Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Qupperneq 52
Fiskirækt í sjó
eða sjóblönduðu vatni
eftir dr. Jónas Bjarnason, efnaverkfrœöing.
í fyrri grein minni um sama
málefni í síðasta tbl. Víkings,
ályktaði ég, að tilraunir til að
auka frumframleiðslu hafsins til
þess að auka fiskuppskeru, hlytu
að vera mjög vafasamar, því að
frumframleiðsla hafsins er mjög
mikil fyrir. Nægir hún fræðilega
til að þrjúhundruðfalda núver-
andi fiskuppskeru, ef framleiðsl-
an öll kæmist til skila.
Til þess að auka uppskeru af
ákveðnu hafsvæði eða strandsjó
svo einhverju nemi, þarf ná-
kvæma stjórnun á öllu lífi þess
svæðis. Ef uppskerufiskurinn á
að vera „carnivore" eða kjötæta,
eins og flestir nytjafiskar Is-
lendinga eru, er aðeins unnt að
búast við nokkur hundruð kílóum
á hektara á ári þegar bezt lætur.
Greinilegt er, að slík uppskera
stendur ekki undir neinum veru-
legum mannvirkjakostnaði, sem
þó væri nauðsynlegur til að fá þá
nýtni, sem hér um ræðir. Ef
stjórnun svæðisins færi úr skorð-
um, má búast við mörgum sinn-
um lélegri uppskeru.
Til þess að fá sem bezta upp-
skeru af ákveðnu svæði, þurfa
hlekkir fæðukeðjunnar að vera
sem allra fæstir. Mönnum hefur
jafnvel dottið í hug að hafa að-
eins einn hlekk og sigta sifþör-
unga eða framleiðsluna úr sjón-
um. Þannig myndu fást um 10
tonn af þurru lífefni eða mjölva-
ígildi á hektara á ári. Tilraunir
hafa þó sýnt, að svifþörungar
eru varla nothæfir til manneldis
sem stendur, og yrði því að nota
þá til dýrafóðurs. Uppskeruverð-
mæti væru þá aðeins um 100
þúsund krónur á hektara, og ó-
líklegt er, að slík vinnsla borg-
aði sig.
Ef hlekkir fæðukeðjunnar eru
tveir, má búast við um 5 tonnum
af uppskerufiski á hektara. Sá
fiskur yrði að vera plöntuæta.
Nú vill svo til, að allir nytja-
fiskar Norður-Atlantshafsins eru
ekki plöntuætur heldur kjötætur,
þ. e. fiskætur, svo erfitt mun
reynast að finna plöntuætufisk
fyrir norðlægar slóðir, sem getur
lifað beint á svifþörungum á
svipaðan hátt, og kindin lifir
beint á frumframleiðslu landsins.
Jafnvel þótt slíkur fiskurfyndist,
yrði að gæta hans mjög vel, því
ránfiskar myndu vafalaust gera
mikinn usla. Vandamálið er því
að finna heppilega tegund svo og
að finna aðferðir til algerrar
stjórnunar og aflokunar svæði.
Þar sem uppskeran væri aðeins
um 5 tonn á hektara á ári, þegar
bezt lætur, er mjög vafasamt, að
sú uppskera standi straum af
verul'egum mannvirkjakostnaði.
1 þessu sambandi má geta þess,
að allar fisktegundir, sem rækt-
aðar eru nú á tímum i stórum
stíl í sjóblönduðu vatni, eru
plöntuætur, sem lifa að verulegu
leyti á botngróðri í grunnum
lónum. Filipseyingar rækta t. d.
árlega um 21000 tonn af mjólk-
urfisk í sjávarlónum og árósum.
Hugmyndum hefur oft verið
varpað fram hérlendis í seinni
tíð um lokun fjarða til fiskrækt-
ar. Eina leiðin til að uppskera
verði að einhverju gagni, er, að
unnt verði að nota plöntuætu-
fisk til að nýta frumframleiðslu
svæðisins. 10 ferkílómetra fjörð-
ur t. d. gæti í mesta lagi gefið
af sér nokkur þúsund tonn á
ári, en aðeins með því skilyrði,
að allt annað dýralíf fyrir utan
uppskerufiskinn yrði fjarlægt.
Þegar um svo stóra firði er að
ræða, má segja, að það sé óvinn-
andi verk, jafnvel þótt heppileg-
ur fiskur fyndist. Ef ræktunin
miðaðist aftur á móti við kjöt-
ætufiska eins og laxfiska, má
búast við, að uppskeran úr öllum
firðinum yrði í mesta lagi nokkur
hundruð tonn og þá aðeins, ef
fullkomin stjórnun á vistkerfi
fjarðarins næðist. Slíkt myndi
kosta morð fjár. Ég leyfi mér því
að segja, að hugmyndir um lok-
un fjarða af þessari stærð eru
vægast sagt óraunhæfar. Þróun-
in erlendis í sjávarræktun er sú,
að stefnt er að ræktun lítilla
svæða með fullkominni stjórnun.
Ég mun víkja að því betur
seinna.
Önnur leið er þó til, sem bygg-
ir á hagkvæmari notkun frum-
framleiðslunnar beint til fram-
leiðslu á uppskerufiski. Það er
ræktun skelfisks eins og t. d.
kræklings og hörpudisks. Slík
ræktun hefur verið stunduð í
aldaraðir, en Rómverjar t. d.
ræktuðu ostrur. Hollendingar
rækta nú árlega um 80000 tonn
af kræklingi. Skelfiskurinn sigt-
ar m. a. svifþörungana úr sjón-
um, og þar sem hann lifir milli-
liðalaust á frumframleiðslunni,
er unnt að fá töluverða uppskeru
á hverja flatarmálseiningu af
yfirborði. Skelfiskur almennt
selst dýru verði, en ræktun hans
krefst mikillar vinnu. Þar sem
skelfiskurinn er staðbundinn, er
ekki nauðsynlegt að l'oka af svæði
til ræktunar hans. Að eðli til er
kræklingurinn eins og skapaður
fyrir ræktun, en hann þrífst
mjög víða í Norður-Atlantshafi.
Nýlegar tilraunir til ræktunar
kræklings með spönsku aðferð-
inni eru mjög athyglisverðar, en
sú aðferð byggist á því, að kaðl-
ar eru hengdir neðan í flotgrind-
ur. Kræklingurinn lifir síðan
mjög þétt á köðlunum, en þar
VlKINGUR
316