Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Blaðsíða 12
þegar menn töldu ófært og vildu
snúa frá norðurlandi með vörur
sínar, sem voru hinar venjulegu
lífsnauðsynjar. Þröngt hefði get-
að orðið í mörgu búinu norðan-
lands ef Jóhanns hefði ekki notið
við.
Reynt hefur verið að gizka á,
hvað aðstoð Jóhanns hafi sparað
flutningakerfinu mikið fé í töp-
uðum biðtíma. Lægsta upphæð er
8 milljónir króna. Mönnum er svo
frjálst að geta sér til um raun-
verulegan sparnað í heild, á öll-
um þeim sviðum, sem siglingar
þessar grípa inn í. 20, 30, 40
milljónir eru upphæðir, sem vel
koma til greina. Sjómennirnir
hafa oft velt því fyrir sér, hve-
nær Jóhann hafi sofið, þegar ís-
inn var hér síðastliðinn vetur, en
fæstir hafa víst spurt hann að
því, utan ein skipshöfn, sem sýndi
þann drengskap, að stöðva eitt
sinn skip sitt og fjölmenna í
heimsókn hjá Jóhanni í vitanum.
Þegar Jóhann hverfur frá
Hornbjarg'i, mun honum ef til vill
gefast tími til að sinna ofurlítið
sjálfum sér og hugðarefni sínu.
Jóhann vill skrifa. Hann er hald-
inn hinni djúpu löngun tjáning-
arinnar sem einkennir hans líka.
Annars virðist í fljótu bragði
ekki vera nauðsynlegt fyrir Jó-
hann að skrifa listaverk, því hann
á sitt eigið verk, sjálfan sig.
Jóhann hefur ofið lífsvef sinn
mörgum þráðum. Þegar litið er á
einstaka hluti vefsins, gætir þar
mjög sterkra sjálfstæðra lita, en
úr heildarmyndinni skín mildi
með þýðri áferð.
Það er í eðli Jóhanns að gefa.
Hann hefur rétt mörgum hjálpar-
hönd. Alið upp menntuð börn,
sem nú senda honum kort á jól-
unum. Leiðbeint sjómönnum
landsins og greitt fyrir sigling-
um. Mjög hefur hann bætt hag
vitavarða landsins, og barist skel-
egglega fyrir þá á mörgum svið-
um.
Fólkið fer. Skipin sigla sína
leið. 1 burtu eða framhjá. Jóhann
er á sinn hátt einn í bjarginu. Nú
horfir hann ofan til fólksins úr
Hornbjargi, og sér það elta í-
myndaðan feng framundan, sem
það aldrei nær, fyrr en það hefur
stöðvað, til að líta innra með
sjálfu sér. Jóhann er ekki lengur
háður hlaupandi fólki. Hann sit-
ur í bjarginu og lítur af samúð á
umheiminn. Ekki veit ég það. En
ef til vill eru þeir nær Guði en
aðrir menn, þeir sem í björgum
búa.
Á föstudeginum fór hann að
lægja.Við félagarnir gengum upp
á Axarfjall og skyggndumst eftir
ís. Til hafsins var þunn eljaslæða
og bak við hana sáum við greini-
legt ísblik en ekki ísinn sjálfan.
ísinn gat því verið bæði nær eða
fjær, þar eð élið hindraði fjar-
lægðarákvörðun. Þegar við kom-
um af fjallinu, var hann að detta
niður með sjóinn. Fórum við því
fram að stiganum, sem liggur of-
an snarbrattan klettinn, eina 20
metra niður í vörina. Neðri hluti
stigans var einn svellbúnki vegna
vætu úr klettinum. Einn fór nið-
ur svellbúnkann á bandi, til að
moka gúmmíbátinn úr skaflinum.
Annar fór að höggva þrep í ísinn
með sérstaklega lagaðri öxi, sem
er ætluð til að höggva þrep í ís
niðurfyrir sig. Stendur maður þá
jafnan í síðasta þrepinu, sem
maður hjó, og heggur það næsta
fyrir neðan.
Á laugardagsmorgninum kom
ÞÓR á Víkina. Við vorum að
kveðja eftir þriggja sólarhringa
dvöl á Hornbjargi. Litlu dreng-
irnir stóðu til hliðar meðan við
útbjuggum okkur. Að lokum kom
sá stærri og sagði: — Ef þú ferð
ekki strax, þá skal ég sýna þér
flugvélina mína.
Við kvöddum fólkið. Það á fyr-
ir sér langan tíma uns vorar.
Litlu drengirnir ætla út í bjarg
með Jóhanni, þegar góða veðrið
kemur.
Þegar við sigldum út slétt sund-
ið vissum við, að ljósin mundu
loga í Hornbjargsvita.
Síðastur stóð stærri drengur-
inn eftir á bjargbrúninni og veif-
aði meðan veifað var á móti.
10. febrúar 1969.
Ólafur V. Sigurðsson.
ENGIN KEÐJA
ER STERKARI
EN VEIKASTI
H LEKKURIN N
TRYGGING ER
NAUÐSYN
ALMENNAR
TRYGGINGAR
PÓSTHÚSSTRÆTI 9
SlMI 17700
56
VlKINGUR
ZU.