Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Síða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Síða 16
Hér hafa höfðingjar hitst. „Við megum engar undanþágur veita eftir 13. nóvember í haust.“ og síðarnefnda leiðin var valin. Ef vikið er að rekstrargrund- vellinum, þá fullyrði ég það að hann er góður, enda þarf nú ekki lengur að deila um það, þótt það hafi verið gert í alllangan tíma, því nú hefur þjóðhags- stofnun gefið frá sér tölur, sem sýna að rekstrargrundvöllur þessara skipa ber af rekstrar- grundvelli allra íslenskra fiski- skipa. Þetta áttu tölur stofnun- arinnar auðvitað að sýna allan tímann, en gerðu það ekki. Ég fullyrði því að rekstrargrundvöll- ur sé fyrir hendi. — Þau skip sem keypt voru á fyrra fallinu af þessari gerð sanna þetta líka. Afkoma þeirra hefur allan tímann verið góð á okkar mælikvarða. Eg tek aðeins sem dæmi útgerð úr minni heima- byggð, Neskaupstað (Norðfirði). Við gerðum út stóra fiskibáta, sem taldir voru góðir síldarbátar og síðar togbátar og voru í afla- hæsta flokki. Þessa báta seldum við og fengum skuttogara í stað- inn. Afkoman hjá okkur þennan tíma (en við höfum gert út skut- togara í fjögur ár), var betri en við þekktum nokkurntímann áð- ur á bátunum, enda hefur það komið í ljós að þegar þessi skip afla um 3000 tonn af fiski, eins og betri skipin gerðu öll — og sum meira — þá hefur útkoman orðið sú að þau hafa haft tekjur á móti öllum gjöldum og álitlega upphæð upp í afskriftir. Það er hinsvegar rétt að þau hafa ekki enn náð upp í fullar afskriftir, þótt þess séu líka dæmi að þau hafi haft það. Hitt er svo annað mál, að þeg- ar aflinn bregst þeim er stjórna þeim, og verður kannske ekki nema helmingur þess sem áður greinir, þá verður auðvitað um bullandi hallarekstur að ræða. Þetta er ekkert nýtt. Stórir skuttogarar ■ erliðlcikum — En stærri skuttogararnir. Nú hefur einum verið lagt, segir þa'ð elcki aðra sögu? — Það er rétt. Það er allmik- ill munur á útgerð stærri togar- anna, sem eru um 1000 rúmlest- ii' og hinna sem eru um 500 rúmlestir. Rekstrargrundvöllur þeirra hefur verið miklu verri. Skipin eru dýrari, frekari á allt í rekstri. Þau eru með 25—27 manns, en minni skipin með 15— 16. Þótt að launakjörin séu verri en á minni skipunum, þá fylgir þessu margvíslegur aukakostn- aður, og er dýrara fyrir útgerð- ina á öllum sviðum. Þar á ofan höfum við verið afar óheppnir með þessi stóru skip, í þeim hafa komið fram margvíslegir gallar, sem allir vita og þurft hefur að bæta við búnað þeirra til þess að auðvelda veiðarnar. Þau eru þegar komin með háa viðhaldsreikninga af þessum sökum. Allt leggst þetta því á eitt, þau eru rekin með tapi. Þessi skip eru líka að sumu leyti með gamla laginu. Þau eru hugsuð fyrir ísfiskmarkað á meg- inlandi Evrópu og í Bretlandi. VÍKINGUK 136

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.