Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Qupperneq 48
Er sofið á verðinum?
Gils Guömundsson, þáverandi ritstjóri Víkings,
skrifaöi þessa grein áriö 1950.
Á undanförnum árum hefur
oftar verið rætt hér í blaðinu
um landhelgismál vor en flest
málefni önnur. Kann því að vera,
að ýmsum þyki borið í bakka-
fullan lækinn, þegar blaðið flyt-
ur enn nýjar greinar um þetta
efni. En hér er um slíkt stórmál
að ræða, eigi aðeins fyrir fiski-
mennina og sjávarútveginn, held-
ur þjóðina í heild, að aldrei verð-
ur of oft við því hreyft. Tómlæti
það, sem þjóðin virðist sýna í
þessu stórmáli, er vissulega ugg-
vænlegt, svo mjög sem það hlýtur
að varða afkomu hennarogfram-
tíðarmöguleika á ókomnum ár-
um. Þarf vissulega að skera upp
herör í landhelgismálinu. Þjóð-
inni verður að skiljast, og það
heldur fyrr en seinna, að farsæl
lausn þess er eitthvert brýnasta
hagsmunamál hennar. Hún verð-
ur einnig að gera sér ljóst, að
því aðeins er verulegs árangurs
að vænta, að málið sé sótt af
fullri einurð og með óbilandi
festu. Forystumönnum þjóðar-
innar ber skylda til að flytjá
málið og túlka með öllum þeim
röksemdum, sem það mega
styðja, sögulegum, lagalegum og
siðferðilegum. Síðan verður þjóð-
in öll að standa sem einn maður
að baki þeirra, sem stórmál þetta
flytja í umboði hennar. Hún
verður að sýna skýrt og ótvírætt,
að krafan um stækkun íslenzkrar
landhelgi er ekki munnfleipur
eitt, heldur brennandi áhugamál
hvers mannsbarns í landinu.
Landhelgismálið er stórmál
dagsins. Þar megum vér Islend-
ingar því sízt af öllu sofa á verð-
inum.
Það má vera alþjóð kunnugt,
að landhelgi sú, sem vér búum
við, nær aðeins þrjár mílur á
sæ út, og er skemmri en land-
helgi nokkurrar annarrar fisk-
veiðiþjóðar. Skýringin er nær-
tæk. Þriggja mílna landhelgin er
arfur frá þeim tíma, er vér vor-
um ófrjáls þjóð og Danir fóru
með utanríkismál vor. Samning-
inn um landhelgina gerðu Danir
sjálfum sér til framdráttar, en
á kostnað íslendinga. Ríkisstjórn
Islands hefur fyrir nokkru sagt
upp samningi þessum, sem gerð-
ur var við Breta á sínum tíma.
Eru að vísu um það skiptar skoð-
anir, hvort rétt og skynsamlega
hafi verið að farið, þá er alþingi
valdi þá leið, að segja upp samn-
ingnum og viðurkenna þar með
lagalegt gildi hans, í stað þess
að lýsa hann ógildan og íslenzka
lýðveldinu með öllu óviðkomandi.
En nú hefur uppsagnarleiðin
verið valin, og má því gera ráð
fyrir að samkomulagsumleitanir
hefjist bráðlega, því óðum líður
að því, að hinn gamli samningur
gengur úr gildi. Er af þeirri or-
sök einni full ástæða til að mál-
inu sé haldið vakandi, svoaðfyrir
liggi skýrt og ótvírætt, hvað ís-
Gils Guðmundsson, alþingismaður.
lendingar vilja í landhelgismál-
inu, hvernig þeir telja hyggileg-
ast að vinna að framgangi þess„
og hvei’jar röksemdir þeir ætla
fram að færa þegar á hólminn
kemur.
Frændur vorir, Norðmenn,eiga
nú í hörðum átökum við Breta
um víkkun norskrar landhelgi, og
búa þeir þó við stærri landhelgi
en við. Mál þetta er nú komið
fyrir alþjóðadómstól, og er sagt,
að öll norska þjóðin fylgi for-
ustumönnum sínum einhuga, og
krefjist þess, að hvergi verði
undan látið. Stórþjóðirnar allar
hafa ákvarðað landhelgi sína með
einhliða lagasetningu, án sér-
stakra milliríkjasamninga. Ráð-
stjórnarríkin hafa ákveðið tólf
mílna landhelgi úti fyrir sínum
ströndum, og Bandaríkin til-
kynnt fyrir alllöngu, að þau ein
hefðu rétt til alls landgrunnsins,
sem þar liggur frá landi langt
í höf út.
Vér Islendinar, sem búum við
skemmsta landhelgi allra þjóða,
sækjum nálega allar útflutnings-
afurðir vorar út á landgrunnið.
Þaðan er meginhluti þjóðarauðs
vors kominn. Landgrunnið er oss
hálfu verðmætara en öðrum þjóð-
um, sem búa við fjölþættari at-
vinnuvegi og hafa fleiri auðlind-
ir, sem þær geta ausið af. Hér
er í raun og veru um að tefla
eina lamb fátæka mannsins. Eigi
nokkurt réttlæti að ríkja í við-
skiptum þjóða á milli, virðist
auðsætt, að réttur vor til land-
grunnsins sé að minnsta kosti
fullt eins ríkur og ótvíræður og
nokkurrar annarrar þjóðar, sem
særéttindi á. Stórveldi þau, sem
áskilja sér allan umráða- og af-
notarétt af eigin landgrunni, geta
ekki með nokkru móti, ef þau
vilja sýna snefil af sanngirni,
talið sig eða önnur ríki hafa rétt-
indi til að reka rányrkju á fjár-
lægum miðum smáþjóðar, mið-
um, sem eru henni öllu öðru dýr-
mætari og hún byggir á tilveru
sína. En hversu ótvíræður sem
rétturinn er, mega íslendingar
sízt gleyma hinu, að hann fæst
aldrei viðurkenndur, nema því
VÍKINGUR
312