Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Blaðsíða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Blaðsíða 43
blússu, sem fór vel við andlitslit hennar. Hún púðraði yfir hina dökku hringi kringum augun. Eftir svo að segja svefnlausa nótt, var hún viss um að Ted væri staðráðinn í að skilja við hana. Það mátti víst telja þetta til þess- ara eftirstríðs fyrirbrigða. Sjúk- dóm eins og hitasótt til dæmis. Og einasta lækningaaðferðin var kvenhyggindi. Orsökin til sjúk- dómsins var mörg þúsund mílur í burtu, svo hún hafði fullt at- hafnafrelsi. Bara ef hún gæti lát- ið eins og að það gerði henni ekki svo fjarskamikið til þó hún missti hann. Þá myndi honum fljótt skiljast að hann tapaði öllu, sem gefur lífinu gildi, ef hann missti hana. En hún var bæði taugaó- styrk og reið. Fannst þessi leik- araskapur niðurlægjandi....En það varð að hafa það, hér var of mikið í húfi. Hann hringdi til hennar um níuleytið og spurði hvort þau ættu ekki að borða morgunverð saman. Hún gerði rödd sína svefndrukkna og lét hann bíða eftir sér, þó hún sæti með hattinn á höfðinu þegar hann hringdi. Hann leit enn verr út en kvöld- ið áður og fötin hans þörfnuðust pressunar. Hana dauðlangaði til að vera góð og ástúðleg við hann. En hélt uppteknum hætti frá kvöldinu áður. Talaði glaðlega og blátt áfram. Hún borðaði eins og hún hefði ekki bragðað mat dög- um saman. Þegar hann var að drekka úr seinni kaffibollanum, lét hún tösku sína, með vilja, detta á gólf- ið, svo að síðustu amatörmyndim- ar af börnunum runnu úr henni. Ted flýtti sér að tína þær upp, settist og skoðaði þær þegjandi. Jennifer hafði breyzt mikið. Iíún var 3ja ára hrokkinkollur þegar hann fór. Nú var hún 7 ára og hafði tvær þykkar fléttur. Hún var há og rengluleg og vantaði framtennurnar. Teddy, sem Ted hafði aldrei séð, var næstum 4ra ára og var myndaður í fyrstu reglulegu drengjafötunum sínum. Hann var lifandi eftirmynd Teds. Sami háralitur, freknóttur og VlKINGUR hafði tilhneigingu til að standa dálítið gleiður, þegar eitthvað vakti áhuga hans. — Þau hafa svei mér vaxið, sagði Ted loks. — Eins og illgresi — og alveg eins ótamin. Ég er víst enginn uppeldisfræðingur. Ég vil heldur kjassa þau en berja, jafnvel þeg- ar hirting ætti bezt við. Þau eru stundum meiru kjánarnir og finna upp á allskonar strákapör- um. — Troða tyggigúmmíi í eyr- un og mála allt gólfið í baðher- berginu. Hann brosti. — Heldurðu að Jennifer muni eftir mér? — Hvort hún man! Ég hef skrifað þér hvernig hún hefur bætt þér inn í kvöldbænina sína og ætlar að ganga af göflunum ef einhver sezt í sætið þitt við borð- ið. Hún heimtar einnig ákveðið að lagt lé á borð fyrir þig við hverja einustu máltíð. Teddy aft- ur á móti er algjör mömmudreng- ur. Hann saknar þess ekki, sem hann hefur aldrei þekkt. Hún þorði ekki að líta á hann. Samt vissi hún að hann var ó- kyrr í stólnum og leið illa. — Sally, ég vildi nú gjarnan sjá þau. — Heldurðu að það sé hyggi- legt? . . . .Eins og ástatt er? — Börn eru skynsemigæddar verur og gætu alls ekki skilið að pabbi þeirra kæmi aðeins í stutta heimsókn. Hún sýndi honum mynd af ein- um vina þeirra. — Hér sérðu Joy. Hann gaf mér reyndar nýjan náttkjól, er hann hélt að ég ætti að endurlifa hveitibrauðsdagana. Ég slít þeim nefnilega fyrir þig. — Ég hefi umgengist Joy mikið og reyndar einnig Jim Meadoes. — Ég hélt að hann væri í sjó- hernum. — Nei, ekki nú, þegar stríðið er búið. Hann fékk aftur gömlu stöðuna. Hann spyr oft eftir þér og börnin eru tryllt í ærslum við hann. Ted hafði kveikt í eldspýtu til að kveikja í sígarettu, en spýtan brann að fingurgómunum. — Jim er víst ennþá skotinn í þér? sagði hann. — Já, það held ég líka, sagði hún, eins og ekkert væri eðlilegra. Eftir mat gengu þau um Hyde Park. Veðrið var mjög gott. Hún raulaði lagstúfa úr óperettunni frá kvöldinu áður. Kom með ýms- ar þýðingarlausar athugasemdir. Spurði hann um álit hans á liinu og þessu. Bað hann að segja sér frá stöðum, sem hann hafði kom- ið á. Hann svaraði dauflega með eins atkvæðis orðum. — Dr. Ronson gerir ráð fyrir að þú komir aftur og takir við sjúklingum þínum. En þú ætlar kannske að búsetja þig í Ind- landi? Marcia og sonur hennar bjuggu þar núna, að henni skild- ist. Hann hrukkaði ennið. — Marcia er alin upp í Suður- Afríku, svo það getur verið að við setjumst þar að. Annars hef ég ekkert ákveðið um það ennþá. Nei, auðvitað ekki. Hann hafði haft nóg að hugsa um hvað hún myndi segja og gera til að reyna að koma í veg fyrir skilnaðinn! — Heldurðu að lítið sveita- læknishérað falli henni í geð? Hann stillti sér upp fyrir fram- an hana. — Heyrðu, Sally! Þetta getur ekki gengið lengur svona. — Hvað áttu við? — Að tala saman eins og blá- ókunnugt fólk. Eftir allt sem við. . . . — Þú átt við, að við getum það ekki, af því að við erum gift. En erum við það lengur? Við erum fremur ókunnug, eftir að hafa ekki sést í mjörg ár. Bæði höfum við upplifað margt, — en ekki sameiginlega. Mér finnst við haga okkur ágætlega og með fyllstu til- litsemi hvort til annars. Hún sneri sér undan svo hann sæi ekki að augun voru tárvot. — Og við höfum það ánægju- legt. Finnst þér það ekki, Ted? — Nei. — Af hverju finnst þér það ekki? — Af því að þú hefur gert mig alveg ruglaðan. Ég veit hvorki upp né niður. Ég veit hvorki hvað 87

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.