Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Qupperneq 7
Lúðvík Jósepsson, sjávarútvegsráðherra
til hægri og Jón L. Arnalds ráðuneytis-
stjóri undirrita reglugerðina.
fjölda veiðiskipa og hámarksafla
hvers einstaks skips.
6. gr.
Brot á ákvæðum reglugerðar
þessarar varða viðurlögum sam-
kvæmt ákvæðum laga nr. 62 18.
maí 1967, um bann gegn veiðum
með botnvörpu og flotvörpu
ásamt síðari breytingum, laga nr.
40 9. júní 1960, um takmarkað
leyfi til dragnótaveiða í fiskveiði-
landhelgi íslands undir vísinda-
legu eftirliti, laga nr. 33 19. júní
1922, um rétt til fiskveiða í land-
helgi, með síðari breytingum, eða
ef um er að ræða brot, sem ekki
fellur undir framangreind lög,
sektum frá kr. 1.000.00 til kr.
100.000.00.
7. gr.
Reglugerð þessi er sett sam-
kvæmt lögum nr. 44 5. apríl 1948,
um vísindalega verndun fiski-
miða landgrunnsins, sbr. lög nr.
81 8. desember 1952, og fellur með
gildistöku hennar úr gildi reglu-
gerð nr. 3 11. marz 1961, um fisk-
veiðilandhelgi íslands.
8. gr.
Reglugerð þessi öðlast gildi 1.
september 1972.
Sjávarútvegsráðuneytið, 14. júlí
1972.
Luðvík Jósepsson.
Jón L. Arnalds.
Landgrunnslögin frá 1948
Á árinu 1948 voru svonefnd landgrunnslög samþykkt á alþingi, en
þar er gert ráð fyrir að færa smám saman út fiskveiðilögsöguna og
öðlast yfirráðarétt yfir öllu landgrunninu umhverfis Island.
Lög þarf því ekki að setja um útfærsluna, heldur hafa stjórn-
völd hverju sinni heimild til reglugerðarsamþykktar um útfærslu
eftir því sem þörf og ástæða er fyrir.
Á kortinu hér að ofan sést 50 mílna svæðið, eins og nú hefur verið
samþykkt, en að neðan sést fyrsta útfærslan, sem gerð var árið
1952. Var þá fært út í 4 mílur og fjörðum og flóum lokað.
VlKINGUR
271