Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Síða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Síða 16
tslenzka landhelgisgœzlan eftir Pétur Sigurðsson, forstjóra Greinin var samin árið 1958. Samkvæmt gömlum heimildum munu fiskveiðar erlendra skipa hér við land hafa byrj að um 1408 eða 1409. Voru það Bretar sem riðu á vaðið, — og síðan hafa þeir verið óslitið á íslandsmiðum. Aðrar þjóðir, eins og Þjóðverjar, Hollendingar og Frakkar komu fyrst alllöngu síðar. Fyrst í stað voru fiskiskipin hér aðeins yfir sumarmánuðina, en þó reyndu erlendir fiskimenn fljótt að hafa hér vetursetu, og þá að stunda útræði frá landi, sem þó skjót- lega var lagt blátt bann við. Strax og þessar veiðar hófust fóru landsmenn að kvarta undan yfirgangiútlendinganna, enraun- verulegt eftirlit með veiðum þeirra, sem tiltölulega fljótlega voru alveg bannaðar án sértaks leyfis, var lengi vel ekki nema nafnið tómt, þannig að lands- menn urðu sjálfir að gæta réttar síns eftir beztu getu. Urðu iðu- lega af því ýmsar væringar og jafnvel bardagar, eins og kunn- ugt er úr Tslandssögunni, en landsmenn virðast hafa gert mik- inn mun á t. d. brezkum fiski- mönnum og brezkum kaupmönn- um, sem ávallt nutu hylli al- mennings. Eins og áður er sagt var á fyrstu öldunum raunverulega ekkert eftirlit með þessum veið- um. Þau dönsku herskip, sem við og við komu hingað á þeim árum, voru hér yfirleitt í allt öðr- um erindum. Árið 1670 tók þó dönsk freigáta hollenzk skip, sem gerð voru upptæk og síðan seld á uppboði í Kaupmannahöfn, og urðu út af þessu miklar deilur milli Dana og Hollendinga. Nokkru síðar, voru enn tekin tvö frönsk skip, og 1774 var hér dönsk freigáta á landhelgisgæzlu. Landhelgisgœzlunnar. En jafnframt því sem fjöldi erlendra fiskiskipanna óx, þá fjölgaði einnig kvörtunum lands- manna undan ýmiskonar yfir- gangi þeirra, enda virtu þau land- helgina að engu. I bænarskrá er Alþingi sendi konunginum árið 1859 er þess vegna beðið um varðskip til gæzlu og komu þá hingað Korvettan Hejmdal 1860 og briggskipið St. Thomas 1863, en föst árleg gæzla byrjar fyrst 1865. Fyrst í stað önnuðust hana ýmsar skonnortur, eins og Diana, Fylla og Ingolf, en það voru segl- skip með gufuvél, og þóttu því góð skip á þeim tíma. Af samtíma heimildum má ráða, að stjórninni hefir þótt réttara að fara varlega af stað með þessa gæzlu, þar sem hún var alveg ný, og fiskiskipin ó- vön henni. í erindsbréfi skipherrans, er fyrstur hafði hana á hendi, er hann t. d. vandlega áminntur um að fara gætilega í sakirnar, og hafa sem nánasta samvinnu við yfirvöldin í landi, — sérstak lega ef um töku skips sé að ræða. Auk þess sem þessi skip áttu að gæta landhel'ginnar, var þeim oft einnig falið að mæla upp ýms- ar hafnir eða siglingaleiðir, og unnu þau á því sviði mikið starf. Varð því oft lítið úr sjálfri gæzl- unni, þar eð skipin voru hér að- eins yfir sumarmánuðina. Gekk þetta svo þar til um 1890, en þá gjörbreyttust allar aðstæður, og bar ýmislegt til. I fyrsta lagi óx sjávarútvegur hér þá mjög ört. Skipum fjölgaði og þau stækkuðu. Ennfremur fjölg- aði erlendum fiskiskipum, — og loks komu togararnir til sög- unar. Áður höfðu fiskimiðin verið Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar. nóg fyrir alla, bæði útlendinga og landsmenn, og engin hætta á að þau yrðu þurrunnin, né heldur að skin eyðilegðu að neinu ráði veiðarfæri hverra annara. Með notkun botnvörpunnar breyttist þetta algjörlega, því bæði mátti eyða með henni takmörkuðum grunnmiðum, og eyðileggja veið- arfæri þeirra skina, sem þessi mið sóttu, — ef ekki var að gætt. Hvorttveggia virðist mönnum hafa verið Ijóst frá því botn- varpan var fyrst revnd hér við land. því sama ár (1889) sam- þvkkti Alþingi lög um bann gegn botnvörpuveiðum í landhelgi við Island. Var það Þjóðverji, sem gerði fyrstu tilraunina hér í Faxaflóa, en það voru Bretar sem hófu hinar raunverulegu tog- veiðar hér nokkrum árum síðar. En það er ekki nóg að setja lög og reglur, það þarf líka að sjá um að þeim sé hlýtt. Svo kom líka á daginn hér. Hinir brezku togarar virtu botnvörpu- lögin að engu, og fiskuðu þar VlKINGUR 280

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.