Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Blaðsíða 35
Þórir Hinriksson:
ÖFLUN BEITUSlLDAR
Þar sem nýlega hefur verið
skipuð nefnd til að kanna mögu-
leika á hagnýtingu síldar og að-
gerðir varðandi síldveiðiflotann,
væri ekki úr vegi að athuga, hvort
ekki væri hægt að gera eitthvað
fyrir þann hluta bátaflotans, sem
stundar veiðar með línu 7-8 mán-
uði af árinu. Og kem ég þá að því
efni, sem varðar báða þessa að-
ila, þó lítið sé hvað síldveiðiflot-
ann snertir.
Það vita allir, sem stundað
hafa veiðar með línu, að það er
ekki sama hverskonar beitu fisk-
inum er boðið upp á. Allir muna
sjálfsagt eftir því, þegar þeir
voru strákar með færið sitt, lágu
á maganum niður á bryggju eða
um borð í einhverjum bátnum,
sem bundinn var við bryggjuna,
þegar sá stóri kom að lykta af
beitunni, sem var á önglinum og
vildi ekki sjá hana, en kom svo
kannski aftur, af því að hann
fann ekkert betra.
Ekki dettur mér í hug að þorsk-
urinn breyti mikið um eðli, þegar
hann er kominn út á haf, hvað
»--------:---------------------
brúa nema með gengisfellingu,
sem jafnframt hafði í för með sér
ýmsar hliðarráðstafanir er áttu
að hafa stuðlað að því að gengis-
fellingin næði tilætluðum árangri.
Eftir að þessar ráðstafanir
höfðu verið gerðar, var Ijóst að
vígstaðan í verkfalli okkar var
erfið. Samningunum var sagt upp
1. nóvember og því tveir mánuðir
til umráða til þess að ræða þessi
mál. Var strax óskað eftir því við
L. í. Ú. að viðræður hæfust um
þessi mál og að samræma samn-
ingana. Það er gömul saga í sam-
bandi við flestar samningagerðir
að viðræður hefjist ekki að neinu
VlKINGUR
þetta snertir, nema hvað hann er
sennilega vandlátari.
Nú á yfirstandandi vertíð eru
gerðir út milli 30 og 40 bátar á
línu frá ísafjarðardjúpi til Pat-
reksfjarðar. Allir þessir bátar
róa nú með mjög misjafna beitu
að gæðum. En það er staðreynd að
gæði beitunnar hefur mjög mikið
að segja hvað aflamagn snertir,
t.d. getur munað upp undir helm-
ing á afla tveggja báta, sem
leggja lóðir sínar á sömu miðum
og á sama tíma, annar með 1.
flokks beitu, en hinn með lélega.
Geta þá allir séð hverju þetta
munar fyrir útgerð bátanna og
þjóðarbúið í heild.
Beituþörf Vestfjarðabáta mið-
að við meðaltal 17 róðra á mán-
uði og 350 kg. af síld í róðri, væri
yfir þá 5—6 mánuði, sem beitt er
síld ca. 12—1500 tonn. (Steinbíts-
tímabilið beitíi bátarnir yfirleitt
loðnu nýrri eða frystri). Mér er
ekki kunnugt um hversu mikil
beituþörf er annars staðar á land-
inu, en ekki er ósennilegt að það
sé mun meira magn. Væri nú
æskilegt að athugaðir yrðu mögu-
leikarnir á því, hvort ekki væri
hægt að frysta alla þessa beitu á
síldarmiðunum sjálfum á þeim
tíma sem síldin er feitust og bezt
til beitu. Væri þar með tryggt að
síldin væri alltaf glæ ný þegar
hún er fryst. Sem kunnugt er
gerðu Norðmenn út skip (Kosmos
Fjórða) og frystu þeir töluvert af
síld þar um borð, en sú síld var
einmitt keypt hingað til landsins
og hefur reynst mjög góð beita.
En óþarft ætti að vera að eyða
gjaldeyri í beitukaup. Mín hug-
mynd er sú, að vel mætti gera út
skip 400—500 tonn að stærð út-
búið með hliðarskrúfum og síldar-
dælu og myndi þetta skip fylgja
síldveiðiflotanum og kaupa síld-
ina beint úr nót veiðibátanna og
skila henni síðan beint til kaup-
enda. Með þessu móti mundi spar-
ast flutningsgjald ásamt mörgu
fleira og aðal kosturinn við þetta
fyrirkomulag væri sá að beitan
þiðnaði aldrei upp, eins og oft vill
verða við beituflutninga.
IJm gerð skipsins vísast til
þeirra skipa sem Norðmenn gera
út á línu á fjarlæg mið og læt ég
----------------------------—
gagni fyrr en í lok samnings-
tímabilsins og lendir það þá oft-
ast í eindaga og tímaþröng, og
þegar til verkfalls er komið vex
þrjóska og kergja á báða bóga
með degi hverjum sem verkföll
standa.
Verkfallsrétturinn er biturt
vopn sem má ekki nota nema í
nauðvörn. Uppsagnarfresturinn á
samningunum á að notast af aðil-
unum til viðræðna um deiluatrið-
in, en þar sem uppsagnarfrestur
virðist í flestum tilfellum ekki
vera annað en nafnið eitt, virðist
nauðsyn bera til að breyta vinnu-
löggjöfinni þar sem skýr ákvæði
væru um að sé samningum sagt
upp með tveggja mánaða fyrir-
vara skuli aðilar innan viku hefja
viðræður og náist ekki samkomu-
lag innan þriggja viknayrði deilu-
aðilum skyit að vísa ágreiningsat-
riðunum til Sáttasemjara ríkisins
er hefði þá einn mánuð til þess að
f jalla um málið. Breytilegar tíma-
takmarkanir þyrftu að koma til
sem færu eftir tímalengd upp-
sagnarfrestsins varðandi viðkom-
andi samninga.
Ég vil svo þakka stjórn og
samninganefnd Skipstjóra- og
stýrimannafélagsins Aldan fyrir
virkan þátt í þessum átökum.
79