Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Blaðsíða 44
ég á að segja eða gera. — Þetta er alveg óþolandi ástand. — Ætli þú getir ekki kennt sjálfum þér þetta ástand, sagði hún biturt. — Það er þú sem vilt skilja. En þú vilt að ég sé sorg- mædd út af því, svo þú getir klappað mér á bakið og boðið mér vináttu þína og bankareikning. Og á þann hátt róa samvizkuna. Þú óskar ekki eftir mér, en vilt að ég syrgi þig. Þetta finnst mér ekki sanngjarnt. Hún tók af sér hattinn, svo sól- in gæti skinið á hárið. — Stríðið hefur kennt mér að lifa án þín, Ted, svo að það get ég gert áfram. — Mér þykir auð- vitað leitt að þurfa þess, en ég mun ekki láta bugast þess vegna. Ég hef grátið nóg síðustu árin. — Sally, ég saknaði þín. .. afar mikið. — Auðvitað gerðirðu það og bréfin þín voru yndæl fyrst fram- an af. En seinna voru þau aðeins nokkrar lauslegar línur, til mann- eskju, sem þú mundir varla hvernig leit út. Þú hafðir heldur ekki heimilið og börnin til að halda minningunumlifandi. Hann greip hönd hennar og lagði að vanga sínum. — Sally! ......Þú verður að vita...... — Finnst þér nauðsynlegt að ég haldi áfram? — Þú varðst meira og minna einmana og stundum svo niðurdreginn, að þér fannst þú vera að missa vitið. Svo fórstu að leita kunningsskapar og kynnast fólki, sem hægt var að spila tennis við og spila bridge. — Og þá var það, að þú hittir Marciu. Hún var ung og lagleg og hún notaði veikindi barnsins til að draga þig til sín. Ég og börnin vorum svo langt í burtu, að það var eins og við værum ekki til. Aftur á móti kappkostaði hún að vera ávallt í nálægð þinni og hún þarfnaðist eins mikið ástar og vináttu og þú. — Það var alls ekki meining þín að þetta endaði með ást af þinni hálfu, en þú ert nú einu sinni ekki neinn yfirborðsmaður. — Og 88 þess vegna sástu ekki aðra lausn en skilnað. — Já, Sally. Þetta er allt sam- an hárrétt hjá þér. En hvað nú? — Já, nú veiztu hvorki upp né niður í öllu saman. Nú er það ég, sem er nálægt þér, en hún draum- mynd í fjarska og nú er aðeins eitt eftir. — Að gera það rétta. Hún horfði beint í augu hans. —- Og það veit ég að þú gerir. En eitt ætla ég að fullvissa þig um. Að engin kona í veröldinni kærir sig um að vera gift án þess að vera elskuð. — Ekki ef hún 0-----------------------------_0 Friðfinnur Finnsson Frli. af bls. 71 að í 8 vetrarvertíðir. 1929 kaupir Friðfinnur v.b. „Gylfa“ og er með hann í 2 vertíðir. Mikil fiskgengd var þá við Eyjar og gekk vel hjá Friðfinni með aflabrögðin. Frið- finnur stundaði lúðuveiðar að sumrinu og í einum slíkum túr braut vélin sig niður í bátnum, með þeim afleiðingum að hann sökk suður af Eyjum, komust þeir út í skjögtbát, er var með þeim þennan róður, er notaður var við sóknar í útey, í sömu ferð. Eftir þetta hætti Friðfinnur for- mennsku, en stundaði sjó á ýms- um bátum og siglingar í stríðinu með ísfisk á England. Ekki er hægd að minnast svo á Friðfinn að ekki sé getið köfunar- starfa hans, en við Vestmanna- eyjahöfn var hann kafari í 25 ár við góðan og mikinn orðstír, oft við hin erfiðustu skilyrði. Friðfinnur er stofnandi verzl- unarinnar ,,Eyjabúð“ og rakhana um mörg ár. Nú er hann fram- kvæmdastjóri við Hraðfrystistöð Vestmannaeyja hjá Einari Sig- urðssyni frænda sínum. Friðfinnur er vel ritfær maður og lætur sig margt skipta. Hann er ávallt tilbúinn að leggja góð- um málurn lið. Sóknarnefndarfor- maður við Landakirkju hefir hann verið um árabil. Hann er sá per- sónuleiki er setur svip sinn á um- hverfið, vinsæll og vinamargur. áður hefur lifað í fullkomlega hamingjusömu hjónabandi. Hún stóð upp af bekknum, dauðþreytt. — Jæja, það er bezt fyrir mig að komast á liótelið og pakka saman. Ég fer heim með kvöld- lestinni. Hann gerði sig ekki líklegan til að stöðva hana, eða fylgja henni eftir. Sat kyrr með höfuðið í höndum sér. — Nú hefurðu sannarlega far- ið laglega að ráði þínu, sagði hún við sjálfa sig! Því sagðirðu hon- um ekki að þú gætir ekki án hans verið? Af hverju fleygirðu þér ekki í faðm hans ? Karlmenn kæra sig ekki um málæði, heldur at- hafnir. Og allt þetta slúður, sem þú sagðir við hann. Hann getur lesið svipað í hvaða reifarablaði sem er, aðeins tilreitt á meira æs- andi hátt. Holdug kona keypti sér síðar bux- ur. Hún fór í buxurnar strax og hún kom heim. 1 öðrum vasanum fann hún bréfmiða sem á stóð: „Þetta er stærð nr. 52. Ef buxurn- ar virkilega passa yður, ættuð þér ekki að ganga í síðum buxum.“ * „Hér kom maður áðan og sagðist ætla að rota yður,“ sagði skrifstofu- stúlkan við forstjórann. „Og hvað sögðuð þér?“ „Ég sagði bara, að því miður væri forstjórinn ekki við.“ * Dagblöðin birtu með stóru letri: „Hneykslanlegt ástand; níu manns sofa í einu herbergi." Þegar Sigurður gamli las þessa „stórfrétt,“ varð honum að orði: „Það fer ekki hjá því að þetta er á bæjarstjórnarskrifstofunni!“ VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.