþá eru smíðuð skip
úr ,,tré,“ sem gliðna sundur und-
an vélaafli nútímans.
Höfum við ráð á þessu á hinum
umtöluðu „krepputímum" í dag,
þegar allt á að spara og öllu að
„hagræfta.“
G. Þorbjömsson.
VlKINGUR
fyrir í starfi hans. — Nei, ekki
tala um að láta sorgina buga sig!
Hönd hans skalf er hann
kveikti sér í sígarettu.
— Hún heitir Marcia Baines,
sagði hann. -— Ég hitti hana í
Suður-Afríku. Ég var sóttur til
litla drengsins hennar, þegar
hann fékk lungnabólgu. Litli
drengurinn hafði misst föður
sinn áður en hann fæddist.
Hana langaði til að spyrja
hann, hvort hann héldi að Ted
litli væri nokkuð betur settur í
því efni. — Þegar fram liðu
stundir og hann komst á óknytta
aldurinn. Myndi það verða henn-
ar að segja við fólk: — Er hægt
að búast við öðru af dreng, sem
aldrei hefur þekkt pabba sinn?
Hann fór til Indlands áður en
drengurinn fæddist og nokkru
síðar skildum við.
En það var bezt að minnast
ekki á neitt slíkt núna. Hún vildi
ekki slá á þá strengi, — eins og
þessi Marcia. — Marcia Baines.
— Henni fannst nafnið snubbótt.
Það minnti hana á þrönga,
snurfusaða garða, eða ilmvatns-
öskjur. Kannske var hún ein af
þessum ljóshærðu, er skiptu vel
litum og báru ilmvatn bak við
eyrun!
Ó, Ted!
— Veiztu nokkuð, Sally. Ég
var hálfpartinn móðgaður við
þig þegar þú talaðir um ótrúnað
við þig. — Manstu rétt áður en
ég fór?
Auðvitað mundi hún eftir því.
Hún hafði viljað gefa í skyn að
hún liti á slíkt frá sjónarmiði nú-
tíma siðferðis.
— Það getur verið að þetta
stríð standi lengi. Hafði hún sagt,
er hún hvíldi í faðmi hans síð-
ustu nóttina. — Ég vil því segja
þér að ef þú átt ekki gott með að
lifa munkalífi, þá taktu slíkt
ekki nærri þér.— Það er að segja,
ef þú mannst ávallt að það er ég
sem þú elskar. En ef þú getur
ekki annað, — þá vertu mér að-
eins líkamlega ótrúr. En þú mátt
aldrei láta neina konu taka mitt
pláss í hjarta þínu. — Heldurðu
ekki að þú hafir lesið of mikið af
vitlausum reifurum, hafði hann
sagt. — Ég verð þér jafn trúr
og gamli hundurinn okkar, hann
Troy!
En svo var ekki frítt við að
Troy gamli ætti sín smáævintýri.
— Ég man þetta vel, sagði hún
og lyfti glasinu að munni sér.
Hann brosti dálítið drýgindalega.
— Já, það gerði ég reyndar. Og
ég gleðst yfir að þú skilur þetta.
Ég hafði nefnilega búist við því
af þér ......
— Einmitt svo, því hafðir þú
búist við. Af því að hún hvorki
hljóðaði né grét, eða bað um
miskunn. Ég haga mér með öðr-
um orðum á gamla góða enska
vísu.........Nú er bara að tína
samah leifarnar af eyðilögðu lífi,
stinga þeim í töskuna hjá „brúð-
arkjólnum" og fara síðan heim
og fela lögfræðingi að ganga frá
skilnaðinum!
— Hvað viltu að ég geri ?
spurði hún.
83