Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Blaðsíða 7
KVEÐJA
Ölafur V. Sigurdssou:
í HORNBJARGSVITA
Flutningur til Hornbjargsvita í gúnnníbátuni varðekips. Vitahúsið' er lengst til vinstri.
Til hægri sést stiginn, sem liggur upp klettinn neðan úr lendingunni.
frá skipstjóra og skipshöfn
á togaranum Hallveigu
Fróðadóttur til samstarfs-
mannanna sex, er fórust t
brunanum um borð þann 6.
marz 1969.
Blikandi er haf iö,
hjartar eru stjörnur
heiöum uppi á himni,
hugann aö sér draga.
Drengir hraustir
Dáöum prýddir sjómenn,
út leggja til glímu
viö Ægi konung.
Eylandsins þjóö,
hún á allt sitt líf
undir sókn út á sjó
og sigrum í djúpi.
Hvort velferöin vex
cöa veröur undir,
því ræöur mest gifta
góöra drengja.
Út héldum viö,
allir saman,
frá ástvinum okkar
á ólgandi hafiö.
En sex okkar féllu
á fyrsta degi,
því eldsvoöinn hertók
okkar skip.
Sker okkur harmur í hjörtu
hugirnir eins og í báli.
Svipleg er sorgar stundin,
svíöur í flakandi undum.
Félagar okkar þar féllu,
fóru þar góöir drengir.
Handan viö hafiö mikla
höfn þeirra örugg bíöur.
Tregt, er nú tungu og hræm
Tökin þung eru stundum,.
Örlögin illa viö skiljum,
engu ráöum hvar gistum.
Þakka skal þeim er féllu,
þeirra störf öll og kynni.
Kveöjum svo kæra vini,
kveöjunni hinztu.
J. E. K.
Nú höfum við félagarnir, Sig-
urbjörn Svavarsson, Benóný Ás-
grímsson, hásetar, og ég, sem er
fyrsti stýrimaður á varðskipinu
ÞÓR, verið hér í Hornbjargsvita
hjá Jóhanni vitaverði síðan á
miðvikudagsmorgni í þessari
viku. Nú er föstudagur 31. jan.
1969 og klukkan er 6 að kvöldi,
þegar ég byrja að skrá þetta.
Við vorum að standa upp frá
síðdegiskaffiborðinu með heima-
bökuðu rúgbrauði og fransk-
brauði með osti og rækjusalati.
Brúnköku með rúsínum og smá-
kökum. Slíkt er atlætið hér í mat,
að nokkuð má gæta að sér. Matur
allur er framreiddur hér af syst-
ur Jóhanns, Láru Karen, sem er
hin vænsta kona. Ræður hún hér
fyrir húshaldi öllu og hefur hjá
sér tvö yngstu börn sin, drengina
Jón Martein 7 ára og Þoi’finn
Svein 5 ára, eru þetta hraustleg-
ustu strákar.
Þegar við komum íiérna mið-
vikudaginn 29. janúar, var hann
að ganga upp með hvassa norð-
austan átt eftir stillt og hlýtt veð-
ur. Við komum á ÞÓR úr Breiða-
firði, þar sem við höfðum skipt um
Ijósker á baujunni á Rifi. Veður-
spá kl. 10 á þriðjudagskvöld var
hvessandi norðaustan með fann-
konm og frosti á næsta degi. Um
kl. 2 á miðvikudagsmorgni til-
kynnti ORSINO, sem er hjálpar-
skip brezku togaranna við Island,
að á næstu þrem til sex tímum
mundi hann hvessa í 8—9 vind-
stig við Vestfirði. Á leiðinni norð-
ur var komið við á Prestabót ut-
an við ísafjarðarkaupstað. Þar
var fyrir hafnsögubáturinn með
flutninginn, sem flytja átti til
vitavarðarins á Horni. 1 farangri
þessum voru kol í aðra ljósavél-
ina á Horni, þá sem gangfær er,
en lum spænir upp kolunum og
eru síðustu kolin í vélinni og því
ekki seinna vænna að fá varakol,
ef ekki átti að fara illa.
Þegar kolin voru send frá
Reykjavík, var flugvél Flugfé-
lagsins látin bíða flugtaks eftir
kolunum. Flugmanni vélarinnar
VlKINGUR
51