Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Blaðsíða 1
SJÓMANNABLAÐIÐ
VÍKINGUR
34. ÁRGANGUR — 7.-8. TÖLUBLAÐ 1972
Guömundur Jensson:
Island — arðrændasta nýlenda
á N-Atlantshafi
EFNISYFIRLIT:
Island arðrændasta nýlenda
á N-Atlantshafi
Guöm. Jensson 265
Reglugerðin um 50 sjómílna
útfærsluna 270
1 aldaraðir hefur Island orðið
að þola yfirgang og arðrán
erlendra þjóða
Matthías Þóröarson 272
Yfirgangur erlendra togara
um aldamótin
EinarBogason
frá Hringsdal 274
Eyðing fiskimiðanna
Sigurjón Einarsson 276
Hugleiðingar í tilefni
útfærslu landhelginnar
Garðar Pálsson 279
íslenzka landhelgisgæzlan
Pétur Sigurðsson 280
Kvenkokkur
G. Jensson þýddi 284
Einn á móti þremur
P. Björnsson, G. frá Rifi 286
Bezta ræðan í Genf 305
Gleymt er þá gleypt er
Jón Otti Jónsson 306
Hvers vegna vilja Islendingar
færa út Iandhelgina?
Jóhann J. E. Káld 310
Er sofið á verðinum?
Gils Guðmundsson 312
Einhuga þjóð
Hermann Jónasson 313
Frívaktin o. fl.
Forsíðan, m. a.:
Leiðarljóð 1944
eftir Magnús Ásgeirsson
SJÓMANNABLAÐIÐ
VÍKINGUR
Útgefandi F. F. S. 1. Ritstjórar:
Guðmundur Jensson (áb.) og örn
Steinsson. Ritnefnd: Böðvar Stein-
þórsson, formaður, Henry Hálf-
dansson, varaformaður, Páll Guð-
mundsson, Karl B. Stefánsson, Haf-
steinn Stefánsson, Bergsveinn S.
Bergsveinsson, Helgi Hallvarðs-
son. — Blaðið kemur út einu sinni
í mánuði og kostar árgangurinn
650 kr. Ritstjórn og afgreiðsla er
að Bárugötu 11, Reykjavík. Utaná-
skrift: „Víkingur", pósthólf 425
Reykjavík. Sími 15653. Prentað í
ísafoldarprentsmiðju hf.
VlKINGUR
Nú, þegar ein afdrifaríkustu
þáttaskil í sjálfstæðisbaráttu ís-
lenzku þjóðarinnar eru að nálg-
ast, fer vart hjá því og ekki illa,
að landsmenn, eldri sem yngri,
leiði hugann að fortíðinni; athugi
í sannsögulegu ljósi heimildir um
framkomu margra fiskveiðiþjóða
V-Evrópu við íslandsstrendur.
Við staðreyndir þær er þá við
blasa, er ekki ólíklegt, að mönn-
um hrjósi hugur við þeim óhugn-
anlega yfirgangi og hrottaskap,
sem íslendingar urðu að þola um
hálfrar sjöttu aldar skeið. En
allar þær aldir var hún hrein-
lega bitbein og fótaskinn ágengra
stórþjóða, er sóttu á okkar grunn-
slóðir og uppeldisstöðvar nytja-
fiska óhemju verðmæti fiskaf-
urða, án þess að íslendingar
fengju rönd við reist til verndar
sínum eigin óskoraða forgangs-
rétti. Við skulum nú um stund
dvelja við upphaf okkar fiskveiði-
sögu.
Fornar heimildir, bæði í ís-
lendingasögum og allt aftur til
Landnámu herma að landnáms-
menn og þeirra niðjar hafi frá
upphafi fslandsbyggðar og um
aldaskeið stundað fiskveiðar af
miklu kappi hér við land.
Hefir hinn óþreytandi máls-
svari okkar Júlíus Havsteen
sýslumaður í ritgerðum sínum m.
a. dregið fram í dagsljósið ótal
dæmi, sem renna stoðum undir
slíkar óumdeilanlegar heimildir í
riti sínu: „Úr fiskveiðisögu ís-
lands“.
Verða hér tilfærð nokkur dæmi
en st.klað á stóru.
Túlkun sögunnar er á þá leið,
að landnámsmenn hafi haft opin
augu fyrir og margir hverjir
sózt eftir að festa sér búsetu þar,
sem sækja mátti útróðra og mikið
var um fiskifang; firðir og flóar
fullir af veiðiskap. Hnekkir það
þeirri almennt ríkjandi skoðun,
að forfeður okkar hafi einungis
verið bændur, sem fengust við
landbúnað gegnum aldirnar.
Ein af söguhetjunum til forna
var Þuríður sundafyllir.
Kom hún til íslands frá Há-
logalandi, helgaði sér „Kvíamið"
í Isafjarðardjúpi og tók sauði
af bændum fyrir afnot þeirra.
Ketill flatnefr flúði ofríki Har-
alds konungs hárfagra og leitaði
til íslands ásamt sonum sínum
Birni og Helga. Vissu þeir feðgar
þar hvalreka mikinn og laxveiðar
og fiskistöðvar öllum missirum.
Þorgeir önundarson tréfóts
bjó á Reykjafirði á Ströndum:
Réri jafnan til fisJca, því at þá
voru firöimir fullir af fiskum“.
Ingjaldur í Hergilsey var á sjó
en hann leyndi Gísla Súrssyni, er
Börkur digri leitaði hans.
íslendingasögur greina víða
frá, að snemma fóru fornmenn
í ver.
Á Breiðafirði og undan Jökli
hefur fjölmenni sótt til veiði-
fanga og fyrir norðan eru til-
greind fiskiver, svo sem á Strönd-
um og á Vatnsnesi, en þangað
sótti Oddur ófeigsson með sveit
265