Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Qupperneq 33
„En þetta eru bara 19 hænur,
ég bað um 20“, sagði bóndinn við
hænsnakaupmanninn.
„Já, ég veit það svaraði hinn,
þú færð hana á morgun, ég vildi
ekki trufla hænuna, — hún var
að verpa“.
Kaupa veiðileyfi.
1 fyrsta skipti í sögu fiskveiða,
hafa amerísk túnfiskveiðiskip
byrjað að greiða Equador gjald
fyrir veiðileyfi undan strönd
landsins. Frá þessu er skýrt í
tímaritinu „National Fisher-
man“.
Er þetta gert til þess að losna
við töku skipanna og sektar-
greiðslur.
Leyfið gildir fyrir 50 daga að
veiðum og er gjaldið tæpar 1700
ísl. kr. fyrir hvert nettó tonn.
Equador, sem tekið hefur sér
200 mílna landhelgi, tók árið 1971
58 amerísk túnfiskveiðiskip í
landhelgi og sektirnar námu sam-
tals um 10 millj. ísl. kr.
Þar fengu veiðiskipin ekki her-
skipavernd Ameríkumanna. Ekki
einu sinni innan 200 mílna!
r"i5' I* J 4*» * y 6 $ < ? ff X © !* í B 6 [(
Þegar nokkrir brezkir íþrótta-
menn heimsóttu fyrir skömmu
Indland, komu þeir inn á veit-
ingahús í Nýju Delhi.
Þeir fengu matseðil, en skildu
ekki eitt orð.
Loks urðu þeir ásáttir um að
panta það sem stóð letrað feitum
stöfum neðst á seðilinn og hét
Mana Kananda.
Þjónninn hristi höfuðið vand-
ræðalegur á svipinn og stundi út
úr sér, að þetta væri nafnið á
yfirmatsveini hótelsins!
VÍKINGUR
Franski stjórnmálamaðurinn
Talleyrand komst eitt sinn þann-
ig að orði:
„Ég er hræddari við 100 sauði,
sem stjórnað er af einu ljóni, en
flokk af 100 Ijónum, sem stjómað
er af einum sauð“.
„Þér eigið augsýnilega við
vandamál að stríða“, sagði sál-
fræðingurinn við sjúklinginn.
„Já, svo sannarlega. Nú hefi
ég lagt peninga til hliðar í mörg
ár, en ég get með engu móti mun-
að til hvorrar hliðar ég hefi lagt
þá“.
Samvizkan er einasti hluti sál-
arinnar sem uppleysanlegur er í
vínanda. Hinsvegar má geyma
flest í vínanda, nema leyndarmál.
Sníkjudýr!
Við talningu á föngum til mið-
degisverðar í fangelsinu í Jack-
sonville í Florida, kom í ljós, að
þar var einum fanga ofaukið.
Við rannsókn kom í ljós að
þarna var kominn fangi, sem ný-
lega hafði verið sleppt lausum, en
langaði í ódýran málsverð.
Manninum var umsvifalaust
fleygt út!
Nýju Edduhótelin
297