Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Síða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Síða 22
fyrsta skiptið í minni tíð hér um borð.“ Þeir biðu í ofvæni í messanum og biðu átekta, en þeir, sem héidu sig í klefunum, fengu fréttir af þessu, eftir „leynileiðum“ og birt- ust hver af öðrum í messanum. „Onei, það liggur víst ekki annað fyrir en að skríða í koj- una þetta laugardagskvöld eins og önnur, var yfirleitt skoðun þeirra. En það verður gaman, að sjá íraman í „dömuna,“ þegar hún kemur. „Fróðlegt þætti mér að vita hvað „kallinn“ segir,“ tautaði bátsmaðurinn góðlátlega. Hún gekk beint til hans: „Hvern f j . . . . vissir þú ?“ „Nú hef ég gert mitt,“ hélt hún áfram. „Nú er bara eftir að senda tvo menn þangað til að sækja þetta. Það var víst ekki ætlun ykkar að ég rogaðist líka með þetta til ykkar.“ „Hva-að?“ Allra augu beind- ust að henni. „Tókst þér það?“ „Auðvitað," svaraði hún. ,Þó að hann væri ekki mjög hrifinn svona til að byrja með, gat ég fljótt sannfært hann um, að einnig sjómenn þurfa smá dægrasty ttingu. ‘ ‘ „En eitt skilyrði setti hann: „Ég á að standa fyrir veiting- unum.“ Þeir ráku upp gleðióp, og hún stóð eins og prímadonna sem tek- ur á móti hyllingu. Bátsmaðurinn skipaði tveim hásetum að ná í drykkjarföng og menn settust í röð kringum borð- ið. Kokkurinn setti vindlakassa á borðið. „Ég fékk hann hjá bryt- anum í leiði framhjá klefanum hans,“ sagði hún. Laugardagskvöldið leið fljótt og öllum bar saman um, að það væri hið skemmtilegasta, sem þeir hefðu átt í sjó. Þeir skáluðu fyrir kokkinum, sem stjórnaði hófinu af réttlæti og mynduleik. Þar sátu allir jafn- ir við borð. Annar kokkur kleip hana vingjarnlega í handlegginn og hét því, að svo lengi sem hún væri um borð myndi hann ekki skrá sig af skipinu. Morguninn eftir var kyrrlátt við morgunverðarborðið. Það var sunnudagsfrí og dag- mennirnir nutu morgunlúrsins. „Er draugagangur hér um borð?“ spurði hún annan kokk, yfir morgunkaffinu. „Hvernig þá?“ Hann leit vand- ræðalega á hana. Það var ótrú- legt, að þessi feitlagna hugrakka manneskja væri myrkfælin. „Það er eitthvað hér á sveimi um nætur,“ svaraði hún; lamið á lúkarsdyrnar mínar. Allaveganna er það ekki ég, svaraði annar kokkur og brá lit- um. „Það vantaði nú bara,“ sagði hún. „Þó að við séum nábúar, þarf það ekki að þýða gagn- kvæmar heimsóknir á kvöldin. Það er samt sem áður einn eða annar; karlmaður,“ fnæsti hún. „En ég skal fljótt komast að því hvort það er einhver að bekkjast við mig.“ Annar kokkur tók reyndar ekki mikið mark á þessari sögu, jafn- vel ekki þegar hann komst að því, að hún skellti skuldinni á bátsmanninn. Svo frétti hann seinna, að hún hefði • beðið hann afsökunar á þessum misskilningi, og var sannfærður um, að málið væri klappað og klárt. En, það var í annað skiptið sem hann misreiknaði sig algjör- lega. „Það komst hann að raun um daginn áður en skipið kom í höfn; þegar kokkurinn tilkynnti hátíðlega í messanum að kvöldið eftir, þegar skipið lægi við traust- ar festar í höfn, byði hún allri áhöfninni í land til smá veizlu í tilefni af trúlofun hennar og bátsmannsins. Allir voru sammála um, að betri förunaut en kokinn, gæti bátsmaðurinn ekki fengið. Þeim fannst ekkert athugavert við, þótt kokkurinn færði áhrifa- svæðið sitt út fyrir eldhúsdyrnar. Það yrði aðeins til bóta. £ inn / /#• ct mo ti remur eftir P. Björnsson G. frá Rifi Þegar ég var á 13. árinu, gerðist smáatvik í lífi mínu, sem ég mun aldrei gleyma. Ég átti heima í kaupstað, en hafði verið tvö sumur í sveit, og þetta var þriðja sumarið mitt. Ég hafði alltaf verið á sama bænum, var ég því orðinn þarna öllu kunnugur. Á jörð þessari var þá tvíbýli, en það voru tvö íbúðar- hús, sem stóðu rétt hvort hjá öðru. Á heimilinu sem ég var á var aðeins einn krakki, telpa sem hét Margrét, og var hún allt- af kölluð Magga, var hún á svip- uðum aldri og ég, aðeins yngri, en á hinu heimilinu voru tvær telpur, og voru- þær einu og tveimur árum yngri en ég. Hétu þær Jóhanna og Aðalbjörg, en voru kallaðar Jóa og Alla. Oft átti ég í smábrösum við þær þrjár, og fannst mér ég þyrfti að hafa mig allan við oft og tíðum, til þess að láta þær ekki snúa á mig. Ég var venju- lega kaliaður Gutti, af því að ég hét fullu nafni Guttormur, en þegar í brýnu sló með okkur, og þeim fannst að þær færu halloka fyrir mér, kölluðu þær mig Gutta Orm. Sárnaði mér það fyrst, en svo sá ég að það væri bezt fyrir mig að láta sem mér stæði alveg á sama þótt mér sviði það undir niðri. Annars var sam- VlKINGUR 286

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.