Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Side 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Side 21
inn við snyrtinguna og lauk henni með því að bleyta hárið til þess, að leggja það betur í bylgjur. „Stattu ekki þarna eins og glópur,“ hreytti hann úr sér til hásetans. „Þú skalt ekki halda að það sé neitt skemmtilegt fyrir mann að þurfa að kynna sig. „Ég staldra aðeins við góði, og hún leiðir sjálf samtalið svo þú getur tekið þessu með rólegheit- um.“ „Er hún mjög smart?“ spurði annar kokkur, „eða ertu bara að ljúga að mér?“ Hinn fékk ekki tíma til að svara því hún stóð þegar í gang- inum. Annar kokkur sendi hásetan- um leiftrandi augnaráð og hop- aði inní klefa sinn. „Nú, hér lítur ekki sem verst út,“ sagði hún og leit í kring um sig í klefa sínum, lyfti upp dyn- unni, kíkti inn í klæðaskápinn og prófaði vatnshanana yfir þvotta- skálinni. Og þá er bezt að hefjast handa; get hugsað mér að þið viljið fá ykkur kvöldverð. Ætla að tala við annan kokk, því hann er kunnugastur í eldhúsinu." „Ég skal sækja hann,“ sagði hásetinn fljótmæltur og tilhlökk- unin leyndi sér ekki. Þetta var augnablikið, sem hann hafði beð- ið eftir. Annar kokkur var blóðrjóður og vændræðalegur, þegar þau tókust í hendur. „Hve gamall ertu nú?“ spurði hún umsvifalaust. „Tuttugu og fjögurra," svar- aði hann lágt. „Semsagt bara hvolpurinn enn- þá,“ svaraði hún stuttaralega og horfði rannsakandi á hann. „En við skulum nú samt koma okkur saman, án þess að slást bætti hún við. „Brytinn var áðan að tala um saltsíld til kvölds, svo það er bezt að hefjast handa. Og í morunverð verður egg og flesk, sagði hann.“ „Ég býzt við að þú mætir klukkan hálfsjö á morgnana og VlKINGUE sláðu í dyrnar hjá mér um sjö- leytið. „Ég vil helzt fá mér skjólgóð- ann kaffisopa, áður en ég byrja.“ „Hefði mig grunað þetta,“ hvæsti annar kokkur, þegar hann var einn með hásetanum, „hefði ég látið afskrá mig hér.“ „Góða skemmtun og reyndu nú að halda henni heitri í jobbinu.“ „Og þegar hásetinn skömmu síðar ranglaði framhjá eldhús- inu, voru þau bæði upptekin við að hreinsa síld og skera lauk. Hann gat ekki stillt sig um að „skjóta á“ annan kokk: „Er það kannski laukurinn, sem kemur þér til að gráta, vin- ur minn!“ 1 þessu kom brytinn inn í eld- húsið. Hann ræskti sig, kreisti síldina, skar sér bita og smakk- aði: „Hún ætti að vera fín þessi,“ sagði hann. „Er kannski einhver sem hefir kvartað yfir henni síðustu mán- uðina? svaraði kokkurinn um hæl. „0, ekki það,“ muldraði hann. „En það var dálítið annað, sem ég var að hugsa um. Þannig stendur á, að skips- eigandinn er hér um borð. Hann fer í land í kvöld, því við siglum í nótt.“ „Kemur þetta nokkuð síldinni við?“ „Hugsaði bara, að við hefðum nautasteik miðskips. Mér finnst ekki viðeigandi að matreiða síld fyrir hann svona síðasta kvöld- ið.“ „Hvers vegna ekki það?“ Hún lagði breiðar lúkurnar á mjaðmirnar. „Hver veit nema að síld sé hans uppáhalds réttur og nauta- steik getur hann veitt sér dag- lega. En þetta er allt í lagi, nauta- steik skal hann fá.“ „Þú ert sko hreint ekki kjark- laus,“ sagði annar kokkur. Þetta hefði ég ekki þorað að segja. En við sjálfan sig tautaði hann: „Hún er sveimér hreinskilin og sennilega verður bara ágætt að vinna með henni hérna. Morguninn eftir var skipið í rúmsjó, og tilbreytingarlausir dagar framundan. Þó bar öllum saman um, að ljúf- fengari mat hefðu þeir ekki borð- að lengi. Það var engin ágrein- ingur um að þessi kvenkokkur væri, þrátt fyrir allt hreinasta gersemi. Og enda þótt framtíðar áætl- anir annars kokks hefðu farið í vindinn, unnu þau ágætlega sam- an. Fyrstu dagana varð hann að þola háðglósur frá strákunum, en svo skeði nokkuð sem kom þeim á annað spor. „Ekki er nú margt að taka sér fyrir hendur í frítímunum, sagði kokkurinn kvöld eitt, þegar dagsins önn var lokið. Það var laugardagur og skip- verjar röngluðu fram og aftur og leiddist meira og minna; fleygðu sér í kojuna lásu smástund, smá- túr uppá þilfar, kíktu inní mess- ann eftir kaffisopa eða smá snakki um einskisverða hluti. Bátsmaðurinn ympraði á, að skipstjórinn ætti nú að „spand- era“ einum bjór á hásetana, eftir vinnuna, sem þeir hefðu leyst af hendi í skipstönkunum. „Hásetana," hreytti kokkur- inn útúr sér. Er meiningin að mismuna fólki hér um borð? Þið eigið með öðrum orðum, að sitja hér að veitingum, meðan við hin stöndum við borðendann og horfum á. Er þetta hinn rétti félagsandi hér um borð. Og reyndar færð þú ekkert með því að sitja hér og sifra,“ bætti hún við og sneri sér beint að báts- manninum: „Nei hér verður að hefjast handa“ og til að koma í veg fyrir misskilning, ætla ég að skreppa miðskipa. Svo fremri, að nokkur mannleg tilfinning sé í „kallin- um,“ kem ég ekki tómhent aftur. „Já, hún er stíf á meiningunni þessi,“ sagði bátsmaðurinn, þeg- ar hún var horfin. „Það kæmi mér ekki á óvart þó henni verði vel ágengt; en það verður þó í 285

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.