Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Qupperneq 24
reiði eða smán yfir að láta fara
svona með sig, sennilega hvort-
tveggja, en ég var svo miður mín
að ég gat ekkert sagt, og gat ekki
hugsað neina hugsun rökrétta til
enda. Þær mösuðu og hoppuðu
í kringum mig, eins og kettir
sem leika sér að bráð sinni. Ég
gafst alveg upp. Mér fannst að
minn karlmannsheiður væri al-
veg horfinn. Eg lagðist á aðra
hliðina, studdi hönd undir kinn
og horfði niður í sandinn, reif
upp strá og fór að naga það og
beið þess eins og dæmdur hvað
kæmi næst.
Maffgra sendi systurnar eftir
fatnaði þeirra, en sjálf rölti hún
að mér, og var nú að mér virtist
úr henni mesti galsinn. En. bið-
um við. leggst hún ekki flötum
beinum alveg fyrir framan mig,
setur báðar hendur undir hnakk-
ann. og segir síðan. ofur rólega:
„Gutti minn. við stelnurnar er-
um ekkert öðruvísi en þið. Sjáðu,
ég er með handleggi, herðar og
brióst alveg eins og þú. nema
mín brjóst eru stærri að því að
ég er kvenkvns. Eg er með maga,
lendar, læri og fótleggi, alveg
eins og þú, það er ekkert sem
skilur á milli nema kynfærin, en
þau eru ekki nema á tvennan
máta, eins og þú veizt.“
Á meðan hún var að útskýra
þetta fyrir mér, gát ég horft
blygðunarlaust á hana, mér
fannst hún allt í einu vera orðin
fullorðnari en ég og geta talað
um þetta á raunsærri hátt, en
svo tekur hún um hönd mína
og lætur hana strjúkast um lærið
á sér, og segir um leið: „Finndu,
okkar húð er aíveg eins viðkomu
og ykkar.“ Eg kippti eldsnöggt
að mér hendinni, það var eins og
ég hefði brennt mig. Magga hló
við, stökk á fætur yfir mig, og
var þotin burt. Heyrði ég í þeim
masið og hláturinn fyrir aftan
mig, og vissi að þær voru að
koma sér í fötin.
Loks fór umrótið í sálu minni
að lægja svolítið svo ég gat far-
ið að ná fram skýrum hugsunum,
og snerust þær mest um það
hvernig hægt væri að fela þetta
svo það spyrðist ekki út. Eg sá
sjálfan mig í anda ef strákarnir
heima í kaupstaðnum mínum
fréttu það að ég hefði haft alls-
nakta stelpu á háhesti, sem sagt
eins og Magga sagði, nakin
kvenmannslæri um hálsinn. Nei,
það varð einhvernveginn að
stoppa þetta af. En svo var fólk-
ið heima, jú, foreldrar Möggu
myndu nú snupra hana eitthvað
smávegis fyrir svona uppátæki,
en svo yrði það ekki meira. En
það kviknaði allt í einu vonarljós
hjá mér, og það var hún Anna
gamla, sem var komin yfir sjö-
tugt. Það var alveg áreiðanlegt
að hún myndi fá sl'ag og deyja
ef hún frétti að hún Magga, sjálft
uppáhaldið hennar hefði hagað
sér svona. Þegar ég var búinn
að hugsa um þetta dálitla stund,
kallaði ég á Möggu og fór að
segja henni frá uppgötvun minni.
Lét ég í það skína að mér væri
alveg sama þótt þetta fréttist,
en að það yrði gömlu konunni að
að bana mátti ekki henda, og
þegar við höfðum rætt um það
fram og aftur, bundum við öll
það fastmælum að við skyldum
engum segja frá þessu. Fór mér
nú strax að líða betur, því þrátt
fyrir ósigurinn sem mér fannst
ég hafa orðið að þola þá gat ég
ekki að því gert, að mér fannst
ég hafa unnið lokasigurinn.
Langt er nú liðið síðan þetta
gerðist, og við Magga erum búin
að vera gift í mörg ár. En ég get
ekki að því gert, að í hvert skipti
sem ég sé hana fáklædda, verð
ég hálf feiminn, og minnist at-
burðarins á sjávarkambinum.
Margur maðurinn segir við
sjálfan sig og jafnvei aðra:
það
kemur
alðrei
neitt
fyrir
mig
Þetta eru staðlausir stafir,
því áföllin geta hent
hvern sem er.hvar sem er.
Það er raunsæi að tryggja.
Hikið ekki — Hringið strax
ALMENNAR
TRYGGINGARf
Pósthússtræti 9, sími 17700
288
VlKINGUR