Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Qupperneq 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Qupperneq 18
Nýjasta þyrla Landhelgisgæzlunnar. Vonir eru tengdar við þessa gerð flugvcla við gæzlu hinnar nýju landhelgi. einnig á þessum tíma herskipin „Diana“ og „Beskytteren“, en þau voru þó aðallega við sjómæl- ingar, sérstaklega hið fyrrnefnda. Á öllum þessum skipum var oft- ast einhver Islendingur sem „kunnur maður“. Lengst voru þeir skipstjórarnir Matthías Þórðarson, 1900—1910, Þorsteinn J. Sveinsson, 1907—1918 og loks Sigurður Oddsson. Oft kom það fyrir, þegar tog- ararnir vissu að varðskipin voru hvergi nálægt, að þeir fiskuðu dögum saman al'veg upp í land- steinum inni á fjörðum eða á öðrum grunnmiðum, og reyndu sýslumenn þá stundum að hand- sama slíka lögbrjóta. Svo var t. d. þegar Hannes Hafstein, þá sýslu- maður á ísafirði, ætlaði að taka fastan togara, sem var að veið- um á Dýrafirði. Fór hann á ára- bát að togaranum, en skipverjar báru kennsl á sýslumann, og hindruðu hann með valdi að komast um borð. Við þær aðferð- ir vildi þá svo illa til, að bátnum hvolfdi við skipshliðina, og drukknuðu þrír menn, en hinum var bjargað um borð í togarann illa á sig komnum. Ennfremur ætlaði sýslumaður- inn á Patreksfirði, Guðmundur Björnsson að handsama enskan togara nálægt Stagley á Breiða- firði 1913. Var sýslumaður þar á ferð með flóabátnum „Varanger" og lét hann skjóta sér og Snæ- birni í Hergilsey um borð í tog- arann, en þegar um borð kom, fengu þeir ekkert ráðið við skip- stjórann, og fór hann með þá til Englands. Stundum tókst þó betur til, eins og þegar Vestmannaeying- ar handsömuðu togara og fengu hann dæmdan 1913. Allt þetta orsakaði að kröfurn- ar um árvakari og betri land- helgisgæzlu urðu stöðugt hávær- ari. Kemur það glöggtframísam- tíma blöðum, eins og t. d. Ægi, og eftir að Fiskifélag Islands var stofnað, þá á fiskiþingum. Fóru menn jafnvel að tala um, að bezt væri að Islendingar sjálfir gætu annast gæzluna, en óaði þó kostn- aðurinn við úthald varðskips, jafnvel þó að sektirnar gætu greitt einhvern hluta þess. Þá kom heimsstyrjöldin fyrri og breyttust þá allar aðstæður á nýjan leik. Erlendu skipin hurfu af miðunum og við það minnkuðu auðvitað kröfurnar til sjálfrar landhelgisgæzlunnar, — en þá kom nýtt vandamál til sögunnar. Það var björgunarstarfsemin. Meðan togararnir voru hér að veiðum um allansjó, varnefnilega oft hægt að leita aðstoðar þeirra þegar vélar báta biluðu eða þá vantaði. Nú var í engin hús að venda. Menn urðu að bjarga sér sjálfir eins og bezt þeir gátu. Einna harðast komu þessi mál niður á Vestmannaeyingum. Þar hafði útgerð vélbáta farið sívax- andi frá því um aldarriót, en hin aukna sókn leiddi af sér fleiri slys en góðu hófi gegndi. Voru þessi mál því þegar í byrjun stríðsins allmikið rædd þar, en úr framkvæmdum varð þó ekki fyr en 1918, er eyjaskeggjar stofnuðu Björgunarfélag Vest- mannaeyja með það fyrir aug- um að eignast og gera út björg- unarbát við eyjarnar. Hugsuðu menn sér í fyrstu, að með tilliti til kostnaðar, þá yrði heppilegast að byggja til þessa starfa ca. 50—60 rúml. bát, er gæti gengið 12 sjóm. Úr því varð þó ekki, en í stað þess keypti félagið danska hafrannsóknarskipið „Thor“, sem var 200 rúml. brúttó (205 tonn depl.), gekk 9 sjóm., smíðað 1899 í Englandi sem togari fyrir danskt-íslenzkt fiskifélag. Skip- ið kom hingað 1920, og hlaut nafnið „Þór.“ Með kaupum skipsins var í mikið ráðist, því þótt skipstjór- inn legði fram l/3 hluta kaup- verðsins, þá lögðu Vestmanna- eyingar sjálfum sér miklar fjár- hagslegar byrðar á herðar. Verð- ur þeim seint fullþökkuð fram- takssemin í þessum efnum, því með kaupunum á Þór hefst raun- verulega innlend landhelgisgæzla, en það er saga út af fyrir sig, sem ég ekki mun koma nánar inn á að sinni. 282 VÍKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.