Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Qupperneq 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Qupperneq 15
Hugleiðingar í tilefni útfærslu landhelginnar eftir Garöar Pálsson, skipherra Fyrir útfærslu fiskveiðiland- helginnar í 12 sjómílur 1. sept- ember 1958, vöknuðu að vonum fjölmargar spurningar varðandi vörzlu þessa hafsvæðis. Fisk- veiðilandhelgin stækkaði úr 43 þúsund ferkílómetrum í 70 þús- und ferkílómetra. Menn spurðu gerla, er mögulegt að verja hina nýju fiskveiðilandhelgi með 6 litlum varðskipum, einni flugvél og 140 manna starfsliði, gegn andstöðu margra stórþjóða, sem sumar hverjar höfðu hótað of- beldisgerðum til að verja hefð- bundinn rétt sinn, að eigin mati, á þessum miðum. Fyrir útfærsluna 1958, voru í þjónustu Landhelgisgæzlunnar nokkrir gamalreyndir skipherr- ar með langa starfsreynslu að baki eða allt frá fyrstu dögum Gæzlunnar. Hjá þeim fór saman afburða sjómennskuhæfileikar og rétt skilið forustuhl'utverk. Það var að vonum að menn litu upp til þessara manna, sem áttu eftir að hafa á hendi forystu í jafn vandasömu hlutverki og hér ræðir. Undir gerðum þeirra og háttum áttum við svo mikið. Sagan segir okkur, að þeir hafi reynzt vandanum vaxnir. Lög- mál lífsins kunna að vera marg- slungin, en eitt vitum víð með vissu, að einn þótt góður sé, má sér lítils, ef ekki er stutt við bakið á honum. Á þessum tíma- mótum mátti segja, að valinn maður væri í hverju rúmi, og hefur sú staðreynd ekki verkað illa á þá, sem með forystuhlut- verkið fóru. Það má því segja, að það voru VÍKINGUE ekki með öllu reynsulausir menn, sem lögðu út í þessa tvísýnu. Um áraraðir hafði kjarni þessa liðs haft á hendi vörzlu fiskveiðiland- helginnar, ásamt f j ölmörgum öðrum störfum á hafinu í kring- um ísland. Vissulega hafði varzla mið- anna ekki verið framkvæmd fyrr undir slíkum mótmælum og hót- unum um ofbeldi, þar sem fiski- skipum var heitið herskipavernd. Allt fram að útfærslunni 1958, þurftu varðskipsmenn í flestum tilfellum ekki að hafa afskipti af nema einum landhelgisbrjót á sama tíma. Nú þótti sýnt að heil- ir flotar fiskiskipa mundu brjóta fiskveiðilögin, og þar með skapa vandamál, sem varðskipsmenn höfðu aldrei áður staðið frammi fyrir. Með hvaða hugarfari lögðu starfsmenn Landhelgisgæzlunnar svo út í þessa tvísýnu? Ég held að flestir hafi fagnað því, sem framundan var, þrátt fyrir mikla óvissu um mörg atriði. Sá sam- hugur, sem ríkti með þjóðinni, var þeim hvatning og jafnframt viðvörun um að fara að öllu með gát, því góðum málstað mátti ekki spilla með fljótræðislegum gerðum af neinu tagi. „Togari í landhelgi". Þegar þessi orð hljómuðu í hátalara- kerfi varðskipsins fyrir útfærsl- una 1958, þá var eins og nýtt líf færðist í alla skipshöfnina. Eitthvað æsispennandi fyrir þá yngri, tilbreyting fyrir þá eldri. Allir hrifust með, spenna lá í loftinu, eltingarleikur og skot- hríð. Allar hugsanir beinast að einu marki að handtaka veiði- þjófinn. Ég held að þessi tilhlökk- un hafi ef til vill ýtt lítillega undir það æðruleysi, sem ein- kenndi hugarfar gæzlumanna fyrir útfærsluna 1958. Við útfærsluna í 50 sjómílur, stækkar fiskveiðilandhelgin úr 75 þúsund ferkílómetrum í 216 þúsund ferkílómetra, eða hér um bil þrefaldast að flatarmáli. í dag þegar þessi orð eru skrif- uð, aðeins tveimur mánuðum fyr- ir útfærsluna, á Landhelgisgæzl- an 5 varðskip og eina flugvél. 4 varðskipin eru vopnuð og eitt óvopnað. Á leið til landsins eru 3 þyrlur. Allt starfslið land- helgisgæzlunnar er 115 menn eða 35 færri en fyrir útfærsluna 1958. Hafi menn verið í vafa um ó- nógan skipakost Landhelgisgæzl- unnar fyrir útfærsluna 1958, þá endar sá vafi í einu stóru spurn- ingarmerki fyrir útfærsluna 1972. Undanfarin ár, hefur ekki ver- ið hægt að halda úti nema 3 varð- skipum í senn vegna fjárskorts. Menn geta rétt ímyndað sér, hversu heppilegt slíkt er. Menn eru skráðir til skips á síðustu stund, og koma þá sitt úr hvorri áttinni, óþjálfaðir og vankunn- andi í hinum sérhæfu störfum Landhelgisgæzlunnar. Ennþá á Landhelgisgæzlan mörgum ágæt- um forystumönnum á að skipa, mönnum, sem svo að segja hafa alizt upp við gæzlustörf frá unga aldri. Þetta forystulið mun bera hita og þunga dagsins í væntan- legum átökum, ef ekki tekst að semja um hlutina á viðeigandi hátt. Ég er sannfærður um að þess- ir menn muni skila sínu hlut- verki með þeirri ábyrgðartilfinn- ingu, sem sjómönnum er í blóð borin, en fari eitthvað úrskeið- is, geta misvitrir stjórnmála- menn með lítinn skilning á hög- um Gæzlunnar sjálfum sér um kennt. . < 279
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.