Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Qupperneq 35
ast allra fjarða landsins sökum þess, að þar var
fyrst sett mið við Island, er nefnist Kvíarmið og
setti það landnámskonan Þuríður sundafyllir, sem
fór frá Hálogalandi til íslands, ásamt syni sínum,
Völu-Steini, og nam Bolungarvík og bjó í Vatns-
nesi. Fyrir staðsetninguna tók hún til á kollótta af
hverjum bónda á ísafirði, og mun ekki of goldið,
því sjaldan eða aldrei hefur mið þetta brugðist,
sem lesa má í Sturlungu, en þar segir, að til land-
auðnar hafi horft við ísafjörð árið 1236 ,,áðr fiskr
gekk upp á Kvíarmið“.
En horfir nú ekki til landauðnar þar, þrátt fyrir
„Kvíarmið"? Guðmundur H. Guðmundsson, Engja-
veg á Isafirði, svarar spurningum mínum á þessa
leið: „Hvað viðvíkur hinni nýju friðunarlínu, gerir
hún engan mismun á friðun fiskimiða hér nema
á svæðinu í álnum, þar útilokar hún alla dragnóta-
veiði.
Togbátar gátu áður farið í álnum inn á svo-
nefnt Kvíarmið og töluvert innar, en eftir lokun-
ina geta þeir ekki farið nema á Kögurtrýni og inn
undir Eldingar á vestri kanti.
Það munar miklu fyrir smærri línubáta. ÍJt af
Patreksfjarðarflóanum verður nokkur rýmkun, og
er það von okkar hér vestra, að það hjálpi sunnan-
göngum á vorin, ef varðskip væri haft á svæðinu
um það leyti, sem fiskur gengur, en misbrestur
hefur orðið á því eftirliti hingað til. Ekkert eftir-
lit eftir mánaðamót marz—apríl.
Togaraágengnin virðist meiri hér síðan Breiði-
fjörður og Faxaflói lokuðust".
Þá hefur Páll Pálsson i Hnífsdal gefið mér glögg-
ar lýsingar á þremur miðum við eða í Djúpinu,
auk þess sem hann um „Bolvíkingamið" vísar til
bls. 36 í hinni merku bók Jóhanns Bárðarsonar,
„Áraskip“. Segir hann um miðið inn með Straum-
nesi: „Á þetta svæði gekk fiskur mjög oft upp að
landsteinum". Um þriðja miðið, sem hann nefnir
„aðal vetrarmið Djúpmanna", segir: „Var þar
stundum svo ör fiskur að fyrir kom, að 60—70
fengust á 90 öngla". En svo kemur sorgarsagan
í þessum fáu línum um það, hvernig veiðin hafi
spillst: „Því enskir togarar voru mjög ágengir á
þessum sviðum, einnig mjög tíðir innan landhelgis-
línunnar og spilltu veiðarfærum báta mjög oft“.
Nú berast hinar hörmulegustu fréttir frá þessu
elzta veiðisvæði fslendinga. Aflinn minnkar. Flot-
inn rýrnar. Fólkinu fækkar. Allt er þetta að kenna
ágangi útlendra togara, sem bókstaflega raða sér
á Halamiðin, sem eru fyrir Norðvesturland eins
dýrmæt eins og Selvogsbankinn fyrir Suðurland,
og loka fyrir mynni ísafjarðar, svo fiskurinn
kemst ekki á „Kvíarmið“.
Um miðin fyrir Vestfjörðum skrifa þeir mér
Þórður Maríasson formaður, f. h. Fiskifélagsdeild-
arinnar í Súgandafirði, eftir tilmælum bóksala
Hermanns Guðmunssonar og Sigurðar Fr. Einars-
sonar á Þingeyri, og farast Þórði þannig orð:
VlKINGUR
„Fiskimið okkar Súgfirðinga eru að mestu leyti
á svæðinu frá Deild við ísafjarðardjúp og vestur
að Sléttanesi milli Dýrafjarðar og Amarfjarðar.
Á vetrarvertíð róa bátarnir, sem eru nú 18 til 29
smál. að stærð, með lóðir sínar 15—20 mílur undan
landi. Á sumrin er nær eingöngu róið smábátum,
1 til 7 tonn að stærð, og taka þeir afla sinn ein-
göngu innan nýju landhelgislínunnar. Undanfar-
in sumur hefur afli verið ákaflega lítill hjá þess-
um smábátum, en sumarið sem leið hefur skorið
sig úr hvað þetta snertir. í júní og júlí var góð
handfæraveiði, en þorskurinn var nokkuð smár.
í ágúst, september og október reru bátar með línu
og öfluðu dável. Var það mest ýsa og reyndist
aflinn beztur 2—4 mílur undan Deild.
Lúðu hefur ekkert orðið vart hér, að heitið geti,
í mörg ár, en út af Deild og Skálavík voru áður
góð lúðumið.
Fer sumarafli okkar oft eftir því, hve landhelgin
er vel varin“. — Skýrsla Sigurðar er hvorttveggja
í senn, mjög fróðleg og skemmtileg, því hún hermir
hvernig til forna var á miðin litið og hvaða dóm
þau hlutu.
Eftir almennan inngang um staðsetningu fiski-
miða segir hann:
„Ég ætla því að gera tilraun til að segja eitt-
hvað um svæðin (miðin), sem sótt er á héðan á
vorin og sumrin og einkum þau, sem eru innan
hinnar nýju friðunarlínu, en það eru eingöngu
smábátamiðin.
Að hausti og vetri til sækja hinir stærri bátar
langtum lengra út á hafið, svo að þessi nýja lína
kemur þeim ekkert að gagni neinu, sízt á þeim
tíma og yfirleitt aldrei, nema einhver stórkostleg
breyting á fiskimagninu á grunnmiðunum eigi
eftir að verða.
Á svæðinu frá Bjargtöngum eða Látraröst að
Isafjarðardjúpi (Djúpál) má segja að allsstaðar
séu fiskimið, eða allt svæðið sé eitt fiskimið
alla leið inn í f jarðarbotna. Svona var þetta í gamla
daga, og fyrir aðeins nokkrum árum. Á Víkunum:
„Gnægtar afli“. Botn ágætur. „Tapaðist aldrei öng-
ull“. Patreksfjarðarflóinn: Hlaðafli vor og haust".
Botninn sandbotn, „festist ekki öngull". Patreks-
fjörður: „Fjörðurinn fullur af fiski alla leið inn
í botn, sem er sandur og leir. Kóparifið: „Á vísan
stað að róa. Nægtar fiskur, en fremur smár“. „Egg-
rennisléttur sandbotn, guð veit hvað langt niður
á haf“. Arnarfjörður: „Gullnáma". Húsmóðirin:
„Ohó! Gátuð þið þá ekki tekið meira?" Landgrunn-
ið allt virðist vera mjög lárétt og slétt. Þó er lágur
hryggur fram af Kópanesi langt 1 haf út, og er
dálítið dýpra austan til við hann, en grynnir aftur
fram af Sléttanesi (Nesinu) austan Arnarfjarðar.
Fram af Nesdal í Barðanum eru ágæt fiskimið og
hefur svo verið í ómuna tíð. Þar er sandbotn á
mjóu svæði alla leið frá landsteinum og í haf út.
Fleiri sandblettir eru þarna í botni, svo og leir-
299