Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Side 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Side 50
Við (játum ekki beðiS lengur. Á meðan við biðum og sáum fyrir að fiskstofnar okkar fóru minnkandi, tóku stórar þjóðir sér yfirráð yfir 12 mílna land- helg-i og auðæfum á botni land- grunnsins langt til hafs, og það þótt tekjur af fiskveiðum séu að- eins örlítið brot af tekjum þess- ara þjóða. — Við íslendingar gátum ekki beðið lengur. Það var í augum okkar réttur og skylda Islendinga að lýsa yfir 12 mílna fiskveiðilandhelgi. Þennan rétt okkar byggjum við á því að fiskveiðar eru okkur meiri lífsnauðsyn en nokkurri ann- arri þjóð — og að við eigum því á þessu sviði að hafa sama rétt og þær sem hafa hann mestan, að við höfðum langt fram á 19. öld 16 og 2U mílna landhelgi og íslenzka þjóðin átti engan þátt í því að aðrar reglur voru upp teknar, að meirihluti fulltrúanna á Genf- farráðstefnunni var fylgjandi 12 milna fiskveiðilandhelgi, og að laganefnd Sameinuðu þjóð- anna taldi 12 mílna landhelgi ekki andstæða alþjóðalögum. Gegn hinum lífsnauðsynlegu ráðstöfunum okkar hefir nú ver- ið ráðizt með valdi. Við höfum harðlega mótmælt þessari vald- beitingu. En við höfum ekki beitt vopnum til að verja hina nýju landhelgi okkar, en erum samt sem áður. sannfærðir um, að okk- ur muni takast að sýna, að fisk- veiðar er ekki hægt að stunda undir herskipavernd. Þær ráð- stafanir, sem gerðar hafa verið gegn okkur, eru því óraunhæfar og munu verða árangurslausar. En að banna okkur að friða fiski- miðin er sama og að banna okkur að lifa í landi okkar. Við bjuggumst við erfiðleikum. Við íslendingar höfum stund- um verið kallaðir söguþjóðin, vegna þess að við höfum skapað sögulegar bókmenntir, sem sum- ir telja nokkurs virði fyrir hinn menntaða heim. Svo mikið þekkj- um við að minnsta kosti söguna, að við vitum, að réttur smáþjóð- ar og tilvera, er ekki alltaf mik- ils metin. Við höfum því gert ráð fyrir erfiðleikum. Forfeður okkar komu hingað yfir úthafið eftir óteljandi mann- raunir fyrir meira en 1000 ár- um og námu þetta land, óbyggt frá engum tekið. Hin fámenna íslenzka þjóð lifði af margar myrkar aldir í baráttu við óblíð náttúruöfl, einangrun og erlend yfirráð. Sakir fátæktar stóð hún höllum fæti í þeirri baráttu. Þá vandist þjóðin við að mæta erf- iðleikunum með óbil'andi þraut- seigju. Og við ætlum að lifa á- fram í landinu. Við erum einhuga í því. Við bíðum eftir úrslitum landhelgismálsins og vitum hver þau verða. Það er þrátt fyrir allt margt forsvarsmanna réttlætis í þessum heimi og þeir eiga beitta penna, máttug orð. Einhuga þjóð, sem hefir réttlætið sín megin og veit hvað hún vill, er og verður sterk, þótt hún sé vopnlaus og smá. Við munum aldrei hvika frá ákvörðun okkar um tólf mílna fiskveiðil'andhelgi. IJR ERLENDUM BLÖÐUM Bruninn í ms. England Þann 16. júlí 1971, kl. 20,40, þegar M.s. England frá Esbjerg var komið um 40 sjómílur frá Esbjerg á leið sinni frá Esbjerg til Harwich með farþega, varð sprenging og eldur laus yfir toppnum á SB aðalvél. Ekki tókst að slökkva eldinn með vatni, en það ráð tekið að yfirgefa véla- rúmið og opna fyrir CO 2 — slökkvitækin. Farþegar fengu skipun um að fara í bátana, og voru þeir settir á sjóinn, og sjó- búnir hver á sínum stað, og neyð- arkall sent út. Klukkan 22,00 var eldurinn slokknaður. Um kl. 22,15 var farþegaskipið „Prinsessan", björgunarskipið „Vestkysten" og 2 björgunar þyrlur komin á vett- vang, og neyðarmerkin afturköll- uð. Kl. 01,00 var BB vél ræst og skipinu snúið við til Esbjerg með „Vestkysten" til fylgdar. Af athugunum sem gerðar voru eftir brunann kom í ljós, að brun- inn orsakaðist af því, að eldsneyt- isloki no. 9 á SB aðalvél hafði rifið sig lausan úr strokklokinu, en við það sprautaðist úðuð eld- sneytisolía út yfir heitan vélar- toppinn svo að af varð sprenging, eins og áður er sagt. Ástæðan fyrir því að eldsneytislokinn gat rifið sig lausan, virðist vera sú að á meðan skipið stóð við 'í Es- bjerg, höfðu vélstjórarnir, eins og venja þeirra var, byrjað á því að skifta um lokann og losað um rærnar sem héldu honum, en sök- um viðgerða á öðrum stað, sem ekki þoldu bið, frestað að skifta um lokann, en síðar gleymt að spenna rærnar fastar aftur. Af hálfu yfirvaldanna verður ekki aðhafst frekar í málinu. Eftir „Maskinmesteren“ 2 — 1972. 314 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.