Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Qupperneq 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Qupperneq 41
-í Bezta ræðan í Genf Hér leið undir lok liin harðsvíraða þriggja mílna fiskveiðilögsaga Hvernig munu ræðuhöldin arta sig á næstu Hafréttarráðstefnu, ef hún þá nokkurn tíma verður haldin. Á öndverðu ári 1958 var ein slík ráðstefna haldin í Genf. Stytzta ræðan þótti afburða snjöll; flutt fyrir rúmum 14 ár- um. Júlíus Havsteen sýslumaður sendi Víkingnum þýðingu á ræð- unni og leyfum við okkur að birta hana hér á ný, sem sígilda túlkun óháðs orðsnillings. Á ráðstefnunni í Genf um rétt- arreglur á hafinu var haldinn aragrúi ræðna, eins og ætíð á sér stað á þingum þeim, þar sem allir vilja eitthvað, bara ekki verða sammála, svipað og á okk- ar Alþingi. Margar þóttu ræðurnar góðar og þjóð hverri fannst sinn fugl fegurst syngja, nema ef vera RÆÐA DR. JORGE BOCOBO FULLTRÚA FILIPSEYJA 18. APRIL 1958. Herra forseti! Nefnd Filipseyja er með upp- haflegu indversk-mexíkönsku til- lögunni. Hafandi skýrt frá þessu, vil ég taka fram, svo ég fylgi góðu for- dæmi fulltrúanna frá Mexicó, að ég ætla nú að halda líkræðu yfir góða manninum gamla, sem í lif- anda lífi var nefndur okkar ein- lægi herra „Þriggjamílna". Ég skal aðeins tala í fimm mín- útur, því ekki getur nefnd þessi þolað langar harmtölur eftir all- ar ræður þær, sem þegar hafa verið haldnar. Svo ég þá noti orð Markúsar Antoníusar, þegar hann grét frammi fyrir lýðnum skyldi Bandaríkjamönnum, því með falsettum galaði fuglinn sá, sem kom þeim frá. Þegar bráðafárið kom í þriggja mílna landhelgi Bretaveldis og hún lézt, hélt formaður nefndar Fili'pseyja útfararræðuna, og blandaðist þá engum hugur um, að hún var bezta ræða ráðstefn- unnar. í Róm yfir blóði storknum ná Cæsars, segi ég: „Eigið þið tár þá gefist nú gráti á vald“. Herra „Þriggjamílna" var mæddur ellihrumleik, langvinn- um og þrautlausum lasleika, en hjartabilun flýtti fyrir dauða hans, þegar vinir hans yfirgáfu hann í vesælum og örmagna ein- stæðingsskap. Hann lá í djúpum dásvefni síð- ustu fáu daga síns táradals. Með- an hann lá á kvalabeði sínum og hafði enga hugmynd um þær gíf- urlegu tilraunir, sem forseti okk- ar herra Bailey prófessor gerði til þess að bella okkur burt úr landhelginni, var læknafundur haldinn. Læknarnir komu sér saman um töfralyf, sem þeir nefndu „forréttindi til fisk- veiða“, en deyjandi maðurinn neitaði að taka inn sér til endur- lífgunar þetta öfluga meðal. Þegar hann hafði runnið blóm- legt æskuskeið og náð fullu þreki fullorðinsáranna, vann hann al- þjóðlegu samfélagi vel. Frjáls- mannlega fór hann um höfin sjö, og alls staðar hellti hann niður blessun. Það er ekki satt, sem andstæðingar hans segja, að hann væri bæði ágjarn og drottn- unargjarn. Þó hann annars veg- ar á leiðangrum sínum um út- höfin hrúgaði að sér auði og völd- um, auðsýndi hann á hin bóginn mikra góðgerðasemi af stórbrotn- um höfðingsskap, berandi á herð- um sér „byrðar hvíta mannsins", eins og Kipling komst að orði. Þessari byrði hefur hann nú af sér létt og fengið fyrir lof sinna undirmanna, sem góðgerðimar þágu. Vér skulum vona, að hinna góðu dyggða herra „Þriggja- mílna“ verði stundum minnst með þakklæti, en hætt er við, að vonlaust sé að vænta þess, því svo sem Markús Antoníus harm- andi mælti: „Hið ljóta sem menn gera lifir þá, hið góða oft með beinum þeirra grefst“. Erfingjar hans herra „Sex- mílna“ og herra „Tólfmílna", eru að rífast um reiturnar, en setjum niður deilurnar í svipinn, meðan vér jörðum okkar ástkæra fram- liðna herra „Þriggjamílna". Enginn sé svo harðbrjósta að hann fagni brottför hans. Megi hann hvíla í friði. Amen! VlKINGUR 305
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.