Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Page 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Page 38
400 kg. á sama önglafjölda. Síðan dragnótin kom til skjalanna, má heita að ekki hafi orðið smálúðu vart í Garðsjó". Suðvesturland. Frá Helga Sigurðssyni, f. h. fiskideildar Stokks- eyrar, hef ég fengið þessar lýsingar: „Svæðið, þar sem fiskað er á með línu og þorskanetum, markast að mestu leyti frá 20° 50' v. 1. til 22° v. 1. og frá landi 68° 20' n. br. Innan þessa svæðis er mikið lögð lína SSV til VSV frá Stokkseyri, ca. 10—20 sjóm. frá landi. Einnig á svæðinu frá Hafnarnesi til Krýsuvíkur- bergs um 3 sjóm. frá landi. Þorskanetsmiðin eru á svipuðum slóðum og línu- miðin, þó frekar nær landi, sérstaklega ef um síl- fisk er að ræða. Annars hefur netaveiði hér um slóðir orðið að miðast að miklu leyti við að vera innan landhelgislínu vegna ágangs togara, sérstak- lega erlendra“. Þá er komið á boðleiðarendann og er síðastur en ekki síztur Kristinn Haukur Þórhallsson úr Grindavík. Öll hafa erindin glatt mig, en sérstakan fögnuð og vonir hjá mér hefur þetta svar Kristins Hauks vakið, því hann er aðeins fjórtán vetra og lætur ekki undir höfuð leggj ast, vegna áhuga fyrir land- helgismálinu, að leita til hinna reyndu og kunnugu sjómanna. Já, kæri, ungi vinur! Víst er það gaman, þegar æskan sjálf réttir fram örfandi hönd, þá er land- helgismálið á framtíðar vegi. Þá eignumst við ís- lendingar fyrr en varir landgrunnið allt, sem Eyjan okkar hvíta stendur á. En nú skulum við heyra hvað Kristinn sjálfur segir: „Þar sem ég er ekki nema 14 ára gamall, hef ég orðið, til þess að leita erindi yðar úrlausnar, að leita til eldri og reyndari sjómanna og hjá þeim hef ég fengið eftirfarandi upplýsingar: Venjuleg fiskimið með nöfnum eru að mestu notuð af Grind- víkingum austur með Krýsuvíkurbergi og vestur fyrir Reykjanes meðan gerðir voru út árabátar og opnir vélbátar, en síðan hinir stóru vélbátar komu hér, má heita að engin sérstök mið með nöfnum séu notuð. Þar sem bátarnir róa venjulega í myrkri, ákveða þeir miðin með siglingartímanum og áttinni, og með línu fara þeir allt austur á Sel- vogsbanka og vestur í Miðnessjó og til hafs allt að þriggja klukkustunda siglingu, þegar lengst er farið. Aftur á móti eru m'ð notuð, þegar verið er með þorskanet í saltfiski, þ. e. þegar loðna er gengin á miðin, og er þá venjulega verið grunnt, allt að því sem kallað er „að boðabaki", eða fast utan við brotin. Netjamið Grindvíkinga mega heita á hverri vík austur af Herdísarvík og vestur á Stóru-Sandvík. Um miðin innan hinnar nýju landhelgislínu er lítið að segja. Vanir sjómenn telja engin sérstök mið hafa friðast og fyrir Grindavík ekkert unnizt með hinni nýju landhelgislöggjöf, vegna þess að línan var tekin frá Eldeyjardrang um Hópsnes og Selvog og þaðan fram fyrir Vestmannaeyjar, þar sem sú sjómíla, sem bætt var við á þessu svæði, sé yfirleitt svo mikill hraunbotn, að togarar hafi aldrei reynt að fiska þar. Það hefur verið sjálf- friðað svæði fyrir botnvörpu. Sjómenn harma það mjög, að línan var ekki tekin frá Geirfuglaskerjum og austur um Vest- mannaeyjar og friðaður þannig mikill hluti af Sel- vogsbanka, sem mun vera einhver mesta klakstöð við íslandsstrendur, sem sést bezt á tilkomu flot- vörpunnar, að togararnir geta fyllt trollið á nokkr- um mínútum, þegar fiskurinn er kominn upp í sjó að hrygna. Eru sjómenn hér að geta þess til, að hér sé á ferðinni eitt Jdö mestci eyðingartælci þorsks, þar sem bæði er, að þetta er mj ög takamarkað svæði og fram til þessa hefur það verið alfriðaður fiskur, sem hefur sloppið frá botninum upp í sjó“. Það sem sagt er um flotvörpuna er mjög at- hyglisvert og þarf vissulega að stemma á að ósi, ef hún reynist eins skaðleg og hér er gefið í skyn. Gott á landhelgismálið að eiga svona unga Hauka í horni. Verði þeir sem flestir. Niðurstöður. Að hvaða niðurstöðum verður þá komizt eftir skýrslum þeim og upplýsingum, sem að framan eru taldar? 1. Mið þau, sem íslenzkir sjómenn hafa sótt á, en verið hraktir frá vegna yfirgangs útlendra fiski- skipa, einkum brezkra togara, liggja mjög drjúgan spöl fyrir utan friðunai’línuna, sem gildi öðlaðist 15. maí 1952. Vei’ður því ekki um hana sagt, að hún sé lengi’a dregin í haf út en sögulegur og siðfei’ðilegur í’éttur heimilai'. 2. Það er staði’eynd, að á undanföi’num áratug- um, svo ekki verði dýpra í árinni tekið, hafa er- lend veiðiskip, brezk í bi’oddi fylkingar, fi*amið feimulausa og skefjalausa rányrkju á hinum ís- lenzku fiskimiðum, bæði djúpt og engu síður í f jöi’ðum inni og jafnvel upp undir hai’ða landi. 3. Grunnmið landsins eru sökum þessa í stór- kostlegri hættu. Fjöldi veiðistöðva um land allt hafa lagzt niður og fiskur gersamlega horfið af miðum, sem áður fyrr aldrei brugðust. 4. Inni í fjörðum og flóum landsins hafa útlend veiðiskip og hér sem ætíð einkum brezk, framið tillitslausar og óverjandi skemmdir á veiðarfærum innlendra manna og það svo gegndarlaust, að víða hafa menn ekki þorað að leggja lóðir sínar eða net, þó vitað sé um afla, af hi’æðslu við að missa þau eða fá þau meira og rninna sundur tætt. 5. Það er orðið sameiginlegt álit allra þeirra, VlKINGUR 302

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.