Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Side 54

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Side 54
t Benóný Friðriksson Fæddur 7. janúar 1904 Dáinn 12. maí 1972 Þessar minningargreinar um Binna í Gröf birtust í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja á síðast iiðnu sumri ÉLann var fæddur 7. janúar 1904 að Gröf í Vestmannaeyjum og þar ólst hann upp hjá for- eldrum sínum. Við húsnafnið Gröf var hann kenndur til æviloka og' nefndur Binni í Gröf. Binni var ekki g’amall, eða hár í lofti, þegar hann fór að draga fisk úr sjó. Bryggjurnar og Nausthamarinn voru þá hans veiðistaðir. Þar mátti oft sjá hann með seglgarnsfærið sitt að veiða smáufsa. Innan fermingaraldurs fór Binni að róa á smáferju hjá Jak- ob Tranberg. Kom þá fljótt fram hjá honum framúrskarandi á- hugi og fiskisæld á handfæra- krókinn. Fimmtán ára gamall byrjaði Binni hér formennsku að sumri til með árabát, sexæring. Voru þeir 4 á bátnum. Hásetarnir voru jafnaldrar Binna. Sóttu þeir sjó- inn af miklu kappi og fiskuðu oft mikið. Kom þá strax í ljós hjá Benóný ótrúlega miklir sjó- manns- og skipstjórnarhæfileik- ar, sem fylgdu honum alla ævi og mætti skrifa um það langt mál. því eins og flestum er kunnugt, var Benóný yfirburða sjómaður og sérstæður aflamaður, og mátti með sanni segja að hann væri jafnvígur fiskimaður, hvaða veið- arfærí sem hann notaði. Um 1920 fór Binni að róa á mótorbát, hjá Jóhanni á Brekku, var það á mb. Nansen VE 102, sem var 7,47 tonn að stærð. Átti Friðrik faðir hans Vs hluta í bátn- um, næstu vertíð var Binni orðinn mótoristi á Nansen. Árið 1925 gerðist Benóný út- gerðarmaður, með því að kaupa y4 hluta í nýjum bát frá Noregi, Gúllu VE 267, sem var 15,57 tonn. Var Jóhann á Brekku formaður með Gúllu fyrstu vertíðina. Næstu vetrarvertíð 1926 tekur svo Binni við formennsku á bátn- um og þar með hefst hans frægð- arferill sem skipstjóra. Hann var síðan í fremstu röð skipstjóra yf- ir hálfa öld, vetur, sumar, vor og haust. Má slíkt þrek með eindæm- um teljast. Nokkur sumur var Binni for- maður, með árabát, frá Skálum á Langanesi og var þar oft afla- hæstur. Frá vertíðinni 1926, til vertíðarloka 1953, er Benóný skipstjóri með eftirtalin skip: Gúllu, Gottu, Heklu, Gulltopp, Sævar, Þór og Andvara. Vertíðina 1954 varð hann skip- stjóri á Gullborg og það varð hans mesta happa- og aflaskip, því á henni varð hann Fiskikóng- ur Eyjanna, vetrarvertíðarnar 1954 til vertíðarloka 1959, eða sex vertíðir í röð og sjö urðu þær vetrarvertíðirnar alls, sem hann varð hér fiskikóngur, og margar þeirra hæstur yfir allt landið. Benóný Friðriksson var dáður af sínum samtíðarmönnum og alveg sérstaklega af hans stéttar- félögum, skipstjórum í Eyjum og öllum sjómönnum. Hann vildi aldrei annarra meinsmaður vera og þrengdi ekki sínum veiðar- færum að annarra, sem í fiski voru, en fór sínar eigin leiðir og hafði sjálfur fyrir að finna fisk- inn. Binna frá Gröf verður lengi minnzt í röðum beztu sjómanna, sem hafa stundað sjó héðan frá Eyjum. Benóný var kvæntur Katrínu Sigurðardóttur og eignuðust þau átta börn. Benóný andaðist á sjúkrahúsi Vestmannaeyja 12. maí síðast lið- inn. Eyjólfur Gíslason Vtför Binna í Gröf var fjerö frá Landahirkju laugardaginn 20. maí að viðstöddu miklu fjölmenni. Vottuöu bæjarbúar og sjómenn í V estmannaeyjum hinum látna margháttaba vir'ðingu sína. Allir bátar voru í höfn og var flaggaðlí hálfa stöng á flotanum. Úr kirkja báru kistuna skipshöfn- in á Gullborgu, en síðan báru í kirkjugarð eldri félagar Benónýs úr röðum skipstjóra. Frá kirkju- dyrum stóðu félagar úr Verðandi heiðursvörð. Sr. Þorsteinn Lúther Jónsson jarðsöng. ] 1 líkræðu sagði sr. Þorsteinn Lúther: 318 VlKINGU R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.