Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Síða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Síða 13
Lúðvík Jósepsson „Rétt stefna að endurnýja to2araflotanní£ Vandamál sjávarútvegsins á tímum olíukreppu og versnandi viðskiptakjara við útlönd eru mikið á dagskrá um þessar roundir og menn greinir á um stöðu sjávarútvegsins og mögu- leika. Sjómannablaðið hefur nokkuð fjallað um þessi mál og hafa að undanförnu birst viðtöl við ýmsa forystumenn í sjávarútvegi, þar á meðal við núverandi sjávarút- vegsráðherra, Matthías Bjarna- son og við formann LÍU, Kristj- án Ragnarsson. f þessari umræðu hefur útgerð nýju skuttogaranna meðal ann- ars borið á góma, en segja má, að í stjórnartíð Ólafs Jóhannes- sonar hafi fiskiskipafloti, eða togarafloti, þjóðarinnar verið endurnýjaður frá grunni. Þá var Lúðvík Jósepsson sjávarútvegs- ráðherra og því hnútunum kunn- ugastur. Þótti því tilvalið að hafa tal af honum og heyra um viðhorf síðustu ríkisstjórnar og hans sjálfs sem sjávarútvegs- ráðherra í þeirri stjórn. Lúðvík Jósepsson þarf ekki að kynna nánar, en ekki sakar þó að geta þess að hann hefur átt sæti á alþingi síðan árið 1942. Hann starfaði að útgerð á Nes- kaupstað á árunum 1944—1952 og var þá m.a. um skeið forstjóri bæjarútgerðarinnar á Neskaup- stað. Lúðvík Jósepsson hefur tví- vegis verið sjávarútvegsráð- herra, eða á árunum 1956—1958 og síðan í ráðuneyti Ólafs Jó- hannessonar, eða vinstri stjórn- Árin líða. Á myndinni til vinstri er Lúðvík Jósepsson sjávarútvegsráð- herra að undirrita fiskveiðireglu- gerðina um 12 sjómílur árið 1958. Ajö baki Lúðvík stendur Gunnlaug- ur Briem ráðuneytisstjóri. Og til hægri er nýleg mynd af Lúðvík. inni, eins og hún er nefnd. Auk þess hefur Lúðvík setið 1 allskonar nefndum og átt sæti í stofnunum sjávarútvegsins og útgerðarinnar. Má hiklaust telja bann einn reyndasta stjórnmála- mann landsins í málefnum út- gerðar og fiskvinnslu. Við hittum Lúðvík að máli í skrifstofu hans í alþingi á dögun- um og var fyrsta spurningin þessi: Rétt stcfna a<$ endurirýja togaraflutann — Nú hefur þfóSin nýveriS keypt um 60 skuttogara. Var þaó rétt stefna aó kawpa öll þessi skip á svo skömmum tíma? — Já, það var tvímælalaust rétt að kaupa togarana. Til þess liggja tvær meginforsendur. VÍKINGUR 133

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.