Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Page 55
,,Bem5ný var þannig af Guði
gerður, að hann unni sér aldrei
hvíldar, iðaði af fjöri og fram-
kvæmdahug, tók sér víst aldrei
frí frá störfum til skemmtiferða-
laga, hlakkaði af alhug til hverr-
ar vetrarvertíðar og nýrra átaka,
enda var hann fæddur með köllun
veiðimannsins. Sú vöggugjöf
fylgdi honum æ síðan, óx og
þroskaðist með honum og varð
hluti af honum sjálfum".
Margir sendu Benóný hinztu
kveðju á útfarardegi.
TJm hann ritar Ási í bæ:
„Það hefur verið og er enn að-
eins á valdi hraustustu manna að
vera í forystusveit sjósóknara við
íslandsstrendur, þeir allra hörð-
ustu ná því endrum og eins að
verða aflakóngar, og vinna slíkt
afrek sjö vertíðir í röð er einung-
is á færí afburðamanna, til þess
arna þarf ekki bara viljafestu
þrekmanna, heldur næstum því
ótakmarkaða þekkingu á öllu sem
lýtur að aflabrögðum og sjó-
mennsku og kunna að beita þessu.
En svona var Binni í Gröf: Eftir
svaðilfarir fimmtíu ára sjó-
mennsku hafði hann borið að
landi meiri afla en nokkur báta-
formaður landsins og stýrði að
lokum fleyi sínu í höfn án þess
þar hefði maður fengið skrámu
auk heldur meir. Enda vék hann
aldrei af verði, ef hann taldi höf-
uðskepnurnar viðsj álar um of.
Ég hef þekkt Binna í Gröf frá
barnæsku er hann sprangaði með
með mig í fangi undir Skiphellum
og alla tíð haft á honum miklar
mætur, ekki bara sem þeim djarfa
sjósóknara, sem við dáum öll; það
var eiginlega alveg sama hvað
hann tók sér fyrir hendur, hann
gerði það flestum betur. Á yngri
árum var hann með beztu mönn-
um í knattspymuliði Týs, og um
árabil stundaði hann leikfimis-
æfingar að haustinu og var í
fremstu röð. Ágæt skytta. Lunda-
veiðimaður langt umfram meðal-
lag þó sjaldan gæfist tækifæri til
að leggja háf. Köttur í fjöllum.
Við skál hafði hann yndi af að
fara með vísur, kunni urmul af
þeim og kvað hvern mann í kút-
inn. En mest dálæti hafði ég á
Binna eftir að hafa verið með
honum á sjónum nokkrar vikur,
þá var hann í essinu sínu, lék á
alls oddi jafnan, og ljúfur í um-
gengni. ... Æ að sjá minn mann
í stýrishúsglugga á Gullborginni
þegar verið var að háfa hana
fulla einn bjartan morgun austur
á Síðugrunni, og þegar gonnan
seig áfram kallaði hann út á þil-
far: Er hún ekki dálítið sigin
Sævar? Fær sér í vörina glaður
yfir góðum feng eins og þegar
hann dró Maríufiskinn forðum
tíð. Og þannig vil ég muna hann,
í stýrishúsglugga á Gullborginni
hressan og kátan með vestangjól-
una í fangið og sólskinið glitrar
á spriklandi síldarlu’eistrinu.
í dag verður mörgum hugsað
heim til Eyja þar sem fánar
munu blakta í hálfa stöng á
hverri siglu bátaflotans því nú er
sá genginn sem fremstur stóð í
flokki góðra og hraustra drengja.
En svo lengi sem sjósókn verður
undirstaðan að lífsafkomu lands-
manna mun nafn Binna í Gröf
lýsa eins og viti. Megi gæfan gefa
heimabyggð okkar fleiri slíka“.
Við útförina las sr. Þorsteinn
Lúther minningar- og kveðjuljóð
frá ónefndum, fyrrverandi skips-
félaga Benónýs. Ljóóió má skoöa
sem kveðju frá sjómönnum öllum
og heimabyggð til þessa fræga
aflamanns og sjómanns, sem allir,
er kynntust, 'virtu og dÁSu vegna
drenglyndis og mannkosta.
Út siglir fley í aftanskini,
eilífSarstefnu velur sér.
KveSjurnar sendar kærum vini,
klefttarnir, jdrangar, flúS og sker.
Regnský frá augum Ægir
strýkur,
ávarpar stillt hin breiSu höf:
Nú fá ekki dætumar leikiS
lengur
viS litla skipiS hans Binna í
Gröf.
Benóný Friðriksson.
VlKINGUR
319