Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Blaðsíða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Blaðsíða 43
þá. Hvað viðvíkur miðunum, þá voru þau ókunn í augum Breta, en ekki okkar, því hver einasti hreppur á Islandi, sem að sjó liggur, hefur sín eigin fiskimið, og hefur þar verið stundaður sjór í aldaraðir, en náttúrlega var of þröngt fyrir dyrum, þegar erlendir yfirgangsseggir þyrpt- ust á smábátamiðin íslenzku, og man ég eftir mörgum ófögrum yfirgangi brezkra togaraskip- stjóra hér við land. Vil ég benda fólki á að lesa bókina Formanns- ævi í Eyjum, eftir Þorstein Jóns- son í Laufási í Vestmannaeyjum, þar sem segir frá viðskiptum hans og Josep Wood skipstjóra frá Hull. Einnig man ég eftir því, að þegar ég var smástrákur, varð slys á Haukadalsbót á Dýra- firði. Sýslumaður Isafjarðarsýslu Hannes Hafstein, klæddur ein- kennisbúningi sínum ætlaði að fara um borð í togara, sem verið hafði að fiska dögum saman inni á firðinum. Þegar bátur sýslu- mannsins nálgaðist togarann, slógu skipverjar úr togblökkinni með þeim afleiðingum, að vörpu- strengirnir færðu bátinn í kaf og drukknuðu 3 menn, en sýslumað- ur komst af við annan mann, þrekaður mjög. Margir minnast þess, þegar brezki togarinn Chieftain, skip- stjóri á Edward West, var staðinn að ólöglegum veiðum við Bjarnareyjar á Breiðafirði, VÍKINGUE varði fylgdarmönnum sýslu- manns Barðastrandasýslu upp- göngu á skipið með öxum og bar- eflurn, en sigldi með Guðmund Björnsson sýslumann og Snæ- björn Kristjánsson hreppstjóra til Englands. — Einnig man ég eftir því, þegar íslenzkt varð- skip ætlaði að taka Grimsbytog- ara í Arnarfirði, og brezki skip- stjórinn William Loftis að nafni, kastaði vatnsfötu í höfuð íslenzka stýrimannsins, svo hlauzt af talsverður áverki. Þar sem margir íslendingar munu ókunnugir byrjun togveiða hér við land, ætla ég að víkja lítilsháttar að því efni. Styðst ég þar að mestu leyti við skýrslu enska fiskifræðingsins Ernest W. Holt. Sumarið 1891 sendu Bretar í fyrsta sinn gufutogara til veiða við Island. Hann hét „Aquarius" og var frá Grimsby. Hann kom upp að Ingólfshöfða. Togara- menn kölluðu höfðann „Ingolf’s Hoof“, og það festist svo í mál- inu hjá þeim, að þeir hafa aldrei getað nefnt höfðann sínu rétta nafni. Skipið fyllti sig þarna af skarkola, lúðu og ýsu. Öllum öðr- um fislci var fleygt. Var togað á 6—8 faðma dýpi, sem er auðvit- að alveg upp undir fjöruborði. Næstu sumur sendu Bretar fleiri og fleiri skip til Islands, og færðu þeir sig smám saman bæði vestur og austur með land- inu. Allstaðar gerðist sama sag- an: Bretar hirtu einungis kola og lúðu, jafnvel ýsu var stund- um fleygt. 1895—1896 munu þeir hafa komið á Faxaflóa innan- verðan. Þá byrjaði nú fyrir al- vöru rányrkjan. Varpan fylltist hjá þeim á skömmum tíma, mest- megnis af smáum og stórum þorski, sem þeir þó ekki vildu, en alltaf var mikið af kola, lúðu og ýsu innan um. Auðvitað var þorskurinn allur dauður, þegar hann fór í hafið aftur. Ég talaði einu sinni við gaml- an mann í Grimsby, sem hafði verið háseti á einum þeirra tog- ara, sem fyrstir fóru til veiða við Island. Hann sagði mér margt. Meðal annars sagði hann frá einni ferð, sem þeir fóru til Dyrhólaeyjar. Þar fylltu þeir skipið á þrem sólarhringum. Það var mesta erfiðið, sagði gamli maðurinn, að koma öllum þorsk- inuui út aftur, hann var svo stór og feitur. Hann sagði ennfremur, að skipstjóranum hefði verið illa við þetta, því hann heyrði hann segja: „We will soon be glad to get that“. Það kom líka á daginn, að þeir urðu fegnir að hirða þann gula, og reyndist oft erfitt að ná í hann. Eg veit, að mörgum íslending- um hitnar í hamsi vegna hinnar lubbalegu framkomu brezkra togaraeigenda í okkar garð, þar sem þeir víla jafnvel ekki fyrir sér að útbreiða þau ósannindi, að íslenzkum togurum leyfist að fiska innan hinnar nýju friðun- arlínu. Ætla ég að lokum að snúa máli mínu til yngri mannanna hér í Reykjavík og öðrum sjávarþorp- um, því ég veit að þeir eru ör- ari en við, sem erum orðnir rosknir. Stillið skap ykkar, ungu menn, og verið ekki með ýfingar, þótt þið hittið fyrir Breta. Slíkt er alveg þýðingarlaust og getur ekki gert annað en skaða okkar góða málstað. I flestum tilfellum myndu það verða alsaklausir menn, sem fyrir því yrðu. I hina náið þið hvort sem er ekki, sem verðskulda flenginguna. Iíreytt yfir nafn og númer, meðan stolið er úr íslenzkri lögsögu. Áreiðanlega myndu Bretar kalla skipstjórann: „The pure English gentlemanL 307
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.